Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 27
[ ] Leiklist hefur verið iðkuð í ýmsum greinum í Háteigsskóla síðustu ár. Fréttablaðið kíkti inn í kennslustund. Það er sigið á seinni hluta tímans. Kennarinn Ása Helga Ragnars- dóttir er búin að lesa ævintýrið um Hlina kóngsson fyrir sex ára nemendurna og nú eru þeir að túlka söguna með látbragði og einni og einni setningu. Þeir hafa greinilega tekið vel eftir og eiga ekki í nokkrum vandræðum með að leika Hlina, tröllskessuna, Signýju og svanina. „Leiklistin brýtur upp hefð- bundna skólastarfið og gerir það fjölbreytt. Þá setja nemendur sig í spor þeirra sem þeir eru að læra um og efnið festist í minni við að upplifa það. Þess vegna er leiklist svo góð aðferð til kennslu margra greina,“ segir Ása Helga þegar við erum sestar niður, ásamt Rann- veigu Þorkelsdóttur sem einnig kennir leiklist við skólann. Rann- veig var með nemendur í að búa til leikhljóð við sögur á sama tíma og nemendur Ásu Helgu æfðu Hlina kóngsson. Þær Ása Helga og Rannveig eru báðar menntaðar í leiklist og kennslu. Saman hafa þær þróað námsefni í nokkrum fögum, svo sem íslensku, sögu, landafræði og lífsleikni þar sem leiklist er notuð til kennslunnar enda hefur Háteigsskóli verið móðurskóli í þeim fræðum síðustu ár. Þær fara líka í aðra skóla, halda námskeið og útbreiða fagnaðarerindið og segja aðferðina henta á öllum stigum: Leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. „Yngstu börnun- um er gjarnan kennt gegnum ævintýrin. Boðskapurinn er meðal annars að þekkja mun á réttu og röngu og að taka afleið- ingum gerða sinna. Svo kemur íslenskan sterk í gegnum ævin- týrin. Á efri stigunum er auðvelt að tengja leiklist til dæmis inn í sögukennslu. Oft þarf kennarinn ekki nema eitt gott höfuðfat til að koma sér í hlutverk, gæða efnið lífi og skerpa athygli nemenda. Eða skálma inn með skjalatösku sem sendiboði konungs!“ Þær segja að nemendur sem eigi erfitt með að lesa á bók njóti sín vel í tímum þar sem leiklist er blandað inn í kennsluefnið. Aðferð- irnar efli ótvírætt félagsleg tengsl nemenda, vinni gegn einelti og sporni gegn námsleiða. „Börnin þora svo vel að vera þau sjálf – sem einhver annar,“ útskýra þær að lokum. gun@frettabladid.is Öflug kennsluaðferð „Það er svo auðvelt að kveikja í nemendum með því að bregða á leik,“ segir Ása Helga sem hér er innan um nemendur 1. bekkj- ar í Háteigsskóla. FRÉTTABLADID/GVA „Syngi, syngi svanir mínir, svo hann Hlini vakni,“ segir Signý og gægist frá hlið inn í hellinn hjá Hlina kóngssyni. Aftan við standa tröllskessurnar tvær sem hafa tekið hann til fanga og svanirnir sem blaka vængjum. Háskólinn á Akureyri fagnar 10 ára afmæli leikskóla- brautar á morgun og föstu- dag. Nokkrir fyrirlestrar verða í boði kennaradeildar Háskólans á Akureyri í tilefni tíu ára afmælis leikskólabrautarinnar og einnig verður opið hús í leikskólunum Hólmasól, Iðavelli, Naustatjörn og Tröllaborgum. Þeir sem flytja mál sitt í tilefni afmælisins eru Guðmundur Heiðar Frímannsson forseti kennaradeildar, Kristín Dýrfjörð kennari og frá Bret- landi kemur Alison Clark og heldur hátíðarfyrirlestur. Fjögur kjörsvið eru í boði í leikskólakennaranámi við Háskólann á Akureyri og eru það nýmæli í menntun leikskólakenn- ara hérlendis. Þau eru listir, náttúruvísindi, hugvísindi og einstaklingsmiðað nám og eru sum þeirra kennd í sam- vinnu við aðrar deildir skólans. Þannig hefur námið eflst, val- möguleikar nemenda aukist og sérþekking sem til staðar er í öðrum deildum HA nýst í þágu leikskólakennaranámsins. Leikskóladeild tíu ára Lýðræði í leikskólum er ofarlega í huga íslensku fyrirlesaranna. Guðmundur Heiðar Frímannsson, forseti kennara- deildar, fjallar um skóla, menntun og lýðræði og Kristín Dýrfjörð kennari um lýðræði í leikskólum í anda Dewey. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DAGUR SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA ER Í DAG, 24. OKTÓBER. Félag Sameinuðu þjóðanna í Danmörku hefur útbúið tölvuleikinn Operation Wangagulu til að gefa okkur innsýn í aðstæður sem við þekkjum fæst, þ.e. átök og fátækt. Í landinu Wangagulu ríkir gríðarleg fátækt og óöld. Þú hefur ráðið þig til Sameinuðu þjóðanna í hálft ár eða 180 daga til hjálpar- starfa. Hvað getur þú gert? Leikurinn er á dönsku og er hugsaður sem verkefni fyrir elstu bekki grunnskóla eða jafnvel fyrstu bekki framhaldsskólans. Honum er ætlað að gefa innsýn í ýmis verk- efni Sameinuðu þjóðanna. Má þar nefna málefni flóttamanna, aðstoð eftir hamfarir af ýmsu tagi og svo þróunarverkefni sem oft taka langan tíma. Á vef Námsgagnastofn- un eru ýmsar upplýsingar um samtökin, friðargæslu og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og sérstofnanir samtakanna. Á vef utanríkisráðu- neytisins eru ýmsar upplýsingar um friðargæslu. Allar nánari upplýsingar um leikinn er að finna hjá Námsgagna- stofnun: www.namsgagnastofnun. is. Allar nánari upplýsingar um Sameinuðu þjóðirnar er að finna á upplýsingaskrifstofu samtakanna fyrir Norðurlöndin: www.un.dk/Ice- landic/New/index.htm Tölvuleikur fyrir ungt fólk frá SÞ Upprifjun á námsefni eftir hverja kennslustund hjálpar huganum að festa aðalatriðin í minni. Ágætt er að punkta niður helstu atriði kennslustundar á blað sama dag og hún fór fram. BORGARTÚNI 29 | 105 REYKJAVÍK | ICELAND | WWW.EXIT.IS | TEL. +354 562 2362 | FAX. +354 562 9662 // ISIC, IYTC og ITIC skírteinin Þú ferðast ekki án þeirra. Afslættir og víðtæk þjónusta. ISIC skírteinið er útbreiddasta afsláttar- og námsmannaskírteinið í heimi. IYTC er afsláttarskírteini fyrir ungt fólk á aldrinum 12 - 25 ára, sem ekki er í námi. ITIC er alþjóðlegt kennaraskírteini með margvíslegum fríðindum. ��������������������������������������������������������������������������� �������� ���������� ����������� ������������������������������ �������������� ������������������������� ��������������������������������� �������������������������������������� ������������������ ���������������� ��������������������������������������� ������������� ����������������������������������������� �� �������������� �������������������������������������� ���������������������������������������� ����������������������������������������������������������������� �������������������������������������������������������������������������� ���������������������������������������������������������������� ������������������������������������������� ������������������������������������ ��������������������������������������� ��������������������������������������� �� �������������������������� 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.