Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 50
Beðið hefur verið eftir rauntöl-
um á markaði. Markaðurinn tók
beina stefnu á hækkun, þegar
afkomuspár birtust, en meira
flökt hefur einkennt hann und-
anfarna daga. Nú hungrar menn
eftir uppgjörunum. Og kannski
reyndar fleiru, því gjarnan eru
veitingar í boði þegar stærstu
félögin kynna uppgjör sín.
Þannig leit um tíma út fyrir
fullt fæði á fimmtudag fyrir
markaðsaðila. Straumur kynn-
ir uppgjör sitt um morguninn
og Bakkavör síðdegis. Til stóð
að Landsbankinn kynnti sitt í
hádeginu og menn því komn-
ir í fullt fæði þann daginn.
Landsbankakynningunni var
hins vegar frestað til föstudags,
en þó er ekki gert ráð fyrir
föstu þann dag.
Bankamenn í
fullu fæði
2,2 3.500% 2,3milljarðar króna sem slagur Actavis við hið banda-ríska Barr Pharmaceuticals um króatíska lyfjafyrir-tækið Pliva kostaði. hagnaðaraukning Nýherja milli þriðju ársfjórðunga áranna 2005 og 2006. milljarðar króna sem Anza greiddi fyrir hluta af starfsemi finnsk/sænska upplýs-ingatæknifyrirtækisins TietoEnator.
SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is
B A N K A H Ó L F I Ð
„Auðveldara en ég hélt“
Me› flátttöku á E*TRADE í gegnum Landsbankann b‡›st einstaklingum möguleiki á
a› n‡ta sér beint og millili›alaust áhugaver› fjárfestingartækifæri.
Kynntu flér máli› á landsbanki.is e›a hringdu í síma 410 4000.
Ármúli 26 / Sími 522 3000 / www.hataekni.is
HTC, sem áður hét Qtek, er stærsti framleiðandi lófatölvusíma í
heiminum. HTC stendur fyrir High Tech Computer og er
fyrirtækið aðalsamstarfsaðili Microsoft í Windows PC stýrikerfum
fyrir lófatölvusíma.
HTC sameinar síma og tölvu í einu tæki. Þú getur valið úr
lófatölvusímum sem eru samlokusímar, símum með lyklaborði og
símum hlöðnum aukabúnaði. HTC sameinar símann, tölvupóstinn
og gagnasamskipti í einu tæki.
Qtek hefur fengið nafnið HTC
HTC 8500
Samlokusími sem keyrir á
Windows Mobile
Smartphone PC-stýrikerfinu.
Næfurþunnur samlokusími,
2,2 tommu 65 þús. lita skjár,
Quad-Band virkni og 1,3
megapixla myndavél.
HTC 8310
Hlaðinn aukabúnaði. Keyrir á Windows Mobile 5.0
stýrikerfinu sem opnar ýmsa möguleika í
gagnavinnslu, samstillingu við PC o.fl. Bluetooth-
tenging, WLAN og Quad-Band virkni.
HTC (TyTN)
Keyrir á Windows Mobile 5.0 Pocket
PC stýrikerfinu. 400 MHz örgjörvi,
útdraganlegt lyklaborð á hliðinni,
auðvelt að skrifa texta með íslenskum
stöfum. Quad-Band sími, WLAN og
Bluetooth-tenging, stuðningur við öll
helstu vinnuforritin frá Microsoft og
2,0 megapixla myndavél.
HTC 9100
Minnsti en um leið öflugasti lófatölvusíminn. Keyrir
á Windows Mobile 5.0 Pocket PC stýrikerfinu.
Útdraganlegt lyklaborð á hliðinni, auðvelt að skrifa
texta. Quad-Band sími, WLAN og Bluetooth-
tenging, stuðningur við öll helstu vinnuforritin frá
Microsoft og 1,3 megapixla myndavél.
Stærsti framleiðandi
á lófatölvusímum í
heiminum
· Windows Mobile 5,0 stýrikerfi
· Þú getur notað HTC til að tengjast Outlook, skoðað og sent tölvupóst
(Microsoft Pocket Outlook)
· Þú getur tengst MSN
· Þú getur vafrað um á netinu
· Microsoft Windows Media Player 10 – nýjasti spilarinn frá Microsoft
· Microsoft ActiveSync við Exchange Server
· Microsoft Pocket Office: Word, Excel og PowerPoint
· Þráðlaus nettenging Wi-Fi gerir þér kleift að tengjast hvar og
hvenær sem er (Hot-Spot)
HTC (MTeor)
HTC MTeor er fyrsti 3G
snjallsíminn sem keyrir á Windows
Mobile 5,0 stýrikerfinu.
Bluetooth-tenging, 3ja banda
virkni, háhraðagagnaflutningur,
GPRS/EDGE/UMTS stuðningur.
HTC lófatölvusímar fást hjá söluaðilum um land allt
P
IP
A
R
•
S
ÍA
Björgólfsfeðgar hafa verið að
styrkja stöðu sína í Árvakri,
útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Ólafsfell í eigu Björgólfs
Guðmundssonar keypti á dögun-
um átta prósenta hlut. Feðgarnir
ráða svo Straumi-Burðarási, auk
þess sem úti á völlum markaðar-
ins er hlutur Ólafs Jóhanns talinn
fylgja þeim feðgum. Ef gengið
er út frá því ráða feðgarnir með
beinum eða óbeinum hætti um
40 prósenta hlut. Þá er talið að
Björgólfur eldri eigi skuldabréf
með breytirétti í útgáfufélagi
Blaðsins. Einhverjir höfðu á
orði hvort þeir sem hefðu uppi
stóryrði um Baugsmiðla yrðu nú
að vera sjálfum sér samkvæmir
og tala um Bjöggamiðlana. Einn
gárungi skemmti sér svo örlítið
til viðbótar, vísaði til þess að
auður feðganna ætti rætur í vel
heppnuðu ævintýri í Pétursborg
og hafði á orði að það hefði þá
aldrei farið svo að rúblurnar röt-
uðu ekki á endanum í Moggann.
Rúblur rata í
Mogga
Í hagfræðikennslustundum er
klassískt að nota breytingar á
veðri sem dæmi þegar útskýra á
samspil framboðs og eftirspurn-
ar. Hvað gerist þegar heitt er í
veðri? Eftirspurnin eftir ís eykst
því allir þurfa að kæla sig niður í
ógurlegum sumarhitanum. Velta
eins helsta samkeppnisaðila
Bakkavarar, Northern Foods,
dróst saman um 1,1 prósent á
þriðja ársfjórðungi, meðal ann-
ars vegna þess að salan á bakarís-
vörum var dræm í sumar. Nú er
spurningin hvaða áhrif veðrið
hefur haft á sölu Bakkavarar.
Félagið birtir uppgjör sitt fyrir
þriðja ársfjórðung á morgun og
gerir Greiningardeild Glitnis ráð
fyrir fimmtán milljóna punda
hagnaði.
Bakkelsið brenglar