Fréttablaðið - 15.11.2006, Síða 18

Fréttablaðið - 15.11.2006, Síða 18
fréttir og fróðleikur Efnisatriði laga um frjáls- an atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins eru umdeild. Þau tóku gildi 1. maí á þessu ári. Síðan hafa komið hingað 2.449 ríkis- borgarar, sem skráðir eru hjá Vinnumálastofnun, frá átta löndum sem nýlega gengu í Evrópusambandið. Líklega má telja að fjöldinn sé umtalsvert meiri. Stækkun EES tók gildi 1. maí 2004 er tíu ríki urðu formlega hluti af samningsaðilum EES til viðbótar þeim sem fyrir voru. Þessi ríki voru Eistland, Lett- land, Litháen, Kýpur, Malta, Pól- land, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland og Ungverjaland. Grundvallaratriðið í samninga- viðræðum ríkjanna um aðild að Evrópusambandinu og EES var að gera ráð fyrir heildstæðum lögum og reglum sem næðu til svæðisins í heild. Byggðist þetta atriði á því að nauðsynlegt væri að efla svæðið sem eina heild og auðvelda þannig nýjum ríkjum sambandsins að aðlagast efnahagslegum og samfé- lagslegum stoðum sem EES og Evr- ópusambandið byggja á. Í þessum samningaviðræðum tókust á viðhorf sem annars vegar byggðust á hagsmunum einstakra ríkja, og getu þeirra til þess að tak- ast á við boðaðar breytingar, og hins vegar lagalegum rétti íbúa í löndum EES til atvinnu og búsetu innan svæðisins í heild. Niðurstaða viðræðnanna var sú að ekki væri hægt, út frá lögum og reglum EES, að fallast á takmark- anir á lagalegum rétti fólks til atvinnu og búsetu í sumum ríkjum en öðrum ekki. Heildstæð lög þurftu að ná jafnt til allra íbúa í löndunum. Fallist var á að semja um sérstaka aðlögun á löggjöf Evrópusam- bandsins og EES gagnvart aðildar- ríkjunum á tilteknum sviðum, meðal annars er tók til frelsi laun- þega til flutninga innan EES. Samn- ingarnir um inngöngu átta af lönd- unum tíu, það er Eistlands, Lettlands, Litháens, Póllands, Sló- vakíu, Slóveníu, Tékklands og Ung- verjalands, gerðu því ekki ráð fyrir að þeir tækju gildi fyrr en 1. maí á þessu ári. Enn fremur var í samningunum ákvæði sem heimilaði öllum ríkjum sem tilheyrðu Evrópska efnahags- svæðinu að fresta gildistöku lag- anna til 1. maí 2011. Íslensk stjórn- völd ákváðu að nýta sér ekki þennan rétt í ljósi aðstæðna sem voru fyrir hendi á íslenskum vinnumarkaði. Harkalega hefur verið deilt um hvort íslensk stjórnsýsla hafi verið tilbúin til þess að taka á móti þeim mikla fjölda sem hingað hefur komið frá 1. maí. Forsvarsmenn verkalýðsfélaga víða um land hafa sagt það óheillaskref að nýta ekki frestinn sem mögulegt var að fá, sérstaklega á grundvelli þess að „frjálst flæði vinnuafls myndi stór- skaða það markaðslaunakerfi sem viðgengist hefur á íslenskum vinnu- markaði á liðnum árum og áratug- um“, eins og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélagsins á Akranesi, lét hafa eftir sér í fjöl- miðlum 4. apríl á þessu ári. Innan Alþýðusambands Íslands var málið rætt til mergjar meðal annars í miðstjórn sambandsins þar sem sitja fimmtán fulltrúar. Niðurstaða sambandsins var sú að skynsamlegast væri að fallast á skárri kostinn af tveimur sem fyrir hendi voru, að mati forsvarsmanna ASÍ. Hann miðaði að því að opna fyrir komu launafólks frá nýju aðildarríkjunum í beint ráðningar- samband við atvinnurekendur. Í stað þess að vera með reglurnar á þann veg að banna þeim að komast í beint ráðningarsamband og opna einungis fyrir för þeirra hingað í gegnum svokallaðar starfsmanna- leigur. Þessi niðurstaða sambands- ins var umdeild og hefur ekki enn náðst um hana víðtæk sátt innan verkalýðshreyfingarinnar. Nokkuð harkalega var deilt um þessi mál á Alþingi þegar þau voru til umræðu. Jón Kristjánsson, þáverandi félagsmálaráðherra, var flutningsmaður frumvarpsins um atvinnu- og búseturétt launafólks innan EES og var töluvert um það rætt og deilt. Hann sagði, í ræðu sinni á Alþingi 21. apríl, að niður- stöður stjórnvalda byggðust á heildstæðu mati Alþýðusambands Íslands og aðila vinnumarkaðarins. Magnús Þór Hafsteinsson, vara- formaður Frjálslynda flokksins, sagði það óskiljanlegt að íslensk stjórnvöld hafi ekki fallist á að nýta sér frest til þess að aðlaga íslenska stjórnsýslu og sagði meðal annars í ræðu á Alþingi eftir að félagsmála- ráðherra hafði lokið máli sínu: „Ég vil taka það skýrt fram að ég er ekki að flytja þessa ræðu hér vegna þess að ég hafi eitthvað á móti útlendingum. Ég set hins vegar mjög alvarlegan fyrirvara við það að við Íslendingar séum í stakk búnir að taka við bylgju sem ég er viss um að mun koma.“ Magnús Þór hefur síðan frá því greint að hann telji innflytjendamál í miklum ólestri meðal annars vegna ákvörð- unar stjórnvalda. Þrátt fyrir að útlendingum hér á landi hafi fjölgað umtalsvert það sem af er ári hefur atvinnuleysi minnkað frá því í maí, samkvæmt úttekt Vinnumálastofnunar. Atvinnuástand á Íslandi hefur verið eitt það besta í Evrópu um nokkurt skeið og hafa forsvarsmenn Sam- taka atvinnulífsins á það bent að án mikillar fjölgunar útlendinga á þessu ári hefði erfiðlega getað gengið hjá fyrirtækjum að halda úti þjónustu og framleiðslu í takt við áætlanir, sem síðan hefði getað leitt til óðaverðbólgu og harðrar lendingar í hagkerfinu síðar meir. Atvinnuleysi og fátækt í nýju aðildarríkjum Evrópusambandsins og EES hefur verið viðvarandi und- anfarin ár. Sem dæmi var atvinnu- leysi í Póllandi átján prósent 1. maí á þessu ári og fimmtán prósent í Slóveníu á sama tíma. Frá þessum löndum hefur fjöldi fólks flutt til svokallaðra opinna landa inna EES frá 1. maí. Sá fjöldi liggur ekki nákvæmlega fyrir en talið er að hundruð þúsunda hafi flutt frá þessum löndum. Í lok síðasta árs voru 13.778 erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi en þeim hafði fjölgað um 3.081 í lok júní. Nákvæmar tölur um komu útlendinga hingað eftir júní hafa ekki verið teknar saman en samkvæmt tölum Vinnumála- stofnunar hafa 2.449 útlendingar frá nýju ríkjum EES komið hingað eftir 1. maí og 422 frá ríkjum utan EES. Atvinnu- og búseturéttur grund- vallaratriði í samningaviðræðumAlmenn hags- munagæsla Bandaríska þingið og stríðið í Írak
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.