Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 66
 25. október 2006 MIÐVIKUDAGUR26 menning@frettabladid.is Tvö kunnustu ballbönd landsins hafa tilkynnt að þau spili á einu og sama gigginu í Kaupmannahöfn á næsta ári. Þetta eru Sálin og Stuð- menn og er þetta í fyrsta sinn sem hljómsveitirnar troða upp saman á dansleik. Ballið verður í Cirkusbygning- en síðasta vetrardag, þann 18. apríl 2007. Hljómsveitirnar leika til skiptis undir borðhaldi frá kl. 19.30-22.00 og síðan fyrir dansi á sama stað frá kl. 23.00-02.00. Cirkusbygningen er í miðborg Kaupmannahafnar, en íslenskt fyrirtæki stendur fyrir tiltækinu, Hótelbókanir í Kaupmannahöfn, www.kaupmannahofn.dk. Segir í fréttatilkynningu fyrirtækisins að umgjörð verði afar vönduð enda ekki á hverjum degi sem þessar stórsveitir komi saman. Alls tekur húsið á móti 1.150 manns, þ.e. 850 í mat. Uppselt var á tónleika Sálarinnar í Kaup- mannahöfn 5. nóvember í fyrra og sömuleiðis á tónleika Stuðmanna í Tívolí í september 2003. Ballbönd í Höfn > Dustaðu rykið af plötum Sykurmolanna en í dag kl. 10 hefst sala á miðum á tuttugu ára afmælistónleika þeirra sem verða í Höll- inni þann 17. nóvember. FL Group hefur ákveðið að styðja myndarlega við bakið á Sykurmolunum af þessu tilefni. Miða- sala er í verslunum Skífunnar, Kringlunni og Smáralind, BT Akureyri, Selfossi og Egilsstöðum og á Midi.is. Miðaverð á tónleikana er 5.000 krónur, að viðbættu 350 kr. miðagjaldi söluaðila, í stæði og 6.500 krónur (að viðbættu 440 kr miðagjaldi) í stúku. Aldurstakmark á tónleikana er 18 ár, nema í fylgd fullorðinna. Ólafur Gunnar Gunn- laugsson, myndlist- armaður og rithöf- undur, heldur áfram bálki sínum um þann vinalega búálf, Bene- dikt. Hjá Máli og menningu er komin út ný bók um Bene- dikt, Svarta nornin. Þetta er sjöunda sagan í bálknum um Benedikt, en Ólafur semur bæði texta og gerir myndheim bók- anna. Hafa þær átt miklum vinsældum að fagna hjá ungum krökkum, bæði sem lesefni foreldra fyrir ólæs börn og til lestrar fyrir krakka sem eru komnir vel af stað í lestri sjálfir. Sagan er svo kynnt: Þegar Bene- dikt búálfur rekst á dularfullan pakka í póstinum hjá Dídí ákveður hann strax að fara með hann til Álfheima og opna hann þar. En það sem leynist í pakk- anum er hættulegra en Benedikt hafði grunað. Bókin er 40 bls. og er leiðbeinandi verð 2.690 kr. Mál og menning gefur hana út, sem og fyrri bækur Ólafs. Ný saga um Benedikt Kl. 20.00 Í kvöld verður fræðsludeild Þjóð- leikhússins með kynningarfund um leiklistarmeðferð í gamla Hæstaréttar- húsinu við Lindargötu í Reykjavík. Sigríður Birna Valdimarsdóttir er sérfræðingur á því sviði, en á erlendum málum er hennar fag kallað Drama Therapy. Hún hefur kennt í Hagaskóla undanfarin ár og látið börn leika. Meðferð sem þessi er víða notuð til að bæta félagslega hegðun og gera þeim kleift að koma fram sem eru innilokaðir. Erindið er öllum áhugamönnum opið. Tónlistardagar Dómkirkj- unnar hafa í aldarfjórðung lífgað upp á haustið. Til þeirra er stofnað til að halda upp á vígsluafmæli kirkjunnar og standa þeir frá síðustu helginni í október og fram í miðjan nóvember. Í ár er viðhöfnin stærri því liðin