Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 24
Nýr Ford Mustang, sem hefur
eldri árgerðir að fyrirmynd,
nýtur vinsælda víða um heim
og virðast Íslendingar hafa
hrifist með, eins og sjá má af
fjölda bíla hér á götum úti.
„Hönnun hins nýja Ford Mustang
þykir hafa heppnast gríðarlega
vel,“ segir Sigurbjörn Hjaltason,
söluráðgjafi Ford hjá Brimborg,
sem hefur umboð fyrir Mustang-
bíla á Íslandi.
„Bíllinn er mjög nútímalegur í
útliti þrátt fyrir að byggja á hönn-
un eldri árgerða, því allra besta
frá árunum 1966-70,“ heldur Sig-
urbjörn áfram. „Sérstaða bílsins
virðist einmitt felast í því til
hversu breiðs aldurshóps hann
höfðar. Menn á sextugsaldri
þekkja línurnar og eru jafn hrifnir
af honum og þeir yngri.“
Að sögn Sigurbjarnar hefur
hann fengið gríðarlega góðar við-
tökur í Bandaríkjunum. The Wall
Street Journal Magazine valdi bíl-
inn til að mynda bestu sportbíla-
kaup í Bandaríkjunum 2006 og
farið er lofsamlegum orðum um
hann í blaðinu Family Car, þar sem
fjöldi hestafla, aukið rými og
góðar bremsur eru meðal þess
sem honum eru talinn til tekna. Er
talað um að þar sé á ferð vandaður
sportbíll með mikla notkunar-
möguleika.
Íslendingar virðast ekki hafa
farið varhluta af æðinu þar sem
Mustang bílum hefur fjölgað tölu-
vert á götum úti að undanförnu.
Hjá Brimborg eru ýmsar útfærsl-
ur fáanlegar af bílnum og með
mismunandi aukabúnaði sem
gefur kaupendum möguleika á að
setja saman bíl eftir sínu höfði, að
sögn Sigurbjarnar. Þannig er hægt
að velja um V6 vél með 210 hest-
öflum og V8 vél með 300 hestöfl-
um, og beinskiptingu eða sjálf-
skiptingu. Er verð frá 3.170.000
kr.
Þessar vinsældir nýja Must-
ang-bílsins ættu ekki að koma á
óvart þar sem sigurganga bílsins
er að segja má samfelld. Fyrsti
bíllinn, hvítur blæjubíll með rauðu
innvolsi, var markaðssettur í
Bandaríkjunum árið 1964 og seld-
ist í milljón eintökum á um 18
mánuðum og setti þar með sölu-
met. Síðan þá hefur hann selst
mjög vel.
Auk þess sem Mustang var og
er tiltölulega ódýr miðað við gæði,
virtist eitt helsta aðdráttarafl hans
fólgið í miklu úrvali aukabúnaðs
sem gerði viðskiptavinum kleyft
að laga hann að eigin smekk. Ekki
skemmdi sportlegt útlit bílsins
fyrir, sem hefur síðan tekið
ákveðnum breytingum í tímans
rás.
Hvað sem öllum breytingum
kann síðan að líða má hins vegar
vera ljóst að hönnun bílsins er
klassísk, eins og sannast kannski
best af þeirri eftirspurn sem virð-
ist vera eftir Ford Mustang bílsins
nú, bíls sem sameinar það besta úr
bílum frá ólíkum tímaskeiðum.
roald@frettabladid.is
Mustang-bílar hafa verið til síðan 1964
og hafa notið mikilla vinsælda frá fyrstu
tíð.
Mustang-bílar eru eftirsóttir um allan
heim enda fallegur, hraðskeiður og
þægilegur í akstri.
Nýju lífi blásið í bílagoðsögn
Sigurbjörn er hæstánægður með við-
tökurnar sem bíllinn hefur hlotið. Þær
eru ekki að ástæðulausu þar sem hann
þykir hafa allt til að bera sem prýða á
góðan sportbíl, auk þess að búa yfir
miklu notagildi.
Bíllinn er ekki aðeins fallegur að utan heldur einnig innan, auk þess sem hann þykir
rúmgóður.
Nýi Mustang bíllinn þykir einstaklega flottur í útliti, en eldri árgerðir voru hafðar sem
fyrirmynd við hönnun hans.