Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 43
MARKAÐURINN 13MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 Ég er búinn að stafla upp í Glitni að undanförnu með góðum árangri. Bankinn hefur verið að taka við sér undanfarin misseri, eftir að forstjórinn gat farið að einbeita sér að öðru en að passa bakið á sér. Glitnir hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu. Tekið stærstu dílanna og nýtur kjölfestuhluthafa í stórum verk- efnum. Fyrirtækjasviðið hefur verið að koma í ljós og svo virðist þetta offshore dæmi sem enginn skilur, einmitt hafa þann kost að enginn skilur það og þeir þurfa því ekki að vera að atast í jafn mikilli samkeppni á því svæði fyrir vikið. Sniðugt hjá þeim. Hitt sem ég er að veðja á er að stórir hluthafar bankans sitja á óleystu vandamáli sem er eignin í Straumi - Burðaráss. Flestir á markaði eru á því að til einhvers konar uppgjörs muni koma. Líklegast verði upp- skipti á eignum og Straumur sigli inn í FL Group, Glitni og Landsbankann. Aðrir segja að Kalli Werners muni taka hlut í Straumi. Þar leggja menn til grundvallar að Karl hefur unnið með Björgólfi Thor í Actavis og getur hugsanlega leyst hluti með Björgólfi sem hinir geta ekki. Hinn möguleikinn er að Karl kaupi ásamt fleirum Björgólf út úr Straumi og þar með verði eignarhaldið svipað og á Glitni. Kannski að nýtt fjárfestingar- félag undir stjórn fyrrverandi forstjóra Straums kæmi aftur að málum. Hver veit! Ég skal ekki segja hver verð- ur niðurstaðan. Mér finnst ein- hvers konar uppgjör óumflýj- anlegt, en það skiptir ekki öllu máli. Líklegt er að spenna muni skapast um fyrirtækið og það hefur áhrif á gengi bréfa. Mér finnst því góður möguleiki á að maður geti hagnast á þessu svæði vegna átaka og spennu. Mér er í sjálfu sér sama hver er ástæða þess að ég græði. Annars hef ég varann á mér. Ég er ekki viss um að markaður- inn eigi mikið inni í bili. Krónan er orðinn sterkari en innistæða er fyrir til lengdar og eignir í útlöndum gefa ágætlega af sér. Ég hef verið að bæta verulega við erlenda stöðu síðan í fyrra. Gerði smá hlé þegar krónan féll. Gamla reglan um eggin og körfuna er í fullu gildi og ég ætla ekki að fara á skjálfta- vaktina þótt krónan falli. Þegar grynnkar í einum vasanum, þá er gott að hafa annan sem fyllist hraðar en maður hefur tök á að tæma. Þannig er það nú með mann eins og mig sem alltaf er á floti þótt aðrir sökkvi. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Alltaf á floti Laun landsmanna hækkuðu um hálft prósent í september, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar, sem birtir voru á mánudag. Greiningardeild Kaupþings benti á það í Hálffimmfréttum sínum og Hagstofan síðar sama dag, að ef litið sé til síðustu 12 mánuða þá hafi laun hækkað að meðaltali um 10,8 prósent á sama tíma og almennt verðlag samkvæmt vísi- tölu neysluverðs hafi hækkað um 7,6 prósent. Kaupmáttur lands- manna hafi því aukist um rúm 3 prósent á tímabilinu. „Þar sem vísitala neysluverðs tekur mið af hækkun fasteigna- verðs gefur það líklega réttari mynd að mæla kaupmátt út frá hækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Á síðustu 12 mánuð- um hefur kaupmáttur samkvæmt þeirri mælingu aukist um tæp 5 prósent. Það vekur óneitanlega athygli að þrátt fyrir yfirstand- andi verðbólguskot þá hefur 12 mánaða breyting í kaupmætti haldist jákvæð á síðustu mánuð- um. Ljóst er að mikil þensla er til staðar á vinnumarkaði eins og fjallað var um í Hálffimmfréttum á föstudaginn sem eykur enn frekar á launaþrýsting í hagkerf- inu. Laun á almennum vinnumark- aði hækkuðu um tæp 4 prósent á þriðja ársfjórðungi miðað við um 1,7 prósent hækkun launa hjá opinberum starfsmönnum og bankamönnum. Þá hækkun má aðallega rekja til nýgerðra kjara- samninga ASÍ og SA sem tóku gildi í byrjun fjórðungsins. Fyrir þá breytingu höfðu laun opinberra starfsmanna og banka- manna hækkað talsvert meira og ef litið er á fyrri helming ársins hækkuðu þau um 6,7 pró- sent miðað við um 5,5 prósent á almennum markaði.“ Að sögn greiningardeildarinnar, sem gerir ráð fyrir því að verðbólga muni ganga niður fremur hratt í byrjun næsta árs og að verðbólgumark- miði Seðlabanka Íslands verði náð á seinni helmingi ársins. Aukinn kaupmáttur á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.