Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 18
 25. október 2006 MIÐVIKUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Svona erum við > Fjöldi einstaklinga með einnefni eftir aldri Kosningar um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fara fram í nóv- ember og allt virðist stefna í að demókratar nái þar meirihluta. Kosið verður einnig um þriðjung sæta í öldungadeildinni, en þar virðist baráttan vera jafnari. Repúblikanar hafa nú meirihluta í báðum deildum. Hvernig er bandaríska þingið uppbyggt? Bandaríska þingið er í tveimur deildum, fulltrúadeild og öld- ungadeild. Fulltrúadeild skipa 435 atkvæðisbærir þingmenn og fjórir áheyrnarfulltrúar. Hver þeirra er fulltrúi kjördæmis og er kosinn til tveggja ára. Sætum í fulltrúadeild er skipt milli ríkja eftir mannfjölda, en hvert ríki á tvo öldunga- deildarþingmenn, óháð mannfjölda. Öldungadeildarþingmennirnir eru því 100 talsins og er kjörtímabil þeirra heil sex ár. Lög þurfa sam- þykki beggja deilda til að öðlast gildi. Þingið fundar í þinghúsinu á Capitol-hæð í höfuðborginni Washington. Frá og með 2006 er 109. löggjafarþing Bandaríkjanna í gangi. Hver er munurinn á deildunum? Deildirnar eru jafnar að nafninu til. Þó þarf samþykki öldungadeild- ar til að tilnefningar Bandaríkjaforseta í til dæmis ráðherra- eða dómarastöður taki gildi. Vantrauststillögur þurfa að fara í gegnum fulltrúadeild. Hvert er valdsvið þingsins? Allt löggjafarvald alríkisins er í höndum þingsins, samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. Vald þingsins takmark- ast líka af henni, því sumt er í höndum ríkjanna sjálfa eða fólksins í landinu. Þingið getur sett lög um al- og utanríkisviðskipti, breytt sköttum, skipulagt dómstólana, skipulagt heraflann og lýst yfir stríði auk annars. FBL-GREINING: BANDARÍSKA ÞINGIÐ Yfirburðastöðu repúblikana ógnað Heimild: Hagstofa Íslands Þess er nú minnst að 40 ár eru liðin frá því að Jóhann- es Nordal Seðlabankastjóri afhenti íslensku þjóðinni Skarðsbók postulasagna sem íslenskir bankar höfðu keypt á uppboði í Lundún- um. Skarðsbók var fyrsta skinnbókin sem endurheimt var til landsins. Skarðsbók varð fyrsta handritið sem Handritastofnun Íslands og nú Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fékk til varð- veislu og ber hún safnmarkið SÁM 1. Af þessu tilefni hefur stofnunin gefið út rit þar sem dr. Jóhannes segir frá hinum flókna og spenn- andi aðdraganda þess að handritið var keypt. Næstkomandi laugar- dag verður Skarðsbók komin á handritasýningu Árnastofnunar í Þjóðmenningarhúsi þar sem hún verður til sýnis með öðrum hand- ritum. Skarðsbók postulasagna Skarðsbók var líklega skrifuð í klaustrinu að Helgafelli fyrir Orm lögmann Snorrason á Skarði um 1360. Hún er safnrit eins og flestar hinna stærri skinnbóka og eru á hana skráðar ellefu postulasögur, upphaflega 95 blöð sem skrifuð voru af þremur mönnum. Ormur lögmaður gaf bókina kirkjunni á Skarði þar sem hennar er getið með eignum kirkjunnar allt til árs- ins 1827. Þá bregður svo við að bókin hverfur. Var það trú nor- rænna fræðimanna á þessum tíma að Skarðsbók væri með öllu glöt- uð. Sir Thomas Phillipps Árið 1891 skýrði Eiríkur Magnús- son í Cambridge frá því að hann hafi vorið 1890 séð íslenskt skinn- handrit í skrá um handritasafn Sir Thomas Phillipps sem við nánari eftirgrennslan reyndist vera Codex Scardensis eða Postulasögurnar frá Skarði. Phillipps þessi var sérvitringur sem talinn er hafa átt mesta hand- rita- og bókasafn sem nokkru sinni hefur verið dregið saman af einum manni. Hann arfleiddi dótturson sinn að handritasafni sínu sem gerði það að ævistarfi að selja handritin sem afi hans hafði safnað með mikilli fyrirhöfn. Eftir stríðið voru þau handrit sem eftir voru af Phillipps-safninu