Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 32
MARKAÐURINN 25. OKTÓBER 2006 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá áramótum Actavis -2% 35% Alfesca -1% 21% Atlantic Petroleum -9% 39% Atorka Group 0% 1% Avion Group 9% -25% Bakkavör -1% 15% Dagsbrún -1% -16% FL Group 3% 26% Glitnir 8% 36% KB banki -2% 16% Landsbankinn -2% 8% Marel -1% 24% Mosaic Fashions 3% -7% Straumur 0% 9% Össur 2% 11% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn Sund ehf. hagnaðist um 5.471 milljónir króna í fyrra sem var 67 prósenta aukning frá árinu 2004 þegar hagnaður félagsins var tæpir 3,3 milljarðar. Arðsemi eigin fjár var meiri en hundrað prósent. Félagið er eitt umsvifamesta fjárfestingafélag landsins en meðal helstu eignarhluta þess eru hlutbréf í Blátjörn, stærsta hlut- hafanum í Tryggingamiðstöðinni, Fjárfestingafélaginu Gretti, Landsbankanum, Straumi- Burðarási og Kaupþingi. Heildareignir Sunds voru um 22,3 milljarðar króna í árslok, þar af voru fjárfestingarverð- bréf 14,5 milljarðar. Jukust eignir Sunds um 157 prósent á milli ára. Eigið fé félagsins stóð í tæpum 10,5 milljörðum króna og var eiginfjárhlutfall því um 47 prósent. Sund naut góðs af hagstæðum skilyrðum á verðbréfamörkuð- um en söluhagnaður af verð- bréfum nam rúmum 4,4 millj- örðum. Þrír hluthafar eiga Sund að öllu leyti: Gunnþórunn Jónsdóttir, Jón Kristjánsson og Gabríela Kristjánsdóttir, öll með þriðjungshlut. - eþa MEÐAL STÆRSTU HLUTHAFA Í TM Sund skilaði 5,5 milljarða hagnaði í fyrra. Félagið er í eigu þriggja einstaklinga. Sund jók hagnað um 67 prósent Arðsemi eigin fjár yfir eitt hundrað prósent. Matthías Páll Imsland, stjórnar- formaður norrænu ferðaskrif- stofukeðjunnar Ticket, segir að mikil tækifæri liggi í því að stækka Ticket. Á næstunni verði tilkynnt um kaup á stórri ferða- skrifstofu sem feli í sér mikil samlegðaráhrif og þýði að öllu óbreyttu að bæði velta og hagn- aður á næsta ári muni aukast. „Aðaláhersla Ticket er að vaxa í Noregi og Svíþjóð og Danmörk er innan seilingar. Við viljum verða leiðandi afl á Norðurlöndum.“ Ticket jók hagnað eftir skatta um 77 prósent á fyrstu níu mán- uðum ársins samanborið við árið 2005. Alls nam hagnaður félags- ins 186 milljónum króna og er þetta besta tímabil í sögu Ticket. Velta félagsins er um 35 millj- arðar króna á ári og kemur 75 prósent sölunnar frá rekstrinum í Svíþjóð. Matthías Páll segir að innkoma Fons, sem á 28 prósent í Ticket, hafi valdið því að félagið sé orðið djarfara og skili betri rekstrarár- angri. „Við sáum til dæmis að við gátum fært fram okkar þekkingu hvað varðaði samninga við bíla- leigur og flugfélög.“ - eþa Styttist í stór kaup hjá Ticket Hagnaður jókst um 77 prósent á milli ára. Atorka Group hefur tilkynnt til Kauphallarinnar í Lundúnum að félagið eigi nú 14,1 prósenta hlut í Amiad Filtration Systems. Áður var hlutur Atorku um 12,4 pró- sent. Eignarhlutur Atorku í Amiad er metinn á 450 milljónir króna. Amiad er fyrirtæki í miklum vexti sem framleiðir og dreifir vatnshreinsibúnaði og hefur höfuð- stöðvar í Ísrael. Atorka hefur einn- ig bundið fjármuni í iðnaðarfyrir- tækjunum Interbulk, NWF Group og Romaq Holding sem eru skráð í Lundúnum. - eþa Atorka kaupir í Amiad Óli Kristján Ármannsson skrifar Lítil velta kann að þýða að kólnun á fasteignamark- aði sé dulin að mati sérfræðinga. Mælingin er ekki talin munu hafa teljandi áhrif á mat Seðlabankans á efnahagshorfum fyrir stýrivaxtaákvörðun hans um mánaðamótin. Fasteignamat ríkisins birti fyrir helgi vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu fyrir september- mánuð. Þar kom fram að hún hafði hækkað um 0,7 prósent frá fyrra mánuði á sama tíma og spáð hafði verði hóflegri lækkun í það minnsta. Gildi vísitölu íbúðaverðs hefur aldrei mælst hærra en nú í september og hefur hækkað um tæp 57 prósent síðan í ágúst 2004. Greiningardeild Kaupþings segir að þótt lítil velta síðustu mánaða endurspegli dræma eftirspurn á fasteignamark- aði