eru 210 ár frá því að Dómkirkjan í kvosinni var vígð. Eiginlegir upphafstónleikar Tón- listardaga verða föstudaginn 3. nóvember en þá mun Dómkórinn frumflytja ný tónverk sem samin hafa verið sérstaklega fyrir kórinn í tilefni af Tónlistardögunum. Tónlistardagskráin í Dómkirkj- unni hefst fyrr; strax annað kvöld hefst dagskráin með því að unglingakór Dómkirkjunnar undir stjórn Kristínar Valsdóttur heldur tónleika og hefjast þeir klukkan 20. Þá verður afmælis Dómkirkj- unnar minnst með samfelldum tónlistarflutningi í kirkjunni frá kl. 11 til 17 laugardaginn kemur. Þann dag verður opið hús í kirkjunni þar sem fólki gefst tækifæri til að líta inn hvenær sem er dagsins og hlýða á tónlist. Þá koma fram Anna Sigríður Helgadóttir messósópran, Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, Kirkjukór Neskirkju sem stjórnað er af Steingrími Þórhallssyni, ungir listamenn úr Tónlistarskólanum í Reykjavík, Dómkórinn og Marteinn H. Friðriks- son. Markmið Tónlistardaganna er að efla og kynna tónlist sem samin er guði til dýrðar og mönnum til andlegrar upplyftingar. Árlega er leitað til tónskálda og þau fengin til að semja verk fyrir Dómkórinn og aðra flytjendur sem síðan hafa verið frumflutt á Tónlistardögum kirkjunnar. Frá því fyrst var efnt til Tónlistar- daga Dómkirkjunnar, árið 1982, hafa hátt í þrjátíu tónskáld samið verk fyrir Tónlistardagana. Þeirra á meðal eru öll helstu núlifandi tón- skáld Íslands auk nokkurra erlendra tónskálda. Í ár var leitað til tónskálda sem áður hafa samið tónverk fyrir Tónlistardaga og sem búsett eru á landinu. Voru þau beðin um að semja sálm eða stutt kórlag fyrir Dómkórinn. Mörg falleg lög bárust og verða þau frumflutt á tónleikum í Dómkirkjunni föstudaginn 3. nóv- ember kl. 20. Tónskáldin sem eiga ný verk á þessum tónleikum eru: Þorkell Sigurbjörnsson, Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson, Jónas Tómas- son, Jón Ásgeirsson, Mist Þorkels- dóttir, Tryggvi M. Baldursson og Jórunn Viðar. Að auki eru á efnisskránni verk eftir Jón Nordal, Jón Þórarinsson, Harald Sveinbjörnsson og Hjálmar H. Ragnarsson. Auk Dómkórsins eru flytjendur stjórnandi kórsins, Marteinn H. Friðriksson, sem leikur á orgel, og Sesselja Kristjánsdóttir messósópran. Lokatónleikar Tónlistardaga verða í Hallgrímskirkju laugardag- inn 12. nóvember kl. 17. Þá mun Dómkórinn flytja tónverkið „Missa choralis“ eftir Franz Liszt. Til að takast á við þetta verk hefur kórinn bætt við sig söngfólki og munu í þetta skipti áttatíu söngvarar syngja tónverkið. Messan, sem er eitt af síðustum tónverkum tón- skáldsins, var samin í Vatíkaninu í Róm í síðrómantískum stíl. Fimm einsöngvarar taka þátt í flutningn- um, þau Marta Guðrún Halldórs- dóttir, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson, Bergþór Pálsson og Davíð Ólafsson. Lenka Mátéová leikur á orgel og stjórn- andi er Marteinn H. Friksson. Á tónleikunum mun Dómkórinn einn- ig syngja mótettur eftir Palestrina og Bruckner. - pbb Tónlistin í Dómkirkjunni DÓMKÓRINN Í REYKJAVÍK HELDUR UPP Á TÓNLISTARDAGA Í DÓMKIRKJUNNI Í 25. SKIPTIÐ Kórinn hefur að vanda pantað verk frá íslenskum tónskáldum en sjö ný verk verða