Fréttablaðið - 15.11.2006, Qupperneq 24
Í nýlegri könnun Fram-
kvæmdasviðs Reykjavíkur-
borgar töldu 75% aðspurðra
nagladekk hafa verið öruggari
10 daga eða minna á síðasta
ári. Spurning vaknar hvort
leggja eigi af notkun nagla-
dekkja og hvaða valmöguleik-
ar séu þá í boði.
„Ég hef selt dekk í 25 ár og hef á
þeim tíma fylgst vel með þeirri
þróun sem hefur átt sér stað í
framleiðslu,“ segir Sveinbjörn
Jóhannesson, hjá Betra gripi, hjól-
barðaverkstæði- og þjónustu í
Lágmúla 9. „Ég tel notkun nagla-
dekkja á höfuðborgarsvæðinu í 99
prósentum tilfella ónauðsynlega,
meðal annars vegna þess hversu
vel saltaðar göturnar eru.“
Sveinbjörn segist sjálfur hafa
ekið um á naglalausum vetrar-
dekkjum á fjórða vetur. „Eftir að
ég skipti yfir prófaði ég fyrst fín-
eða microskorin dekk. Svo reyndi
ég svokölluð loftbóludekk og hef
ekki lent í vandræðum, þar sem
gúmmíið í þeim er símjúkt og loðir
af þeirri ástæðu vel við götuna og
ísinn. Satt best að segja kom mér á
óvart hversu vel slík dekk hafa
reynst.“
Ýmsir möguleikar eru í boði
fyrir þá sem hafa áhuga á nagla-
lausum dekkjum að sögn Svein-
bjarnar. „Ég get sem dæmi nefnt
Cooper dekkin, sem reyndust mér
vel á meðan ég ók um á Daihatzu
jeppa,“ heldur hann áfram. „Þau
voru neglanleg en um leið mic-
roskorin. Einnig dekk frá Michel-
in, Goodyear og Bridgestone, en
við flytjum inn þau síðastnefndu.“
Sveinbjörn segir að því miður
séu dekk í ódýrari kantinum yfir-
leitt hálari, vegna þess hversu
mikið af plastefnum er notað í þau
til að halda framleiðslukostnaði
niðri. „Plast verður hált í frosti og
því þurfa ódýr dekk yfirleitt nagla
til að ná góðu gripi. Betri efni eru
yfirleitt notuð í dýrari dekkin og
fyrir þær sakir virka þau betur í
hálku.“
Einar Magnús Magnússon, upp-
lýsingafulltrúi Umferðarstofu,
telur margt til í því að menn ofmeti
þörf á nagladekkjum á höfuðborg-
arsvæðinu. „Hins vegar erum við
misvel búin undir að keyra í vetr-
arfærð,“ segir hann. „Því verður
hver og einn að meta eigin þörf á
nagladekkjum miðað við getu og
aðstæður.“
Einar segir Umferðarstofu að
sjálfsögðu vilja að bifreiðar séu
þannig útbúnar að þær veiti sem
mest öryggi. „Nú er hins vegar
fáanlegur fjöldi góðra naglalausra
vetrardekkja,“ heldur hann áfram.
„Það stafar af því að nagladekk
eru nú bönnuð víða um Evrópu og
dekkjaframleiðendur hafa brugð-
ist við því með því að þróa full-
komnari og öruggari naglalaus
vetradekk heldur en áður hafa
þekkst. Menn ættu því að kynna
sér málið betur og horfa til þess
hvort ekki sé ástæða til að fá sér
naglalaus dekk.“
Einar bætir við að séu menn
hins vegar mikið á ferðinni úti á
landi, sé auðvitað ríkari ástæða til
að setja góð nagladekk undir bíl-
inn.
Nagladekk ef til vill óþörf
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
Daewoo lyftarar
Partur-Spyrnan-Lyftarar • Eldshöfða 10 • 110 Reykjavík • Sími: 585-2500 • Fax: 567-9557
Gæði á góðu verði
Jeppadekk
Vagnhöfða 6 • Sími 577 3080
31" heilsársdekk
verð frá kr. 12.900
www.alorka.is
Sendum frítt um land allt!
Við míkróskerum og neglum!
Úrval af stærðum upp í 33"
Opið á laugardögum 9-13
M
IX
A
•
fít
•
6
0
4
9
7