Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 70
 25. október 2006 MIÐVIKUDAGUR30 Bresku blöðin kalla þetta skilnað aldarinnar og aðrar fréttir hafa gjörsamlega fallið í skuggann af máli Paul McCartney og Heather Mills. Fréttablaðið skellti sér baksviðs á sápuóperuna sem virðist vera í uppsigl- ingu. Paul McCartney og Heather Mills komu fram sem samrýmdar mann- eskjur og virtust stíga til jarðar saman þegar þau tilkynntu bresk- um fjölmiðlum og almenningi um skilnað sinn eftir fjögurra ára hjónaband. „Okkur hefur fundist það mjög erfitt að lifa eðlilegu lífi með þessum stöðuga átroðningi fjölmiðla inn í líf okkar,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. „Okkur finnst það því mjög sorg- legt að tilkynna að við höfum ákveðið að skilja að skiptum en sem vinir og viljum gjarnan fá frið á þessum erfiðu tímum.“ Adam var hins vegar ekki lengi í paradís. Mills fer í mál við fjölmiðla Fréttir síðustu viku hafa verið í sápuóperustíl. The Daily Mail komst á undarlegan hátt yfir hluta skilnaðarskjalanna sem Mills ætlar að leggja fram við réttar- höldin en þau eiga að hefjast snemma á næsta ári. Þar segir Mills að McCartney hafi lamið sig og beitt sig andlegu ofbeldi. Nýjar fréttir benda til þess að sumt af starfsfólki Lindu heitinnar McCartney hafi varað Heather við ofbeldisfullri hegðan Paul. Í gær tilkynnti Mills síðan að hún ætlaði í mál við The Daily Mail og The Sun vegna fréttaflutnings þeirra af málinu og sagðist fyrirsætan vera skotspónn þarlendra fjöl- miðla. Vinir bítilsins urðu fokillir yfir þessum fréttum og lýstu því yfir í blöðunum að Mills væri algjör geðsjúklingur sem hefði hagað sér svo brjálæðislega að þeir hefðu reynt að fá McCartney til að losa sig við hana. Margir þeirra komu meira að segja fram undir nafni. McCartney sneri síðan vörn í sókn, sagði Heather hafa reynt að rústa feril sinn meðan á hjóna- bandinu stóð, eytt öllum pening- um sínum og jafnvel beitt sig ofbeldi. Orð standa því gegn orði en breska pressan virðist hafa tekið málstað McCartneys enda tónlistarmaðurinn elskaður af þjóð sinni. Aðdáendur McCartn- eys hafa jafnframt lýst yfir mikl- um stuðningi við Paul eins og sjá mátti í Fréttablaðinu í gær þegar Davíð Steingrímsson, aðdáandi McCartney númer eitt, sagði Mills vera skemmda og málatilbúnaður hennar lygi. „Í hans tónlist eru allir textarnir um ást, hlýju og vinskap og fjölskyldu,“ sagði Davíð. Klám og vændi Skuggaleg fortíð fyrirsætunnar hefur jafnframt komið fyrir sjón- ir almennings. The Daily Mail birti skömmu eftir skilnaðinn djarfar myndir af Mills í heitum leik við þýskan ljósmyndara sem komu fyrst út í bókinni Die Freu- den Der Liebe eða Unaðssemdir ástarlífsins. Ekki skánaði ástandið hjá Mills þegar News of the World birti stóra frétt á forsíðu sinni skömmu seinna sem gaf til kynna að Mills hefði selt líkama sinn hæstbjóðanda og hefði meðal ann- ars verið reglulegur rekkjunautur vopnasalans Adnan Khashoggi. Í fyrstu vildi Paul ekkert af þessu vita og jafnvel þegar þau gengju í hjónaband bauðst Heath- er til að skrifa undir kaupmála en Paul hafnaði því, sagði það vera órómantískt. Heather hefur alltaf þurft að verja sig gegn árás- um fjölmiðla um að hún sé „gold digger“, að hún sæktist ein- göngu eftir peningum bít- ilsins sem er 29. ríkasti maður Bret- lands. Paul hefur jafnan tekið upp hanskann fyrir Mills, varið hana með kjafti og klóm og fór meira að segja fram á viðtal í The Sun þar sem hann sagði engin vandamál vera milli Mills og dótt- ur sinnar, Stellu McCartney. Þegar flett er upp í alþjóðlegum mynda- bönkum má hins vegar sjá að Mills var aldrei neitt sérstaklega áhuga- söm um frama stjúpdótturinnar, lét helst ekki sjá sig á tískusýning- um hennar og aldrei án síns heitt elskaða. Nú er jafnvel talið að McCartney vilji að lögfræðingar hans noti hina skuggalegu fortíð Mills gegn henni í réttarsalnum. Góðu verkin komu þeim saman Þótt hatrið sé áberandi á milli Mills og McCartn- ey um þessar mundir voru það hin „góðu“ verk sem leiddi þau saman. Mills og McCartney kynntust á góðgerðarsamkomu árið 1999 til styrkt- ar fólki sem hafði örkuml- ast í stríði en Mills varð sjálf fyrir því að missa annan fót- inn þegar mótorhjól keyrði á hana. Paul hafði þá nýverið