hafi íbúðaverðslækkanir ekki fylgt í kjölfarið. „Hluti af skýringunni gæti verið að um þessar mundir seljist einkum vænlegri eignir og betur staðsettar á meðan lélegri íbúðir lendi frekar í sölu- tregðu,“ segir Þórhallur Ásbjörnsson, sérfræðingur á greiningardeild Kaupþings. Hann segir því ekki ólíklegt að mælingin skekkist að þessu marki og að hækkun íbúðaverðs sé ofmetin. „En miðað við hvað veltan var róleg kemur dálítið á óvart að ekki hafi orðið verðlækkun líkt og oft hefur sést áður þegar velta hefur verið lítil á fasteignamarkaði,“ segir hann, en bætir um leið við að von gæti verið á ein- hverri lækkun þegar sala hrekkur í gang og lækkun á íbúðum sem hafa verið lengi í sölu tekur að telja. „Á hinn bóginn er því ekki að neita að fyrst íbúða- verð er ekki að lækka að nafnvirði þá er maður kannski aðeins bjartsýnni á framhaldið, það er að ekki sé einhver gríðarleg lækkun framundan.“ Þórhallur gerir ekki ráð fyrir því að íbúðaverðsvísi- talan hafi mikil áhrif á væntanlega vaxtaákvörðun Seðlabankans sem horfi til fleiri þátta. „Okkur finnst langlíklegast að Seðlabankinn haldi í horfinu og stýrivextir verði óbreyttir.“ Gunnar Árnason, sérfræðingur efnahagsmála hjá SPV, tekur í sama streng og gerir ráð fyrir því að Seðlabankinn láti nú af hækkunum stýrivaxta. Sömuleiðis segir hann líklegt að á næsta ári eigi eftir að koma fram einhver lækkun á íbúðaverði, enda ráði í þessum efnum lögmál framboðs og eftir- spurnar. „Það á eftir að koma dálítil framboðsskefla enda mikið af nýjum íbúðum í pípunum. Menn hafa náð að fresta einhverju, það er látið vera að byrja á verkefnum, en væntanlega haldið áfram með verkefni í gangi og hálfkláruðum húsum lokað. Þess vegna finnst mér líklegt að búast megi við einhverjum verðlækkunum á næsta ári.“ NÝBYGGING VIÐ SÓLTÚN Í REYKJAVÍK Sérfræðingar telja að einhver lækkun fasteignaverðs eigi eftir að koma fram á næsta ári. Bæði sé mikið framboð af nýju húsnæði og eins kunni verð að lækka á eignum sem lengi hafa verið í sölu. Markaðurinn/GVA Kólnunin kann að vera dulin á fasteignamarkaði Vísitala fasteignaverðs hefur hækkað milli mánaða. Lítil velta kann að þýða að verðmyndin skekkist og lækkanir komi fram síðar. Ólíklegt er að mælingin hafi áhrif á Seðlabankann. Kaupþing er enn stærsta fyr- irtæki landsins samkvæmt nýút- kominni samantekt Frjálsrar verslunar á 300 stærstu fyrirtækjum landsins á síðasta ári. Landsbankinn færist hins vegar úr fimmta sæti í annað og í þriðja sæti er svo Avion Group. Icelandic Group er í fjórða sæti og fimmta stærsta fyr- irtæki landsins er svo Bakkavör Group og stekkur í það sæti úr því 16. árið áður. „Þetta er sko enginn fjórblöð- ungur,“ segir Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, glað- beittur, enda ritið hið veglegasta, 232 síður í bókarformi og hafsjór upplýsinga. Í ritinu má þannig sjá að mestan hagnað fyrir skatta hafi Kaupþing verið með og að mesta tapið hafi verið hjá Íslenskri erfðagreiningu. Stærsti vinnuveitandinn er svo Bakkavör Group. Þá má í 300 stærstu sjá hvar hæstu launin voru greidd í fyrra, miðað við árslaun í milljónum króna. Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga greiðir mest, 13,2 milljónir, Straumur- Burðarás kemur þar á eftir með 11 milljónir og Eik fasteignafé- lag í þriðja sæti með 10,2 millj- ónir króna. - óká Kaupþing enn stærst Fjárfestingafélag í eigu Kristins Björnssonar, Magnúsar Kristinssonar og Þórðar Más Jóhannessonar hefur tekið til starfa. Eigið fé félagsins er um 35 milljarðar króna, samkvæmt upp- lýsingum Markaðarins, en helstu eignir þess eru hlutabréf í FL Group og Kaupþingi sem Kristinn og Magnús fengu í skiptum fyrir bréf sín í Straumi-Burðarási. Til að byrja með verður félagið staðsett í Kauphallarhúsinu við Laugaveg 182 og fara Þórður Már og Aðalsteinn Jónasson, fyrrver- andi forstöðumaður lögfræðisviðs Straums, fyrir starfseminni. - eþa Straumsmenn til starfa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.