Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 12
12 25. október 2006 MIÐVIKUDAGUR
LEIKUR AÐ BYSSUM Á hersýningu
í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, á
sunnudaginn fengu börnin tækifæri til
að leika sér að vopnunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VARNARSVÆÐIÐ Vonast er til þess
að Þróunarfélagi Keflavíkurflug-
vallar ehf. takist að efla atvinnulíf
á Suðurnesjum og nýta sóknar-
færi sem skapast hafa með brott-
för bandaríska varnarliðsins.
Þetta var meðal þess sem kom
fram í máli manna á stofnfundi
Þróunarfélagsins, sem fram fór í
Keflavík í gær.
Geir H. Haarde forsætis-
ráðherra sagðist á fundinum von-
ast til þess að félagið myndi
leggja grunninn að þróun verk-
efna á svæðinu við Keflavíkur-
flugvöll. „Markmiðið er að félagið
muni á endanum skila eigendum
sínum arði. Íslenska ríkið á þess-
ar eignir sem um ræðir og við telj-
um mikilvægt að koma þeim í
arðbær, borgarleg not,“ sagði
Geir og lagði jafnframt á það
áherslu að mörg fyrirtæki gætu
séð sér hag í því að starfa í
nágrenni við Keflavíkurflugvöll.
„Það hafa ýmsar góðar hugmynd-
ir komið fram. Ég tel að mörg fyr-
irtæki geti nýtt sér tækifæri sem
fylgja því að vera með starfsemi í
grennd við alþjóðaflugvöll í mikl-
um vexti, en eflaust á markaður-
inn eftir að koma fram með hug-
myndaríkar og góðar lausnir á
þessum málum.“
Íslenska ríkið leggur til tuttugu
milljónir króna í félagið en fyrst
um sinn hefur félagið yfirumsjón
með undirbúningsvinnu á svæði
varnarliðsins við Keflavíkurflug-
völl. Auk þess kemur félagið til
með að annast rekstur, umsjón og
umsýslu tiltekinna eigna ríkisins
á svæðinu á grundvelli þjónustu-
samninga við ríkið. Inn í þessum
samningum telst meðal annars
útleiga á eignum, hreinsun svæð-
isins og eftir atvikum niðurrif
mannvirkja.
Magnús Gunnarsson, formaður
stjórnar Þróunarfélagsins, vonast
til þess að félagið geti komið miklu
í verk á skömmum tíma. „Við byrj-
um á því að leggja okkur fram við
að ná utan um verkefnið í heild, og
reynum þannig að kortleggja öll
þau verkefni sem fyrir liggja. Við
þurfum að skoða vandlega hvernig
við getum hagað málum í hreinsun
svæðisins og viðhaldi á eignum.
Eftir þessa grundvallarvinnu er
hægt að móta framtíðarsýn um það
hvernig hægt verði að koma eign-
unum í arðbæran rekstur.“
Auk Magnúsar sitja Stefán
Þórarinsson og Árni Sigfússon,
bæjarstjóri í Reykjanesbæ, í stjórn
félagsins. Varamenn þeirra í stjórn
eru Hildur Árnadóttir, Helga Sig-
rún Harðardóttir og Sigurður Valur
Ásbjarnarson.
magnush@frettabladid.is
Eignum verði komið
í arðbæran rekstur
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar var formlega stofnað í gær. Líklegt að mörg
fyrirtæki geti nýtt sér nálægðina við alþjóðaflugvöll, segir Geir H. Haarde.
Byrjum á því að hreinsa svæðið og huga að viðhaldi, segir Magnús Gunnarsson.
GEIR H. HAARDE SKRIFAR UNDIR SAMNINGINN Geir H. Haarde sést hér undirrita samning um stofnun Þróunarfélagsins á blaða-
mannafundi sem fram fór í höfuðstöðvum Kaffitárs í Reykjanesbæ. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Árni M. Mathiesen
fjármálaráðherra sitja við hlið Geirs. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík, 27. og 28. október 2006
Guðfinna S. Bjarnadóttir
Valfrelsi og skapandi umhverfi
Málefnafundur um
„Skapandi Ísland“
miðvikudaginn 25.
október kl. 12.00.
Staður: Kosningaskrifstofan í
Landsímahúsinu við Austurvöll.
Verið velkomin.
Stuðningsfólk
Guðfi nnu S. Bjarnadóttur.
Þekking
Frumkvæði
Árangur
KOSNINGASKRIFSTOFA GUÐFINNU S. BJARNADÓTTUR LANDSÍMAHÚSINU VIÐ AUSTURVÖLL
www.gudfinna.is
gudfinna@gudfinna.is
Opið virka daga kl. 10:00–20:00
Helgar kl. 10:00–18:00
Sími 591 1100
Íslenska ríkið á þessar
eignir sem um ræðir og
við teljum mikilvægt að koma
þeim í arðbær, borgarleg not.