seld bræðrunum Lionel og Philip Robinson sem áttu bókaverslun í London. Þeirra á meðal var Skarðsbók. Bankamenn reyna handritakaup Haustið 1959 sat bankastjórn Landsbanka Íslands á rökstólum um hvernig mætti minnast 75 ára afmælis bankans með verðugum hætti. Bankastjórnin hafði spurnir af því að Skarðsbók væri í eigu bóksala í London og jafnvel til sölu. Sú hugmynd fæddist að minnast afmælis bankans með því að kaupa handritið og færa Háskólanum það að gjöf. Hófst nú eftirgrennslan hjá Robinson-bræðrum en þau svör fengust að þeir ætluðu sér ekki að selja handritið að svo komnu. Þeir bræður vildu ekki selja frá sér handritið öðruvísi en með uppboði enda erfitt að verðleggja svo gam- alt og fagurt verk. Uppboð var ekki á dagskrá bræðranna og áform um kaup bókarinnar því lögð til hliðar um sinn. Fyrsta, annað og þriðja Haustið 1965 bárust þær fréttir að til stæði að selja Skarðsbók á upp- boði hjá hinu fornfræga uppboðs- fyrirtæki Sotheby & Co. Strax var farið að íhuga hvort Seðlabankinn gæti skipulagt átak bankastofnana til að bjóða í Skarðsbók. Seðlabank- inn hafði á þessum árum undir höndum sjóð sem í voru lögð viður- lög sem innheimt voru af útgáfu innistæðulausra ávísana. Hug- myndin var sú að verulegur hluti kaupverðs handritsins gæti komið úr þessum sjóði, en afganginum yrði síðan skipt milli allra bank- anna í landinu. Ríkisstjórnin var höfð með í ráðum og haft var sam- band við formenn stjórnarand- stöðuflokkana. Það var einróma niðurstaða allra að vinna að málinu en jafnframt halda því leyndu fram yfir væntanlegt uppboð. Norskur fornbókasali, Torgrim Hannas að nafni, var fenginn til að mæta á uppboðið fyrir hönd íslensku bankanna. Einnig var samið við Hambros-banka í Lond- on um að senda fulltrúa á uppboðið til að greiða fyrir bókina og taka hana í sína vörslu. Þeim var svo greint frá því að þeim væri heimilt að greiða allt að 35 þúsund sterl- ingspund fyrir bókina. Þegar að uppboðinu kom var ljóst að mikill áhugi var fyrir hinu fagra íslenska handriti. Bæði Morgunblaðið og Vísir sendu blaða- menn til að fylgjast með uppboðinu og í frásögnum þeirra má lesa um hið rafmagnaða andrúmsloft sem var í salnum þennan dag. Útlegðinni lokið Síðasta boð átti Torgrim Hannas, 36.000 sterlingspund eða tæpar 42 milljónir að núvirði. Ljóst var að hurð hafði skollið nærri hælum því bandarískur handritasafnari hafði boðið á móti honum allan tíman. Hannas ætlaði sér ekki að bjóða hærra enda hafði hann ekki heim- ild til þess. Strax að uppboðinu loknu var hringt í Seðlabankann með þau tíðindi að tekist hefði að kaupa handritið og var þeim fregn- um fagnað af banka- og ráðamönn- um þjóðarinnar. Skarðsbók var á leiðinni heim eftir langa útlegð. Ómetanlegur fengur Einhverjum þykir Skarðsbók post- ulasagna kannski hafa verið dýru verði keypt. Það má þó ljóst vera að með framtaki íslenskra banka- manna var ómetanlegum menning- arfjársjóði íslensku þjóðarinnar tryggður veglegur sess innan um önnur stórvirki forfeðranna. Það verður seint fullþakkað. Skarðsbók slegin íslenskri þjóð Skarðsbók er gerð á þeim tíma þegar bókagerð stóð á sem hæstu stigi á Íslandi. Hún er í stóru broti og auðséð er að sá sem lét skrifa bókina hefur viljað hafa hana sem glæsilegasta í útliti. Letrið er með stærsta móti eftir því sem gerist í íslenskum handritum, kapítulafyrirsagnir skrifaðar með rauðu bleki en upphafsstafir eru dregnir með ýmsum litum. Eru litirnir fjölskrúðugri og með meiri blæbrigðum en í flestum öðrum íslenskum handritum. Upp- hafsstafir eru stærstir við upphaf hverrar sögu og eru myndir af postulunum þar fagurlega dregnar. Áður en handritið var sent til Íslands var gert við það. Viðgerðin fólst í því að slétta og styrkja einstök blöð eftir þörfum og festa þau