Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.11.2006, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 03.11.2006, Qupperneq 22
Greina má áherslumun frambjóðenda í umhverfis- málum en vitanlega er mik- ill samhljómur í svörunum, segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor um svör fram- bjóðenda Samfylkingarinn- ar í suðvesturkjördæmi. Frambjóðendur í þrjú efstu sætin voru spurðir tíu af- dráttarlausra spurninga. Frambjóðendur í prófkjöri reyna öðru fremur að vinna kjósendur á sitt band með því að sannfæra þá um ágæti sitt í að fylgja eftir mál- efnum stjórnmálaflokksins sem um ræðir í hvert skipti. Svör frambjóðenda að þessu sinni draga fram skýran málefnalegan samhljóm, um leið og þau skerpa óeiningu um mikilvæg mál. Fyrirhuguð stækkun álvers Alcan í Straumsvík fellur fram- bjóðendum misjafnlega í geð á meðan allir eru sammála um að íslensk stjórnvöld verði að huga betur að frekari aðgerðum vegna loftslagsbreytinga. Þetta gefur kjósendum ágætar vísbendingar um málefnastöðu segir Ólafur Harðarson, prófessor í stjórn- málafræði. „Kosningar í próf- kjörum snúast sjaldnast um raun- veruleg átök um hugsjónir og málefni heldur miklu frekar hvaða frambjóðendum kjósendur treysta best til þess að framfylgja stefnu flokka. Það má greina áherslumun í umhverfismálum af svörum frambjóðenda en annars er nokkuð mikill samhljómur í svörunum. Þó má vera að lesend- ur, sem að einhverju leyti eru einnig kjósendur, greini ákveðinn mun á framsetningu svaranna sem gefur óljósa vísbendingu um það hvernig frambjóðendur komi til með að fjalla um og framfylgja hugmyndum sínum. Það getur skipt sköpum í stjórnmálum.“ Eðlilegt er að jafnaðarmönn- um sé vaxandi ójöfnuður hér á landi hugleikinn. Eins og í svör- um frambjóðenda í Suðurkjör- dæmi, má greina áhyggjur fram- bjóðenda af ójöfnuðinum og vilja þeir flestir gera umtalsverðar breytingar á skattkerfinu. Ólafur segir þessar hugmyndir ekki koma á óvart. „Það er eðlilegt að jafnaðarmenn einblíni á þessa þætti og kjósendur horfa vafalít- ið til þess í kosningunum.“ Óeining um stækkun álvers H L U T H A F A F U N D U R C C P h f . Hluthafafundur CCP hf., kt. 450697-3469, Grandagarði 8, 101 Reykjavík, verður haldinn að Grandagarði 8, 101 Reykjavík, þann 10. nóvember 2006 og hefst hann kl. 17:00. D A G S K R Á Tillaga stjórnar CCP hf. um að veita stjórn félagsins heimild í samþykktum félagsins til að hækka hlutafé þess um allt að kr. 200.000 að nafnvirði með útgáfu nýrra hluta. Heimildin gildi í 1 ár og má einungis nota í tengslum við kaup á fyrirtækjum. Hluthafar skulu ekki hafa forgangsrétt til áskriftar að þessum nýju hlutum. Kosning eins varamanns í stjórn félagsins. Önnur mál löglega upp borin. Stjórn CCP hf. I. II. III.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.