Fréttablaðið - 25.10.2006, Side 31

Fréttablaðið - 25.10.2006, Side 31
��� �� � �� ��� ��� �� �� � �� �� ������� �� ��� �� ��� �� � �� ��� ����� ������� �� ��� �� �� � �� �� Bæta við | Fjárfestingafélagið Grettir fór upp fyrir tíu prósenta hlut í Avion Group í vikunni. Frá byrjun október hefur heildarhlutur félagsins farið úr einu prósenti í 11,5 prósent. Anza kaupir | ANZA hf. hefur keypt þann hluta af starfsemi finnsk/sænska upplýsingatækni- fyrirtækisins TietoEnator sem veitir aðilum tengdum opinbera geiranum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð þjónustu. Nær samruna | Formleg undirrit- un samkomulags um kaup OMX á Kauphöll Íslands fór fram í vik- unni. Umsvif OMX aukast og jókst hagnaður félagsins um þrettán pró- sent milli ársfjórðunga. Ógilding staðfest | Áfrýjunar- nefnd samkeppnismála hefur stað- fest ákvörðun Samkeppnis- eftirlitsins frá því í sumar um að ógilda samruna lyfsölu- og lyfja- skömmtunarfyrirtækjanna DAC og Lyfjavers. Slagnum lokið | Actavis Group hefur selt allt hlutafé sitt í króat- íska lyfjafyrirtækinu PLIVA til Barr Pharmaceuticals. Barr er orðið þriðja stærsta samheitalyfja- fyrirtæki heims. Saxbygg fjárfestir | Saxbygg hefur eignast kjölfestuhlut í eign- arhaldsfélagi utan um Steni sem framleiðir húsaklæðningar fyrir byggingariðnaðinn í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Mikil aukning | Hagnaður Nýherja nam 238 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þar af var 154 milljóna króna hagnaður á þriðja ársfjórðungi sem var 3.500 pró- senta aukning milli ársfjórðunga. Hægir á | Dregið hefur úr veltu- aukningu í dagvöruverslun sem bendir til þess að þensla fari minnk- andi. Í síðasta mánuði var veltan heldur minni en að meðaltali síð- ustu mánuðina þar á undan. Verslanir Europris Stækka með hverju ári 16 Úrskurður Samkeppniseftirlitsins Sjúkdómseinkenni á lyfjamarkaði 8 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 25. október 2006 – 41. tölublað – 2. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 F R É T T I R V I K U N N A R 10-11 Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Innan ráðuneytis fjármála er unnið að frumvarpi um breytingar á lögum um ársreikninga, sem gera munu aðferðir stjórnvalda til að innheimta ársreikninga mun beittari. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að stjórnvöld fái heimild til þess að sekta þau félög sem draga að skila inn ársreikningum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Allt eins er búist við að frum- varpið verði lagt fyrir þingheim á haustþingi, en ekki liggur ljóst fyrir hver sektarupphæðin gæti orðið hverju sinni virði fyrirtæki ekki þann frest sem þau hafa. Á herðum allra félaga hvílir sú skylda að skila inn ársreikn- ingum sínum eða samstæðu- reikningum, ef það á við, til ársreikningaskrár, hvort sem hlutafélög, samvinnu- félög eða samlagshlutafélög eiga hlut að máli. Ársreikningar eru opinber gögn sem almenningur hefur aðgang að. Samkvæmt núgildandi lögum miðast sá frestur, sem félagsstjórnir hafa til að skila inn ársreikningi, við einn mánuð eftir að reikningurinn hefur hlotið samþykki en þó í síðasta lagi átta mánuðum eftir lok reikningsárs. Þrengri tímamörk gilda þó um félög sem hafa skráð hlutabréf sín eða skuldabréf á markað. Þeim ber að skila inn ársreikningi þegar í stað eftir samþykkt hans en þó í síðasta lagi sex mánuðum eftir lok reikningsárs. Úrræði stjórnvalda í dag eru talin of tímafrek og því ómark- viss. Ársreikningaskrá sendir út orðsendingar til þeirra félags- stjórna er virða ekki tímamörk, þar sem skorað er á viðkomandi aðila að skila inn reikningi. Sé ekki orðið við þeim tilmælum hefur Ársreikningaskrá þau ein úrræði að kæra málið til ríkis- skattstjóra sem getur svo vísað málinu áfram til ríkislögreglu- stjóra til frekari rannsóknar. Miðað við núverandi fyrirkomu- lag getur því langur tími liðið áður en ársreikningur skilar sér að lokum til yfirvalda. