Fréttablaðið - 25.10.2006, Page 34

Fréttablaðið - 25.10.2006, Page 34
MARKAÐURINN Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Stjórnendur Baugs Group eru sagðir vera að undirbúa yfir- tökutilboð í bresku herrafatakeðj- una Moss Bros samkvæmt frétt Retail Week. Þetta munu þeir gera í samvinnu við Tom Hunter og Kevin Stanford. Moss Bros er sem kunnugt er að stærstum hluta í eigu Unity Investments, fjárfestingafélags í eigu Baugs, FL Group og Stanfords. Hlutur Unity er um 29 prósent. Gunnar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri hjá Baugi, segir að fréttin sé byggð á getgátum einum og ekkert yfirtökutilboð sé í smíðum. Áður hefur komið fram að stjórnendur Baugs vilja ganga frá yfirtökunni á House of Fraser (HoF) áður en ráðist verð- ur í næstu stórverkefni. Samkvæmt frétt blaðsins er hugmyndin sú að gera Moss Bros að eins konar Mosaic Fashions herrafatanna þannig að keðjan verði regnhlíf yfir fleiri herra- fatakeðjur. Mosaic var lítið fyrirtæki eins og Moss sem óx, meðal annars með yfirtökum, upp í stórfyrirtæki sem er metið á fimmtíu milljarða króna. Moss er verðlagt á tæpa níu milljarða króna. Þar sem Unity er stærsti hlut- hafinn í Moss ætti það ekki að eiga í vandræðum með að ráðast í yfirtöku í samvinnu við stjórn- endur félagsins kjósi menn að fara út í þá sálma. Moss Bros hefur átt undir högg að sækja líkt og margar tískuverslunarkeðjur í Bretlandi og skilaði slöppu milliuppgjöri. Félagið, sem er þriðji stærsti smásalinn í sölu á jakkafötum á eftir Marks & Spencer og Burton, skilaði helmingi minni hagnaði fyrir skatta á fyrri hluta ársins en á sama tímabili árið 2005. Alls nam hagnaður eitt hundrað millj- ónum króna. 25. OKTÓBER 2006 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R ÞRIÐJA STÆRSTA HERRAFATAKEÐJAN Baugur er sagður vilja kaupa Moss Bros til að búa til nýtt Mosaic Fashions á sviði herrafatnaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/MOSS BROS PLC. Baugur hafnar orðrómi um yfirtöku á Moss Bros Hugmyndin er að búa til Mosaic Fashions á sviði herrafatn- aðar samkvæmt frétt Retail Week. Framboð af fiski jókst nokkuð á milli vikna á fiskmörkuðum í síð- ustu viku og fékkst nokkuð hátt meðalverð fyrir hvert kíló eða 158,80 krónur á kíló fyrir 1.642 tonn af fiski. Til samanburðar var mjög lítið framboð í síðustu viku enda seldust einungis 1.200 tonn af fiski á markaðnum. En meðalverðið var mjög hátt eða 166,25 krónur og hafði sjaldan verið hærra. Líkt og fyrri vikur var ýsa söluhæsta tegundin. Meðalverð fyrir slægða ýsu var 167,54 krón- ur á kíló sem er 4,71 krónu minna en í síðustu viku. Þá var þorskur sem fyrr í öðru sæti en kílóið af slægðum fiski fór á 251,93 krónur sem er 9,23 króna hækkun á milli vikna. - jab FISKUR Í KARI Þorskur var í síðustu viku sem fyrri vikur annar söluhæsti fiskurinn á mörkuðum. MARKAÐURINN/VILHELM Ýsan í fyrsta sæti Fjölmenn viðskiptasendinefnd frá Nýfundnalandi og Labrador kemur hingað til lands 1. nóv- ember og verður hér í fjóra daga. Í nefndinni eru um 40 manns frá 14 fyrirtækjum sem sækja Ísland heim í því augna- miði að koma á viðskiptasam- böndum við íslensk fyrirtæki, auk þess að kynna sér íslenska sögu og menningu. Í nefndinni eru fulltrúar frá fyrirtækjum á sviði fata- og skartgripahönnunar, bifreiða- varahluta, auglýsinga- og mark- aðsmála, prjónaiðnaðar og bóka- útgáfu, svo eitthvað sé nefnt. Í fréttatilkynningu