hvert og eitt við kjalgeira úr sauðskinni, en til hlífðar voru ný, ljós sauðskinnsblöð sett á milli allra blaðanna. Bókin var síðan bundin í spjöld úr mahóní með kili úr hvítu svínsleðri og henni komið fyrir í kassa úr rósaviði fóðruðum að innan. „Í þessum umbúnaði fer vel um Skarðsbók, svo að nú ætti hún að geta varðveitzt öldum saman og óbornum kynslóðum til ánægju og metnaðar- auka,“ skrifar Ólafur Halldórsson, sérfræðingur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, um bókina þegar viðgerð hennar var lokið. Jóhannes Nordal, fyrrverandi Seðlabankastjóri, skrifaði mörgum árum síðar um reynslu sína þegar hann sá handritið fyrst og er til vitnis hversu tilkomumikið handritið er. „Á borðinu lá Skarðsbók okkur til sýnis í hinu lausa pappírsbandi sem Sir Thomas Phillipps hafði látið vinnuhjú sín sauma og ganga frá eftir sinni fyrirsögn. Þótt umbúnaðurinn væri fátæklegur, var handritið að mestu í góðu ástandi og heillandi að líta hinar glæsilegu síður þess í fyrsta sinn.“ Skarðsbók postulasagna Ísland braut- ryðjandi SPURT & SVARAÐ TETRA-FJARSKIPTAKERFIÐ LISTAVERK MIÐALDA Upphafsstafir eru stærstir við upphaf hverrar sögu, og eru myndir af postulunum þar fagur- lega dregnar. SKARÐSBÓK Bókin var upphaflega 95 síður að lengd en á löngu ferðalagi fækkaði þeim um eina. Þegar bókin var keypt voru öll blöðin stök og illa farin. Björn Bjarna- son, dóms-og kirkjumálaráð- herra, var einn þriggja ráðherra sem á föstudag komst að sam- komulagi um að stofnað verði nýtt fjarskipta- fyrirtæki, Öryggisfjarskipti ehf., sem á að byggja upp og reka fullkomið fjarskiptakerfi, Tetra-fjarskiptakerfið, sem notað verður við öryggis- og neyðarþjónustu á öllu landinu. Hvað er Tetra-fjarskiptakerfið? Staf- rænt fjarskiptakerfi sem er sérstaklega gert fyrir neyðar- og öryggisþjónustu, það er langdrægt hóptalkerfi, sími og gagnaflutningakerfi. Af hverju er mikilvægt að koma kerfinu upp? Ísland er brautryðjandi í að nota slíkt kerfi á jafn víðtækan hátt og nú verður gert, upplýsingar berast hratt og vel og stjórnun og samhæfing verður markviss. Unnt er að ferilvakta öll farartæki og mannafla, sem eru að störfum, sem styttir viðbragðstíma. Hverju breytir kerfið? Á næstunni verður sendum fjölgað, svo að næsta vor er gert ráð fyrir, að kerfið nái til landsins alls. Með því verður einfaldlega bylting í fjarskiptum vegna öryggis- og neyðarþjónustu. FRÉTTASKÝRING SVAVAR HÁVARÐSSON svavar@frettabladid.is BJÖRN BJARNASON Dóms- og kirkju- málaráðherra. 0–9 ára 40–49 ára 80 ára og eldri 8.478 21.479 7.117 Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is www.utflutningsrad.is Markaðsnefnd um íslenska hestinn auglýsir eftir umsóknum um styrki til markaðstengdra verkefna erlendis. Nefndin starfar á vegum landbúnaðarráðuneytisins en Útflutningsráð Íslands fer með daglega umsýslu nefndarinnar. Markmið með starfi nefndarinnar eru: · að auka útflutningsverðmæti hrossa.· að auka verðmæti framleiðsluvara sem tengjast íslenska hestinum. · að auka hlutfall ferðamanna sem nýta sér hestatengda ferðaþjónustu. Til að ná þessum markmiðum hefur nefndin til ráðstöfunar fjármagn til styrkja. Megináhersla er lögð á styrkveitingar til útgáfu- og kynningarmála, markaðssetningar og annarra verkefna sem styðja við hrossaræktendur, framleiðendur og ferðaaðila sem heildstæða atvinnugrein. Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og samtök. Ekki eru veittir styrkir til fjárfestinga. Umsóknarfrestur er til 13. nóvember nk. Ítarlegar upplýsingar um úthlutunarreglur nefndarinnar og umsóknareyðublöð er að finna á vefsíðu Útflutningsráðs Íslands www.utflutningsrad.is. Markaðsnefnd um íslenska hestinn Styrkumsókn P IP A R • S ÍA • 6 05 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.