Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 48
25. OKTÓBER 2006 MIÐVIKUDAGUR18 MARKAÐURINN
Landsbanki Íslands
hefur í samstarfi við
sjóðastýringarfyrir-
tækið AllianceBern-
stein sett á stofn nýjan
erlendan skuldabréfa-
sjóð sem kallast
Landsbanki Diversi-
fied Yield Fund.
Mun þetta vera
í fyrsta sinn sem
AllianceBernstein fer
í samstarf við íslenskt
fjármálafyrirtæki
með þessum hætti, en
fyrirtækið er á meðal
stærstu sjóðastýringar-
fyrirtækja heims með
yfir 600 milljarða
dollara í stýringu.
Landsbankinn hefur
hér haft umboð fyrir
AllianceBernstein frá árinu 1994.
Stefán H. Stefánsson framkvæmdastjóri eignastýringar-
sviðs Landsbankans segist mjög ánægður með samstarfið.
„AllianceBernstein hefur verið öflugur samstarfsaðili bankans á sviði
erlendra hlutabréfafjárfestinga í gegnum tíðina og við hlökkum mikið
til að hefja samstarfið með þeim á sviði erlendra skuldabréfafjárfest-
inga,“ segir hann og kveður nýja hlutabréfasjóðinn njóta nokkurrar
sérstöðu. „Þetta er í raun íslenskur sjóður sem unninn er í samstarfi
við AllianceBernstein. Hann er skráður í íslenskum krónum, en er
með erlenda markaðsáhættu. Þannig nýtum við bæði hátt vaxtastigið
hér og svo áhættudreifinguna erlendis. Í þessu felst kannski nýjungin
og það sem áhugavert er við sjóðinn, krónuávöxtun en erlend undir-
liggjandi áhætta.“
Landsbanki Diversified Yield Fund leggur áherslu á dreift eigna-
safn og er með það ávöxtunarmarkmið að skila að jafnaði tveimur
til þremur prósentum yfir LIBOR-millibankakjörum í gegnum heila
hagsveiflu. Mat Landsbankans er að sjóðurinn geti verið að skila
ávöxtun í íslenskum krónum upp á 14 til 17 prósent auk þess að bjóða
upp á góða áhættudreifingu og lága fylgni við aðra markaði. - óká
VEFUR ALLIANCEBERNSTEIN Samstarfsfyrirtæki
Landsbankans er með þeim stærstu í heimi á sínu sviði.
Nýr sjóður nýtir kosti
tveggja markaðssvæða
Landsbanki Íslands vinnur með AllianceBernstein. Starfandi stjórnarformaður er í 59 prósentum
fyrirtækja hér á landi samkvæmt rannsókn Ástu
Dísar Óladóttur, aðjúnkts við viðskipta- og hag-
fræðideild Háskóla Íslands og doktorsnema við
Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS). Hún
heldur fyrirlesturinn „Er fjölgun starfandi stjórn-
arformanna fyrirtækjum til framdráttar?“ klukkan
12.20 í stofu 101 í Odda í dag.
„Mér þótti áhugavert hversu mörg fyrirtæki
hafa starfandi stjórnarformenn og eru jákvæð í
garð þessa,“ segir hún en telur skýringuna á fjölda
þeirra fyrirtækja sem haga stjórn sinni þannig að
stjórnarformaðurinn sé nánast í fullu starfi við
fyrirtækið vera þá að mörg þeirra tæplega 700
fyrirtækja sem leitað var til í rannsókninni séu lítil
og með fáa starfsmenn.
Ásta Dís segir að henni þyki reyndar hugtakið
„starfandi stjórnarformaður“ óþarfi og að í raun
ætti bara að tala um stjórnarformenn. „Við eigum
enga sérstaka skilgreiningu á þessu hugtaki á
íslensku en í útlöndum er þetta alveg skýrt,“ segir
hún og bendir á að þar sé talað um tvískipt hlutverk
stjórnarformanna. „Það er þá þegar menn sinna
bæði stöðu framkvæmdastjóra eða forstjóra og
starfi stjórnarformanns. Þetta er eitthvað sem er
ekki algengt í stærri fyrirtækjunum hér, en í þeim
minni jú. Svo er hitt sem er executive chairman og
það er meira eins og við þekkjum það.“
Ásta Dís segir eðlilegt að í stórum fyrirtækj-
um á borð við Kaupþing, Samskip og fleiri slík sé
stjórnarformaður sem taki virkan þátt í stefnumót-
un og viðskiptaþróun fyrirtækisins. Þetta segir hún
sérstaklega eiga við þegar tekjur fyrirtækjanna
koma að stærstum hluta erlendis frá og þá hafa
stjórnarformenn félaganna oftar en ekki stjórnað
útrásinni sem stendur undir tekjumyndun fyrir-
tækjanna.
„Verkefni starfandi stjórnarformanna hér á landi
felast heldur ekki í því að skuldbinda félög, heldur
móta stefnu og leita tækifæra. Framkvæmd stefn-
unnar og úrvinnsla tækifæranna er almennt á hendi
æðstu stjórnenda, í umboði stjórnar,“ segir hún.
Spurningalisti var sendur til um 700 stjórnenda fyrir-
tækja hér og kom í ljós að vel ríflega helmingi þeirra
finnst gott að hafa starfandi stjórnarformann, meðan
tæpum fimm prósentum finnst það ómögulegt. - óká
ÁSTA DÍS ÓLADÓTTIR Ásta Dís, sem er aðjúnkt við viðskipta- og
hagfræðideild HÍ, heldur í dag fyrirlestur við Háskólann um starfandi
stjórnarformenn. Markaðurinn/GVA
Starfandi stjórnarformenn algengir hér
Í fyrirlestri við HÍ í dag verður leitast við að svara spurningunni um hvort
fjölgun starfandi stjórnarformanna sé fyrirtækjum til framdráttar.
F Y R S T O G S Í Ð A S T