Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.11.2006, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 03.11.2006, Qupperneq 32
Morten Skinestad Haakestad, matreiðslumaður á VOX rest- aurant Nordica, hefur verið búsettur á Íslandi um nokkurt skeið. Hann ætlaði aðeins að skreppa heim í helgarfrí til Noregs þegar hann fékk skyndilega boð um að taka þátt í matreiðslukeppni í Nor- egi sömu helgi. Hann galdraði fram glæsilegan humarrétt á mettíma og kom aftur til Ís- lands hampandi titlinum besti sjávarréttakokkur Noregs. Morten hefur alltaf fundist Ísland vera spennandi og heyrt mikið um land og þjóð. Hann segir að Íslendingar séu mjög þekktir í hinum alþjóðlega matreiðslu- heimi fyrir frumleika og góða frammistöðu. „Mig langaði að fara út í heim til að öðlast meiri reynslu í mínu fagi,“ segir Morten og heldur áfram: „Ég hafði mikið heyrt af VOX restaurant enda er það þekktur veitingastaður meðal fagmanna.“ Morten hafði aðeins verið á VOX resturant í stuttan tíma þegar hann fékk tækifæri til að taka þátt í keppninni besti sjáv- arréttarkokkur Noregs, sem fór fram í Björgvin í Noregi fyrir nokkru. Morten fékk að launum ferð á hið heimsþekkta mat- reiðslumót Bocuse d´or í Lyon í Frakklandi og hlakkar mikið til ferðarinnar. Morten er sérstak- lega hrifinn af sjávarréttum og því viðeigandi að koma til Íslands til að upplifa íslenska fiskinn. Fámenni þjóðarinnar kom honum þó mest á óvart. „Það er hreint út sagt ótrúlegt hvað íslenskt mat- reiðslufólk gerir stórkostlega hluti, þar sem þið eruð svo fá,“ segir Morten brosandi. Íslenska hráefnið er ofarlega í huga Mortens sem hann segir vera mjög gott að vinna með. „Fiskur- inn er einstaklega ferskur á Íslandi og það er frábært að fá tækifæri að vinna með slíkt gæða hráefni.“ Hann hrósar mjög yfirmatreiðslumanninum Sigurði Gíslasyni og öðrum starfsmönn- um og segist eiga eftir að sakna Íslands. „Það hefur verið tekið einstaklega vel á móti mér og ég þrífst mjög vel á Íslandi,“ segir Morten. Hann skilur þónokkuð í málinu en er ekki farinn að slá um sig á íslensku enn. „Eldhúsið á sitt eigið tungumál og það er nánast hægt að fara í hvaða eld- hús sem er í heiminum og elda án þess að kunna tungumál lands- ins,“ segir þessi hæfileikaríki listakokkur hlæjandi. Morten er á VOX resturant fram að áramót- um, en útilokar ekki að koma aftur til Íslands síðar. Verðlaunarétturinn er sjávar- rétta smáréttur sem Morten galdraði fram á mettíma. Vanillusteiktur humar með blómkáli, geitaostkrem, tómats- orbée, steinseljufroðu, steinselju olíu, rúgbrauð „crisp“. VOX restaurant er nútímaleg- ur staður þar sem andrúmsloftið er þægilegt og afslappað. Sigurð- ur Gíslason yfirmatreiðslumaður segir staðinn leggja metnað sinn í að vinna í anda hins nýja nor- ræna eldhúss. „Megináherslan er lögð á norrænar matreiðsluhefð- ir og notkun árstíðabundins hrá- efnis úr okkar nánasta umhverfi,“ segir Sigurður og bætir við: „Við viljum hafa sem fæsta milliliði og leggjum mikla áherslu á að þekkja uppruna hráefnisins,“ Besti sjávarréttakokkur Noregs á Nordica Bæjarlind 6, Kóp. • s. 534 7470 • www.feim.is Opið virka daga 10-18 og laugardaga 10-16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.