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins eru skil á ársreikn- ingum almennt góð en tvennt skýrir einkum þann drátt sem stundum verður. Annars hjá félögum þar sem rekstur er í mikilli óreiðu og helst það þá í hendur við þann drátt sem verður á skilum á skatt- skýrslu. Þetta er aðalástæðan. Hins vegar draga stjórnir stundum að skila inn reikningum sínum til yfirvalda af samkeppnissjónarmiðum; vilja ekki að samkeppnisaðilar komist í reikningana. Sektum verði beitt við innheimtu ársreikninga Stjórnvöld fái markvissari heimildir til að innheimta ársreikn- inga. Óreiða í bókhaldi er helsta ástæða þess að reikningum er skilað seint, stundum samkeppnisástæður. ÁRSREIKNINGAR Stjórnvöld vilja herða viðurlög við því að skila ekki inn ársreikn- ingum eins og stjórnum félaga ber að gera innan ákveðins tíma. MARKAÐURINN/GVA Gengisbundnar skuldir heimilanna hafa tvöfaldast frá áramótum og námu 56 milljörðum króna í septemberlokað hluta aukningarinnar megi rekja til gengisbreytinga en jafnframt þess að almenningur hefur aukið við erlendar skuldir sínar að undanförnu, enda hafi gengisáhættan minnkað. Langstærsti hluti skulda heim- ilanna við bankakerfið er í formi verðtryggðra langtímalána, eða um 74 prósent af heildarskuldum. Þessar skuldir hafa hækkað tölu- vert vegna hárrar verðbólgu að undanförnu en jafnframt virðist sem lántaka hafi einnig aukist. Í nýbirtum tölum Seðlabankans kemur fram að skuldir heimila við bankakerfið hafa aukist um tæpan fjórðung frá áramótum og námu alls 670 milljörðum króna í lok september. - hhs Erlendar skuldir tvöfaldast Stórt rannsóknarverkefni HÍ Hvaða kraftur knýr útrásina? Fjárfestingafélagið Fons skoðar nú kaup á hlutabréfum í breska leiguflugfélaginu Astraeus sam- kvæmt heimildum Markaðarins og er niðurstöðu að vænta innan skamms. Eins og kunnugt er stóð til að FlyMe, sænska lággjalda- flugfélagið sem lengi vel var að stærstum hluta í eigu Fons, myndi kaupa rúman helmings- hlut í Astraeus fyrir um 770 milljónir króna eða sex milljónir punda. Kaupin gengu til baka en í staðinn samdi FlyMe um þurr- leigu á tveimur Boeing 737-700 frá Astraeus. Breska leiguflugfélagið er að fullu leyti í eigu stjórnenda þess og breska fjárfestingasjóðsins Aberdeen Murray Johnstone. Astraeus er með höfuðstöðvar á Gatwick og flýgur með átta hundruð þúsund farþega á ári til sinna áfangastaða, meðal annars til landa eins og Ghana og Sierra Leone í Vestur-Afríku. Velta félagsins á síðasta ári nam meira en ellefu milljörðum króna. - eþa Fons skoðar kaup í Astraeus FlyMe ætlaði sér helmingshlut í Astraeus en kaupin gengu til baka. Fons var þar til fyrir skömmu stærsti hluthafinn í FlyMe. Ekkert verður af fyrirhuguðum samruna heildsöluverslanakeðj- unnar Nisa og matvöruverslana- keðjunnar Costcutter þar sem Kaupþing, HSBC og Barclays, sem áttu að fjármagna samrun- ann, hafa dregið sig út úr samn- ingnum. Forsaga málsins er sú að hópur meðlima Nisa, sem er sameign- arfélag, fór þess á leit við bresk samkeppnisyfirvöld að þau skoð- uðu sérstaklega samstarf félag- anna. Það óvissuástand sem skap- aðist við það gerði það að verkum að bankarnir sáu sér þann kost vænstan að draga sig út úr samn- ingnum. Var það meðal annars gert á þeim forsendum að erfitt gæti reynst að selja lánið niður til annarra banka, auk þess sem óvissa ríkti um hversu lengi rann- sókn málsins gæti staðið yfir. Samkvæmt heimildum Markaðarins er enn mjög sterkt samband milli félaganna og ágæt- ar líkur á að viðræður verði tekn- ar upp að nýju. Kaupþing myndi þá líklega koma að samrunanum, enda á bankinn tuttugu prósenta hlut í Costcutter. - hhs Hætta við fjármögnun

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.