Fréttablaðið - 03.11.2006, Page 29

Fréttablaðið - 03.11.2006, Page 29
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Eftir sautján ára búsetu í Danmörku er Guðrún flutt til Íslands og byrjuð að gera smurbrauð á Jómfrúnni í Lækjar- götu. Guðrún Pálína Sveinsdóttir hefur verið vin- kona smurbrauðs-jómfrúarinnar Jakobs Jakobssonar í yfir tuttugu ár. Fyrir fjórum mánuðum réði hún sig til starfa hjá honum sem yfirkokkur á smurbrauðsstaðnum góða við Lækjargötuna, en áður bjó hún og starfaði í Kaupmannahöfn í sautján ár. „Núna er ég nýkomin inn í þennan smurbrauðsbransa en í Danmörku var ég lengst af á veitingastað sem heitir Arken og er staðsettur í Nýlistasafninu í Kaupmannahöfn,“ segir Guðrún glöð í bragði þegar blaðamaður spyr hana út í feril hennar í bransanum. „Á Arken var mestmegnis eldaður kaffihúsamatur, en við sáum líka mikið um veislur og ráðstefnur. Í veisluþjónustunni var yfirleitt mikið að gera og meðal annars sáum við oft um veislur fyrir kóngafólkið. Fyrir- tækið sem ég vann fyrir sá líka um matreiðslu fyrir Konunglega leikhúsið og þar var meðal annars haldinn heljarinnar gala-kvöldverður, kvöldið áður en Friðrik og María gengu í það heilaga fyrir tveimur árum. Og svona svo að ég monti mig aðeins þá er gaman að segja frá því að í þessari veislu var samankomið allt kóngafólkið í Evrópu, en ég var ein af fjórtán kokkum sem sáu um veisluna.“ Spurð að því hvort það sé ekki undarlegt að koma af slíkum skala í eldamennsku, yfir í smurbrauðsgerð í henni litlu Reykjavík seg- ist Guðrún hafa vaxið upp úr því að hafa gaman af látunum. „Mann langar bara til að hægja á sér. Það eru allir kokkar þannig. Það endist enginn í endalausum hamagangi. Mér finnst bara gaman að vera komin heim og hlakka til að fá kaldan vetur og vonandi mik- inn snjó,“ segir hún að lokum. Eldað fyrir kóngafólk

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.