flutt á tónlistardögunum næstu daga. ! Stuttmyndin Slavek The Shit í leikstjórn Gríms Hákonarsonar hlaut verðlaun á Kvikmyndahátíðinni í Chicago sem lauk sl. föstudag. Myndin hlaut Silver Hugo verð- launin en bandaríska stuttmyndin Forgetting Betty í leikstjórn James Anderson og Robert Postrozny hlaut Golden Hugo verðlaunin. Kvikmyndahátíðin í Chicago er mjög virt hátíð, stofnuð 1965, en hún er jafnframt ein elsta kvikmyndahátíðin í Norður-Ameríku. Önnur íslensk mynd, Blóðbönd, var á meðal mynda í einni af keppnisdagskrám hátíð- arinnar, „First & Second Feature Competit- ion“ en leikstjóri myndarinnar, Árni Ólafur Ásgeirsson, var gestur hátíðarinnar. Slavek the Shit hóf sigurgöngu sína á Kvikmyndahátíðinni í Cannes 2005 þar sem hún var valin í „Cinefoundation“ dagskrána, síðan þá hefur hún verið valin í dagskrár kvikmyndahátíða um allan heim og hlotið fjölda verðlauna. Sigurganga Slaveks GRÍMUR HÁKONARSON Hefur átt velgengni að fagna með stuttmynd sína. Í kvöld verða tónleikar í Salnum í Kópavogi í Tíbrár-flokknum. Það eru þau Sigurður Halldórsson selló- leikari, Pamela de Sensi flautu- leikari og Daníel Þorsteinsson píanóleikari sem standa á sviðinu. Verkin sem þau ráðast í að flytja eru öll af suðrænum toga: Villa- Lobos, Piazzola og Ginastera. Öll þessi tónskáld sóttu sér inn- blástur í þjóðlega tónlist sam- félagsins sem skóp þau en við bættist að þau voru verseruð í tískustraumum tónlistarmanna samtíðar sinnar og kunnu margt fyrir sér. Sigurður segir að alþjóð- legir vindar blási um skrána: Seríalismi, aleatorískir ryþmar, nýklassík og endurunnin barokk- form. Þessi þrjú hafa öll starfað um árabil að tónlistarflutningi: Sigurður hefur starfað sem einleikari og tón- listarmaður auk kennslu í tvo ára- tugi og verið harla seigur að koma verkefnum af stað. Hann hefur verið í Caput frá stofnun, sá um 15.15 tónleikaröðina í Borgarleik- húsi, vinnur með Voces Thules og nú er hann listrænn stjórnandi Sumartónleika í Skálholti. Þeir Daníel hafa leikið saman meira og minna allt sem skrifað hefur verið fyrir selló og píanó og er þá ekki allt talið sem Sigurður hefur lagt til málanna í tónlist. Daníel hefur verið að síðan hann lauk námi árið 1993. Hann hefur leikið með ýmsum tónlistarmönn- um, unnið í leikhúsi og verið með Caput um langt skeið. Þá hefur hann verið einleikari með Sinfón- íunni fyrir norðan en þar er hann búsettur. Besti hlutinn í tríói þessu er Pamela sem hér hefur búið frá 2003. Hún lauk prófi 1998 og starfaði með ýmsum hópum á Ítalíu um fimm ára skeið. Hún hlaut ýmsar viðurkenn- ingar og hefur víða komið fram sem einleikari og í ýmsum hópum. Hún er í hópnum Horus Enseble og tríó- inu sem kennt er við Sjerasade. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20. - pbb Seiðandi taktar í Salnum SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS 99,99% hreinlæti Fjögra þrepa hreinsun á lofti Engir ryksugupokar Hepa 12 loftsía Fjórföld síun á lofti skilar því tandurhreinu út í andrúmsloftið Vatni með óhreinindum hellt úr fötunni DS 5500 � Afl: 1400 W SALURINN Það er suðrænn hiti í verkum kvöldsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.