GEIR H. HAARDE
FORSÆTISRÁÐHERRA
Gulafljót mengað rautt
Kínverska áin Gulafljót varð rauð
á tæplega kílómetra löngum kafla
þegar starfsmenn hitaveitu helltu lit-
uðum úrgangi í ána meðan á viðgerð
hitaveitunnar stóð. Mikið uppnám
varð í Lanzhou borg við atvikið, en
fólk þar nýtir vatn fljótsins til drykkjar.
Forsvarsmenn hitaveitunnar hafa
verið áminntir.
KÍNA
Skip sökk
Mannbjörg varð þegar sænskt
herskip sökk við æfingar skammt
frá Stokkhólmi snemma í gærmorg-
un. Áhöfnin, sextán manns, yfirgaf
skipið þegar það fór að sökkva og
komust flestir í björgunarbáta, þótt
sumir enduðu í sjónum. Öllum var
svo bjargað um borð í önnur skip
og sakaði engan, að sögn sænska
hersins.
SVÍÞJÓÐ
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ,
vonast til þess að Þróunarfélagið leggi grunninn
að árangursríku starfi. „Það skiptir sköpum fyrir
sveitarfélagið að þetta starf sé komið af stað.
Það er líka gott til þess að vita að alþjóðaflug-
völlurinn sé sífellt að eflast. Alþjóðaflugvöllurinn
er aðal starfsvettvangur fólks á Suðurnesjum og
ég tel að þetta félag geti lagt sitt af mörkum til
þess að efla starfið enn frekar. En félög eins og
þessi þurfa að fá rými til þess að leggja grunn-
inn að metnaðarfullu starfi. Það er mikilvægt
að hafa það í huga, að eftir að félagið hefur
lagt grunninn fyrir starfsemi á varnarsvæðinu,
þá geti menn mælt árangurinn eftir því hvenær
verður hægt að leggja félagið niður.“
ÁRNI SIGFÚSSON Bindur vonir
við starf félagsins.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
ÖRYGGISMÁL Sigríður Snævarr,
kosningastjóri framboðs Íslands til
Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna,
sagði á fundi um framboðið í gær
að framboðsstyrkur Íslendinga
fælist meðal annars í því að við
hefðum aldrei setið þar áður. „Það
er tilfinning meðal aðildarríkjanna
að það eigi að vera hringrás innan
ráðsins. Að þar eigi að vera eins
mikil fjölbreytni og fremst er
kostur.“
Í máli hennar kom einnig fram
að ef Íslendingar hlytu kosningu þá
yrðum við fámennasta þjóðin sem
nokkurn tímann hefði setið í
Öryggisráðinu. Þá ynni það með
okkur að við værum herlaus þjóð
og auk þess fyrrum nýlenda. „Við
erum eins, en samt öðruvísi.“
Ísland sækist eftir setu í ráðinu
frá og með 1. janúar 2009 en kosið
verður á milli Íslands, Austurríkis
og Tyrklands um tvö laus sæti vest-
rænna ríkja í öryggisráðinu.
Sigríður sagði tilgang framboðs-
ins fyrst og síðast þann að láta gott
af sér leiða á alþjóðavettvangi. „Við
ætlum að hækka metnaðarstigið,
efla okkur á alla enda og kanta til
þess að rödd Íslands hljómi á þess-
um vettvangi þannig að við getum
lagt okkar af mörkum til lausnar á
deilumálum í fjarlægum ríkjum.“
Hún sagði Íslendinga vel geta haft
áhrif innan ráðsins. „Við erum nor-
ræn þjóð og sú ímynd og ásýnd sem
fylgir þeim á alþjóðavettvangi er
mjög jákvæð.“ - þsj
Framboðsstyrkur Íslands til Öryggisráðs SÞ felst í sérkennum landsins:
Getum látið gott af okkur leiða
SIGRÍÐUR SNÆVARR Kosningastjóri
framboðs Íslands til öryggisráðs SÞ,
kynnti framboðið á fundi í gær.
SVEITARSTJÓRNIR Hólmvíkingar fá
gefins vél í skólabíl sveitarfélags-
ins sem notaður hefur verið fyrir
akstur úr Djúpinu.
Dísilvél bílsins er ónýt eftir
aðeins 135 þúsund kílómetra akst-
ur sem þykir afspyrnu léleg end-
ing fyrir þess konar vél, eins og
segir í fundargerð sveitarstjórnar-
innar.
„En sem betur fer ætlar umboð
Ingvars Helgasonar að láta okkur
fá nýja, strípaða vél okkur að
kostnaðarlausu og benti auk þess
á verkstæði sem var tilbúið að
setja nýju vélina í fyrir 120 þús-
und krónur,“ segir í fundargerð-
inni.
Um er að ræða mikið breyttan
bíl. - gar
Bilaður skólabíll:
Fá gefins vél
Grunnurinn verði lagður