Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 68
 25. október 2006 MIÐVIKUDAGUR28 Lauganesbúar í Reykja- vík og nágrannar geta skellt sér á gospelsöng í kvöld í kirkjunni í Laug- arnesi. Þar leiða saman hesta sína Fríkirkjukór- inn í Hafnarfirði og Kirkjukór Laugarnes- kirkju. Fríkirkjukórinn hélt svipaða tónleika í fyrra í Hafnarfirði. Tók- ust þeir með allra besta móti og nutu flytjendur og áheyr- endur stundarinnar til hins ýtrasta. Því ákváðu kórfélagar að hefja útrás, eins og tíðkast svo mjög um þessar mundir, til Reykjavíkur og fá með sér félaga í Kirkjukór Laug- arneskirkju. Alls munu því um 60 manns syngja þessa yndislegu tón- list þar sem hryn og þéttur hljómur haldast hönd í hönd. Ekki eru kórarnir einir á ferð því hljómsveit, skipuð þeim Gunnari Hrafns- syni á bassa, Gunnari Gunnarssyni á hljóm- borð, Skarphéðni Hjart- arsyni á hljómborð, Þorvaldi Þorvaldssyni á trommur og Erni Arn- arssyni á gítar, leikur með. Ein- söngvarar á tónleikunum verða Þor- valdur Halldórsson og Esther Jökulsdóttir. Stjórnendur eru Gunn- ar Gunnarsson og Örn Arnarson. Miðasala er hjá kórfélögum og við innganginn. Miðaverð er 1.500 kr. - pbb Gospel í Laugarnesi Þórunn Anspach og Olivier Brement halda fyrirlestur í kvöld í gamla upptökusal ríkissjónvarpsins á Lauga- vegi 176. Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Kvik- myndaskóla Íslands. Þau hjón eru með reyndustu ein- staklingum í Evrópu í framleiðslu sjónvarpsefnis og er fyrirlestur þeirra því hvalreki fyrir alla áhugamenn um þann erfiða geira myndiðnaðar. Hefst fyrirlesturinn kl. 20. Hjónin Þórunn Anspach og Oli- vier Brémond ákváðu fyrir fáum árum að setjast að á Íslandi eftir að hafa búið í París í langan aldur. Þar unnu þau við framleiðslu og dreifingu sjónvarpsefni og ráku kraftmikið fyrirtæki, Marathon International. Þau söðluðu um og hafa nú selt það og eru komin í verslunarrekstur á Laugavegin- um í Reykjavík. Vöxturinn í Marathon var feiki- hraður: Olivier framleiddi yfir 2.000 sjónvarpsprógröm og þar með talinn lengsta evrópska fram- haldsmyndaflokkinn St-Tropes, fjölmarga aðra framhaldsmynda- flokka, þar á meðal enska þætti í samframleiðslu við Kanada eins og verðlaunaþættina 15 LOVE. Hann framleiddi hundruð heim- ildamyndaþátta með fjölmörgum sjónvarpsstöðvum, má þar nefna Discovery, National Geographic, Animal Planet, og heimildamyndir fyrir börn, nokkrar seríur af teiknimyndum, til dæmis Santa Claus seríuna, Marsupilami (Gorm) og Totally Spies. Þórunn sá um markaðssetningu og alþjóðatengsl. Marathon dreifði yfir þúsundum klukku- stunda af dagskrárefni á yfir 200 sjónvarpsrásir í Evrópu, Amer- íku, suður og norður, Asíu og Eyja- álfu. Marathon er stærsta fram- leiðslufyrirtækið í Frakklandi og einn helsti dreifingaraðilinn í Evr- ópu. Þórunn og Olivier seldu fyrir- tækið 2006. Þórunn og Olivier ætla að skýra nemendum, leiðbeinendum og gestum Kvikmyndaskólans frá reynslu sinni á sviði framleiðslu og dreifingar og sýna myndabrot þegar það á við. Fyrirlestur þeirra mun fara fram á ensku og aðgang- ur er ókeypis. -pbb Framleiðsla og dreifing sjónvarpsefnis kynnt ÞÓRUNN ANSPACH Stödd í verslun þeirra hjóna í miðborg Reykjavíkur, Kisunni. Í kvöld halda þau hjón fyrirlestur um framleiðslu og dreifingu sjónvarpsefnis. Dauði ljóðsins er bull og það hyggjast þeir Bjartsmenn sanna í kvöld með ljóðaupplestri á Næsta bar í Ingólfsstræti. Þau hjá Bjarti eru enda nýbúin að gefa út þrjár ljóðabækur og hrósa sér í fréttatilkynningum fyrir ljóðaflóð mánaðarins. Hefst lest- urinn í kvöld kl. 20 undir styrkri stjórn hinnar kunnu útvarpsraddar Eiríks Guðmundssonar. Fyrstur lesara er Ingunn Snæ- dal sem les úr verðlaunabók sinni Guðlausir menn – hugleiðingum um jökulvatn og ást. Ingunn fékk verðlaun kennd við Tómas Guð- mundsson skáld fyrir skömmu. Annar verðlaunaþegi, Óskar Árni Óskarsson sem þáði Ljóðstaf Kópavogsbúa fyrr á árinu, gaf líka út ljóðabók á dögunum: Loftskip. Hann les þarna líka upphátt. Þá verður lesið úr nýju ljóðasafni Vésteins Lúðvíkssonar, Sumir láta eins og holdið eigi sér takmörk, en Vésreinn hefur gefið út ljóðabæk- ur á forlagi Bjarts sem eru ekki tíðindaminni en skáldsögur hans sem allt varð vitlaust út af hér á landi í fyrndinni. Vésteinn er fjarri, býr í Asís- löndum, svo leynigestur les úr verkum hans. Þá les Steinar Bragi úr ljóðum sínum en hann hefur nýlega geng- ið frá nýrri skáldsögu í prentun. Samkoma Bjartsmanna hefst á hinum kunna bar kl. 20. -pbb Bjartsmenn boða ljóðasókn INGUNN SNÆDAL ÁSAMT BORGARSTJÓRA VILHJÁLMI Þ. VILHJÁLMSSYNI Er hún tók við verðlaunum úr minningarsjóði Tómasar Guð- mundssonar. ÓSKAR ÁRNI OSKARSSON Les úr nýrri bók sinni, Loftskipum. EIRÍKUR GUÐMUNDSSON Rithöfundur og umsjónarmaður Víðsjár á Rás 1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.