fylgt eigin- konu sinni Lindu McCartney til grafar og voru margir sem furðuðu sig á því hversu stuttan tíma það tók fyrir McCartney að jafna sig á þessari miklu sorg. Hann neitaði þó alfarið að eiga í ástarsambandi við Mills og sagði samband þeirra algjörlega fagmannlegt. „Ég vil bara styðja við það góða starf sem Heather er að vinna,“ sagði Paul árið 1999. Ári síðar tilkynnnti bít- illinn hins vegar að hann væri kominn með nýja konu – hún væri Heather Mills. Mills og McCartney eiga saman eina dóttur, Beatrice, og hafa lækn- ar sagt það vera kraftaverki næst að Mills lifði af fæðinguna. McCartney er sagður krefjast þess að fá fullt forræði yfir henni og er líklegt að sú krafa hans hafi hleypt öllu í bál og brand. Sérfræðingar í skilnaðarmálum eru ekki sammála um hvernig málið verði til lykta leitt. Sumir telja að McCartney muni jafnvel skrifa stóran tékka til að losna við Heather en aðrir segja öruggt að hann muni fara með málið alla leið, klækir Mills hafi ekki borgað sig heldur muni hún tapa miklum fjárhæð- um á þessari fjöl- miðlasápu. freyrgigja@frettabladid.is Martröð rómantíska bítilsins ÆVINTÝRIÐ Heather Mills og Paul McCartney voru gift í fjögur ár og eiga eitt barn saman. Skilnaður þeirra gæti orðið sá dýrasti í sögu Bretlands. KLÁMIÐ Myndirnar af Heather Mills í erótískum stellingum vöktu mikla athygli. DÓTTIRIN Fjölmiðlar hafa velt sér mikið upp úr sam- bandi Stellu McCartney og Heather Mills. Dótturinni var víst aldrei vel við stjúpu sína. KEYPTI HANN MILLS? Adnan Khasoggi er talinn hafa verið einn þeirra sem keyptu sér blíðu Heath- er Mills þegar hún vann fyrir sér sem vændiskona. DAVÍÐ STEINGRÍMSSON Aðdáandi McCartneys númer eitt hér á landi og segir Mills vera að ljúga upp á sinn mann. SAMBANDIÐ Í HNOTSKURN 1999: Bæði Paul McCartney og Heather Mills neita öllum sögusögn- um um að þau séu saman eftir að breska slúðurpressan hafði skellt meintu ástarsambandi þeirra á forsíðuna. 2000: Paul lýsir yfir ást sinni á Heath- er Mills í sjónvarpsþætti en hann hafði hingað til neitað að tjá sig um sitt ástarlíf eftir að kona hans, Linda, lést úr krabbameini árið 1998. 2002: Parið lýsir því yfir að þau ætli sér að ganga í það heilaga. Fjölmiðlar eru ekki hrifnir af Mills og sögusagnir fara á kreik um að hún sé á eftir peningum bítilsins. 2003: McCartney og Mills eignast stúlkubarnið Beatrice og segja læknar það ganga kraftaverki næst að Mills skuli hafa lifað fæðinguna af. 2006: McCartney og Mills koma heimsbyggðinni á óvart þegar þau tilkynna um skilnað sinn eftir einungis fjögurra ára hjónaband. Þau skella skuldinni á ásókn fjölmiðla. The Mirror birtir síðan fréttir af því að Mills ætli sér að halda því fram að McCartney hafi beitt hana ofbeldi. McCartney segist ætla að verja sig með kjafti og klóm. Eurovision-nördarnir úti í heimi hafa komist á snoðir um þátttöku Silvíu Nætur í kvikmyndinni Mýr- inni. Á opinberri heimasíðu Euro- vision-keppninnar má sjá stutta frétt um að sjón- varps- drottning- in og söngkonan leggi sitt af mörkunum í nýjustu mynd Baltasars Kormáks. Reyndar er Mýrin kölluð The Moor en opinberlega hefur myndin verið kynnt á ensku sem Jar City. Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem jafnan bregður sér í hlutverk Sil- víu, fær prýðisgóða dóma fyrir frammistöðu sína sem Eva Lind og er sagt að henni takist að kveðja hina hrokafullu og freku Euro- vision-týpu sem hafi varla verið auðvelt. Mýrin er nú sýnd fyrir fullu húsi í kvikmyndahúsum landsins og er aðsóknin það góð að raðir myndast fyrir framan kvik- myndasalina en þegar hafa um sextán þúsund manns séð mynd- ina. Óðum styttist í nýja þáttaröð með Silvíu Nótt sem væntanlega verður sýnd á sjónvarpsstöðinni Skjá einum en sjónvarpsdívan hefur lítið látið fara fyrir sér eftir að hún komst ekki upp úr undan- riðli Eurovision-keppninnar á Grikklandi. Framkoma hennar vakti hins vegar mikla athygli þar syðra og voru skiptar skoðanir á því hvort svona framferði væri ásættanlegt. - fgg Silvía Nótt vekur athygli í Mýrinni SILVÍA NÓTT Á greinilega dygga aðdáendur hjá þeim sem fylgjast grannt með Euro- vision-keppninni. EVA LIND Ágústa Eva Erlendsdóttir þykir standa sig vel í kvikmyndinni Mýrinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.