um heim- sóknina segir að undirtektir íslenskra fyrirtækja hafi þegar verið mjög góðar og virðist ljóst af viðbrögðunum að áhugi er á auknum viðskiptum við þennan heimshluta. - jab ST. JOHN Á NÝFUNDNALANDI Viðskiptasendinefnd frá Nýfundnalandi og Labrador kemur hingað í nóvember til að koma á viðskiptasamböndum við fyrirtæki. Viðskiptanefnd leitar tækifæra hér Avion Group hefur verið valið annað framsæknasta fyrir- tæki Evrópu á lista Europe’s Entrepreneurs for Growth og heldur öðru sætinu á Europe’s 500 listanum yfir mest vaxandi og atvinnuskapandi fyrirtæki í Evrópu annað árið í röð. Kögun er í 7. sæti, Össur í 67. sæti en Creditinfo Group Ltd. í því 81. Þá er TM Software í 122. sæti listans. Í niðurstöðunum sem birtar voru í gær kemur fram að með- alstór fyrirtæki eru leiðandi í atvinnuaukningu í Evrópu og hafa skapað 150.000 ný störf í Evrópu á undanförnum þremur árum. Íslensku fyrirtækin fimm sköpuðu 5.947 ný störf á tíma- bilinu frá 31. desember 2002 til sama dags þremur árum síðar og mældist árleg aukning 72 pró- sent sem er um fimmfalt meðal- tal í Evrópu. Avion fjölgaði starfsmönnum úr 672 í 4500 á þessu þriggja ára tímabili og nemur aukningin um 570 prósentum. Aukningin nam 916 prósentum hjá Kögun en var minni hjá hinum fyrirtækjunum þremur. Í fréttatilkynningu frá Avion Group er haft eftir Magnúsi Þorsteinssyni, stjórnarformanni félagsins, að valið sé mikill heið- ur fyrir félagið og staðfesting á því öfluga starfi sem Avion Group hafi unnið undanfarin misseri. - jab STJÓRNARFORMAÐUR AVION GROUP Avion Group er í 2. sæti á lista tímaritsins Europe’s 500 yfir mest vaxandi og atvinnu- skapandi fyrirtæki í Evrópu. MARKAÐURINN/STEFÁN Avion Group skapar mikla atvinnu ���������������������������������������������������������� ������������������� ������������������������������ �������������������������������������� ������������������������������������ ������������������������ ���������������������������������������������������������� ���������������������������������������� ����������������������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������������������������������������ ��������������������������������������������������������������������������� ����������������������������������������������������� �������������������������������������������������������� ����� ���������������������������������������������� ���������� ���������������� ���������� �������������� ������������������� ������������������� H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 7 5 4 1 Seðlabankinn tekur ákvörðun um stýri- vexti á fimmtudag í næstu viku. Vextirnir eru nú 14 prósent. G r e i n i n g a r d e i l d Glitnis telur mestar líkur á að bankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum en segir þó ekki loku fyrir það skotið að vextir verði hækkaðir um 25 punkta. Gerist það fara stýrivextir í 14,25 prósent. Deildin segir í Morgunkorni sínu í gær að færa megi rök fyrir óbreyttum vöxtum. Gengi krón- unnar hafi hækkað töluvert, verðbólgu- horfur batnað og verðbólguálag á fjár- málamarkaði dregist snarlega saman. Þá hefur íbúðaverð staðnað á síð- ustu mánuðum, að sögn deildar- innar. - jab Útiloka ekki vaxtahækkun SEÐLABANKI ÍSLANDS Bankinn tekur ákvörðun um stýrivexti í næstu viku. Glitnir segir mestar líkur á óbreytt- um vöxtum. MARKAÐURINN/HEIÐA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.