Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 10
 25. október 2006 MIÐVIKUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Áfallahjálparhóp- ur sem fyrirhugað er að setja á laggirnar hjá embætti Ríkislög- reglustjóra á að gegna því hlut- verki að aðstoða lögreglumenn vegna streitu sem þeir verða fyrir í starfi, að sögn Ólafs Arnar Bragasonar sálfræðings hjá emb- ættinu. Aðstoðinni er meðal ann- ars ætlað að koma í veg fyrir svo- kallaða kulnun í starfi, sem getur leitt til andlegrar örmögnunar hjá starfsmönnum, sem fyrir henni verða. Ólafur Örn starfar að undir- búningi kerfisbundinnar áfalla- hjálpar fyrir lögreglumenn, ásamt fulltrúum frá Lögregluskóla rík- isins og Landssambandi lögreglu- manna. Starfið er hafið að tilhlut- an dómsmálaráðuneytisins. Fréttablaðið hefur að undan- förnu greint frá ýmsum sláandi staðreyndum um þessa starfs- stétt, svo sem lágum lífaldri, nokkuð tíðum bótaskyldum slys- um í starfi og tíðni sjálfsvíga. „Afleiðingar kulnunar í starfi geta verið margvíslegar,“ segir Ólafur Örn. „Þær geta komið fram í fjölgun veikindadaga hjá starfsmanni, minnkandi þjón- ustulund og hverfandi ánægju við að veita þjónustuna til borg- aranna. Þær geta komið fram í því að afköst í vinnu verða lítil sem engin og snemmbúnum starfslokum.“ Ólafur Örn bendir á að upplifi fólk lítinn árangur af starfi sínu sé hættara við kulnun í starfi. Lög- reglumenn sjái mikið í starfi sínu sömu andlitin aftur og aftur. Þeir hitti fólk oft fyrir í þess versta ástandi. Þegar menn fari í streitu- vekjandi atburði og nái ekki að losa streituna, safnist hún smátt og smátt upp og geti valdið tilfinn- ingalegri örmögnun. Ýmsir við- bragðshópar séu útsettir fyrir þessari upplifun í starfi, svo sem slökkvilið, björgunarsveitir, sjúkra- flutningamenn og aðrir sem komi að á vettvangi og standi augliti til auglitis við hina ýmsu þolendur. „Úr þessu viljum við bæta með því að auka aðgengi að sér- fræðingum og koma á fót við- bragðsteymi áfalla,“ segir Ólafur Örn. Hann segir enn fremur að forvarnir séu grundvallaratriði í öllu þessu ferli. Þar megi nefna hreyfingu, mataræði og fræðslu. Fræðsluþátturinn sé á hendi Lögregluskólans. Að sögn Ólafs Arnar stefnir starfshópur Ríkis- lögreglustjóra á að skila tillögum sínum um fyrirkomulag áfalla- hjálparinnar til ráðuneytisins á þessu ári. jss@frettabladid.is Á VETTVANGI Ýmsir viðbragðshópar eru útsettir fyrir tilfinningalegri örmögnun í starfi svo sem slökkvilið, björgunarsveitir, sjúkraflutningamenn og aðrir sem koma að atburðum á vettvangi og standa augliti til auglitis við hina ýmsu þolendur. Lögreglumenn fá áfallahjálp Undirbúningur er hafinn að því að setja á fót hjá embætti Ríkislögreglustjóra áfallateymi sérfræð- inga. Markmiðið er að aðstoða lögreglumenn í kjölfar erfiðra verkefna.Dögg Pálsdóttir 4.í sætiðwww.dogg.isPrófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík, 27. og 28. október 2006 Ég vil efla stuðning við foreldra í foreldrahlutverki þeirra, m.a. á grund- velli sameiginlegrar forsjár. Kynntu þér áherslumál Daggar á www.dogg.is KOSNINGASKRIFSTOFA Laugavegi 170, 2. hæð opnunartími virka daga kl. 16-22 og um helgar frá kl. 12-18 dogg@dogg.is sími 517-8388 LÁTUM VERKIN TALA ����������������������� ����� �������������������������������������������������������������� ���������������������������������������������������������������������� ������������������������������������� �������������������������� ���������������� �������������������� ����������������������������������������������������������������������� ����������������������������������������������� ������������� VIÐSKIPTI Stjórn SPRON hefur boðað til stofnfjáreigendafundar á næstunni þar sem lagt verður til að hún fái heimild til að tvöfalda stofn- fé sparisjóðsins með sölu þess til núverandi stofnfjáreigenda. Upp- reiknað verðmæti stofnfjárins er um tíu milljarðar króna og fer því í 20 milljarða króna verði til- lagan samþykkt og heimildin nýtt að fullu. Talið er sennilegt að tillagan sé liður í því að hlutafélagavæða SPRON en aukningin myndi auka hlutfall stofnfjár af heildar eigin fé. Vonir standa til að hægt verði að ljúka við útboðið fyrir áramót þótt það liggi ekki fyrir hvað stefnt verði að mikilli aukningu veiti stofnfjáreigendur stjórn heimild. Frá vorinu 2005 hefur stofnfé sparisjóðsins verið meira en tólf- faldað, en í vor var nýtt stofnfé selt fyrir 5,5 milljarða króna. - hh/eþa Stefnt að meiri útgáfu stofnfjár í SPRON: Stofnfé aukið um 10 milljarða BRASILÍA, AP Brasilískur karlmað- ur, sem sakaður er um að hafa myrt 42 drengi og skorið kynfær- in undan sumum þeirra, játaði á mánudag að hafa banað einum 15 ára pilti. Verið er að rétta í máli manns- ins, sem er 41 árs gamall og starf- aði við að gera við reiðhjól. Hann var handtekinn eftir að lík tveggja ungra drengja fundust grafin í gólf kofa hans í fátækrahverfi Sao Jose do Ribamar árið 2004. Hann bar því við að kynferðis- legt ofbeldi sem hann sætti sem barn hefði orðið til þess að hann myrti piltinn. Réttarhöldin eru haldin á skemmtistað, þar sem réttarsalur Sao Jose do Ribamar er ekki nógu stór til að rúma ástvini drengjanna, sem skipta hundruðum. - smk Grunaður raðmorðingi: Játaði morð á 15 ára pilti SPRON Stofnfé Spron verður 20 milljarðar verði tillagan samþykkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.