Fréttablaðið - 15.11.2006, Side 27

Fréttablaðið - 15.11.2006, Side 27
Land Rover Discovery breytt- ist mikið með tilkomu þriðju kynslóðar bílsins. Til að kynna þessar breytingar breytti B&L út af vananum og í stað þess að senda út auglýsingabækl- inga var fólki einfaldlega boðið að prófa Discovery við alvöru aðstæður. Tölvur og flókinn tækjabúnaður skipa æ stærri sess í bílum og eru jeppar þar engin undantekning. Tæknin er oft flókin og mikilvægt að notkunarviðmót hennar sé þannig að hún nýtist ökumönnum við raunverulegar aðstæður. Þetta var haft að sjónarmiði við hönnun þriðju kynslóðar Land Rover Dis- covery. „Okkur langaði að kynna breyt- ingarnar sem hafa orðið á Discov- ery sérstaklega af því að þær eru svo umfangsmiklar,“ segir Helga Guðrún Jónasdóttir, kynningar- stjóri B&L. „Discovery var áður fyrr ekki þekktur fyrir lúxusbíla- eiginleika en hann er orðinn lúx- usbíll núna.“ Bíllinn er svo sannarlega mikið breyttur frá fyrri kynslóðum og búið er að bæta torfæru- og akst- urseiginleikana töluvert með bættum tæknibúnaði. Í stað þess að hafa óteljandi takka og rofa sem stöðugt þarf að stilla út frá aðstæðum hverju sinni er viðmót- ið einfalt. Discovery er nefnilega ætlað að vera bæði góður fjöl- skyldubíll sem einfalt er að keyra, og jeppi með mikla torfærugetu. Discovery er einnig búinn svo- kölluðu Terrain Responce kerfi sem gerir ökumanni kleift að stilla drif, vél, gírkassa og fjöðrun með einum takka. Stillingarnar á kerf- inu eru fimm og stillir ökumaður kerfið eftir aðstæðum og undir- lagi hverju sinni. Kerfið er einfalt í notkun og meira að segja óvitar í jeppafræðum, eins og undirritað- ur, eiga ekki í vandræðum með að læra á það og nota það rétt. Til að kynna þessar nýjungar bauð B&L ýmsum aðilum að prófa jeppann í stuttum ferðum. Í einni slíkri ferð fékk blaðamaður að fljóta með. Farin var svokölluð Þús- undvatnaleið en hana er að finna á Hellisheiðinni. Farið var upp bratt- ar brekkur í mikilli lausamöl, yfir ár og upp bakka, allt að sjálfsögðu á slóða. Þrátt fyrir nokkurt óöryggi í byrjun var blaðamaður fljótur að ná tökum á jeppanum og til marks um hversu fljótt traust til bílsins og kerfisins myndaðist var heimferð- in um fjórum sinnum fljótfarnari en útleiðin. Flókin tækni í einfaldri framsetningu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.