Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 38
MARKAÐURINN 25. OKTÓBER 2006 MIÐVIKUDAGUR8 F R É T T A S K Ý R I N G Fordæmið sem áfrýjunarnefnd samkeppn- ismála gaf þegar hún staðfesti nýverið ógildingu Samkeppniseftirlitsins á sam- runa Lyfjavers og Lyfja og heilsu kann að skipta máli þegar teknir verða til skoðun- ar aðrir markaðir en lyfjamarkaður. Samkvæmt ákvörðun Samkeppnis- eftirlitsins fara lyfsölukeðjurnar Lyfja og Lyf og heilsa saman með markaðs- ráðandi stöðu á markaði og mat þess að staðan gerði fyrirtækjunum kleift að samhæfa hegðun sína á markaðnum án þess að þurfa að taka tillit til keppinauta eða neytenda. Telur Samkeppniseftirlitið úrskurð áfrýjunarnefndar hafa talsvert fordæmisgildi og að hann geti auðveldað Samkeppniseftirlitinu að vinna gegn skað- legri fákeppni á ýmsum mörkuðum hér. VIÐMIÐ NÝTAST Á ÖÐRUM MÖRKUÐUM Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam- keppniseftirlitsins, segir ekkert hægt að fullyrða um hvort svipuð staða sé uppi á öðrum mörkuðum og á lyfsölumarkaði án þess að það sé kannað sérstaklega. „Mjög mikilvægt er samt að þarna er með nokk- uð skýrum hætti búið að draga upp hvaða viðmið eru höfð til hliðsjónar þegar sam- eiginleg markaðsráðandi staða er metin. Þau viðmið nýtast við athuganir á öðrum mörkuðum.“ Páll Gunnar segir þetta vera í annað sinn sem fyrirtæki séu af áfrýjunarnefnd samkeppnismála talin fara með sameig- inlega markaðsráðandi stöðu en árið 2001 fjallaði úrskurðarnefnd á sambærileg- an hátt um samruna á fóðurmarkaði þar sem ógilt voru kaup Mjólkurfélags Reykjavíkur svf. og Lýsis hf. á öllum hlutabréfum í Fóðurblöndunni hf. Á árinu 2000 taldi samkeppnisráð, í áliti þar sem lagst var gegn fyrir- hugaðri sameiningu Landsbanka og Búnaðarbanka, að viðskiptabankarnir væru sameiginlega markaðsráðandi. „Niðurstaða áfrýjunarnefndar núna er mjög skýr og mikilvægt að fá þetta staðfest, sérstaklega fyrir hagsmuni neytenda því sú staða kann að vera uppi á fleiri mörkuðum að fákeppni kunni að vera þannig úr garði gerð að enginn einn sé markaðsráðandi en samt sé samkeppni hindruð.“ Páll Gunnar segir ljóst að hér séu fleiri markaðir þar sem einhverjir tveir eða þrír séu stærstir. „Til dæmis í byggingaversl- un og svo eru náttúrlega fáir stórir aðilar á vátryggingamarkaði. Það þýðir ekki að hægt sé að fullyrða að uppi sé sameig- inlega markaðsráðandi staða á þeim mörkuðum. Til að meta það þarf ítar- lega rannsókn að gefnu tilefni.“ Að fenginni þessari niðurstöðu á lyfjamarkaði segir Páll Gunnar ljóst að stóru lyfjakeðjurnar verði að horfa a stöðu sína frá þessum sjónarhóli. „Miklar skyldur eru lagðar á fyrirtæki sem eru mark- aðsráðandi, hvort sem þau eru það ein og sér eða sameiginlega. Þau þurfa að passa upp á að þau séu ekki að hindra sam- keppni frá smærri keppendum og misnota aðstöðu sína.“ EINKENNI Á SJÚKUM MARKAÐI Markaðurinn hefur hins vegar heimild- ir fyrir því að nokkurrar óánægju gæti meðal smærri fyrirtækja á lyfjamarkaði með þá túlkun að Lyfja og Lyf og heilsa fari saman með markaðsráðandi hlut. Engin ákvæði laga eru sögð verja smærri fyrirtæki gegn ofureflinu sem í lyfja- keðjunum felist og þeim frjálst að opna verslanir ofan í smærri apótekum, en þar séu menn í raun lokaðir í sínum rekstri og megi ekki selja hann til keðjanna vegna mats eftirlitsins á stöðu þeirra. Segja menn keðjurnar ekki mega kaupa, en þeim sé heimilaður svokallaður innri vöxtur, sem þýði að þær megi bæta við sölustöð- um að vild. Hvað finnst forstjóra Samkeppnis- eftirlitsins um þau rök að með túlkun sinni á rekstrarumhverfinu sé verið að loka litlu aðilana inni í rekstri sínum? „Ég get ekki fallist á þau sjónarmið,“ segir Páll Gunnar. „Þessum reglum er einmitt ætlað að vernda samkeppni á þessum markaði og koma í veg fyrir að markaðs- ráðandi fyrirtæki veiki keppinauta sína með óeðlilegum aðgerðum. Auðvitað getur í samrunamálum litið íþyngjandi út þegar einhver vill losna við rekstur sinn en fær ekki að selja stóru aðilunum því þar með sé markaðsráðandi staða þeirra styrkt þannig að verði samkeppnishamlandi. En grunnhugsunin með þessum reglum er að tryggja samkeppnislega gerð markaða og stuðla þannig að því að samkeppni geti þrifist á viðkomandi markaði. Ef allt er með felldu þá eru fleiri kaupendur að fyrirtækjum en bara markaðsráðandi keppinautar. Það er einkennilegur mark- aður þar sem enginn annar er til í að kaupa fyrirtæki en markaðsráðandi aðili sem sér sér hag í að minnka með því sam- keppni. Því er það rökleysa að halda fram Samkeppniseftirlitið mundar lækningartólin Sjúkdómseinkenni má greina á lyfjamarkaði, segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppnis- eftirlitsins, í viðtali við Óla Kristján Ármannsson. Vikugömul staðfesting úrskurðarnefndar á ákvörð- un eftirlitsins frá því í sumar færir því vopn í hendurnar í baráttunni við fákeppni. Tvær óskyldar lyfjakeðjur voru sagðar markaðsráðandi saman. Það sama kann að eiga víðar við. UMFERÐ Í REYKJAVÍK Í viðskipta- og athafnalífi hér er staðan víða sú að fá stór fyrirtæki deila með sér ákveðnum mörkuðum. Má þar nefna tryggingar, flutninga- og bankastarfsemi sem dæmi. Staðfest hefur verið ákvörðun Samkeppniseftirlits þar sem lyfsölukeðjum eru settar skorður því þær fari saman með markaðsráðandi stöðu. Markaðurinn/Heiða PÁLL GUNNAR PÁLSSON Páll Gunnar, sem er for- stjóri Samkeppnis- eftirlitsins, segir fyrirtækjum með markaðsráðandi stöðu óheimilt að beita meðölum í samkeppni sem minni fyrirtæki sem ekki eru ráðandi á markaði mega nota að vild. Markaðurinn/ Hrönn „Miklar skyldur eru lagðar á fyrirtæki sem eru markaðsráð- andi, hvort sem þau eru það ein og sér eða sameiginlega. Þau þurfa að passa upp á að þau séu ekki að hindra samkeppni frá smærri keppendum og mis- nota aðstöðu sína.“ 109.990,- 169.990,- 219.990,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.