Fréttablaðið - 03.11.2006, Side 22

Fréttablaðið - 03.11.2006, Side 22
Greina má áherslumun frambjóðenda í umhverfis- málum en vitanlega er mik- ill samhljómur í svörunum, segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor um svör fram- bjóðenda Samfylkingarinn- ar í suðvesturkjördæmi. Frambjóðendur í þrjú efstu sætin voru spurðir tíu af- dráttarlausra spurninga. Frambjóðendur í prófkjöri reyna öðru fremur að vinna kjósendur á sitt band með því að sannfæra þá um ágæti sitt í að fylgja eftir mál- efnum stjórnmálaflokksins sem um ræðir í hvert skipti. Svör frambjóðenda að þessu sinni draga fram skýran málefnalegan samhljóm, um leið og þau skerpa óeiningu um mikilvæg mál. Fyrirhuguð stækkun álvers Alcan í Straumsvík fellur fram- bjóðendum misjafnlega í geð á meðan allir eru sammála um að íslensk stjórnvöld verði að huga betur að frekari aðgerðum vegna loftslagsbreytinga. Þetta gefur kjósendum ágætar vísbendingar um málefnastöðu segir Ólafur Harðarson, prófessor í stjórn- málafræði. „Kosningar í próf- kjörum snúast sjaldnast um raun- veruleg átök um hugsjónir og málefni heldur miklu frekar hvaða frambjóðendum kjósendur treysta best til þess að framfylgja stefnu flokka. Það má greina áherslumun í umhverfismálum af svörum frambjóðenda en annars er nokkuð mikill samhljómur í svörunum. Þó má vera að lesend- ur, sem að einhverju leyti eru einnig kjósendur, greini ákveðinn mun á framsetningu svaranna sem gefur óljósa vísbendingu um það hvernig frambjóðendur komi til með að fjalla um og framfylgja hugmyndum sínum. Það getur skipt sköpum í stjórnmálum.“ Eðlilegt er að jafnaðarmönn- um sé vaxandi ójöfnuður hér á landi hugleikinn. Eins og í svör- um frambjóðenda í Suðurkjör- dæmi, má greina áhyggjur fram- bjóðenda af ójöfnuðinum og vilja þeir flestir gera umtalsverðar breytingar á skattkerfinu. Ólafur segir þessar hugmyndir ekki koma á óvart. „Það er eðlilegt að jafnaðarmenn einblíni á þessa þætti og kjósendur horfa vafalít- ið til þess í kosningunum.“ Óeining um stækkun álvers H L U T H A F A F U N D U R C C P h f . Hluthafafundur CCP hf., kt. 450697-3469, Grandagarði 8, 101 Reykjavík, verður haldinn að Grandagarði 8, 101 Reykjavík, þann 10. nóvember 2006 og hefst hann kl. 17:00. D A G S K R Á Tillaga stjórnar CCP hf. um að veita stjórn félagsins heimild í samþykktum félagsins til að hækka hlutafé þess um allt að kr. 200.000 að nafnvirði með útgáfu nýrra hluta. Heimildin gildi í 1 ár og má einungis nota í tengslum við kaup á fyrirtækjum. Hluthafar skulu ekki hafa forgangsrétt til áskriftar að þessum nýju hlutum. Kosning eins varamanns í stjórn félagsins. Önnur mál löglega upp borin. Stjórn CCP hf. I. II. III.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.