Fréttablaðið - 22.11.2006, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 22.11.2006, Qupperneq 16
 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að það sé óeðlilegt að skilja á milli iðgjalda og fjármálastarfsemi vátryggingafélaganna þar sem fjármálastarfsemin sé órjúfanleg- ur þáttur af vátryggingastarfsem- inni. „Við borgum iðgjöldin fyrir- fram og þau fara strax í einhverja ávöxtun. Iðgjöldin eru hluti af arði fyrirtækjanna og því er óeðlilegt að þau hækki iðgjöld þegar þau skila góðri afkomu,“ segir Runólf- ur. Vátryggingafélag Íslands og Tryggingamiðstöðin ætla að hækka iðgjöld vátrygginga frá næstu áramótum. Ástæðan er sögð sú að vátryggingastarfsemi félag- anna hafi verið rekin með halla en Runólfur segir að greiðslur vegna bifreiðatjóna hafi hækkað mikið á þessu ári. Hann segir að ökutækjatrygg- ingar á markaðnum í heild sinni hafi hækkað töluvert umfram þróun vísitölu á þessu ári. Á sama tíma hafi félögin kynnt uppgjör sem gefi jákvæða niðurstöðu í heildarrekstrinum. Afkoman hafi verið svo gríðarlega góð að félög- in hafi slegið eigin met. „Iðgjöldin eru grunnur þessara fjármagnstekna og þar eru bíla- tryggingarnar stærsti þátturinn,“ segir Runólfur og minnir á að félögin eigi rúmlega 26 milljarða í sjóði af ökutækjatryggingum einum saman. Gagnrýna hækkun iðgjalda Húsafriðunarnefnd ríkisins mun vera reiðubúin að beita tveggja vikna skyndifriðun til að fresta því að gamli barnaskólinn á Hólmavík verði rifinn. Þetta kom fram á vefnum strandir.is. Þar sagði ennfremur að líklegt væri að sveitarstjórn Strandabyggðar myndi einmitt ákveða á fundi sínum í gærkvöld að fresta niðurrifi skólans þar til húsafriðunarnefndin kemur saman til fundar 30. nóvember. Undirskriftasöfnun hefur verið í gangi meðal Hólmvíkinga sem vilja að skólahúsinu verði þyrmt. Gamli barnaskólinn er meðal þeirra húsa á Hólmavík sem helst þykja hafa sögulegt varðveislugildi. Beita skyndi- friðun á skóla Umferðarteppa verður á Reykjanesbraut frá IKEA að umferðarljósunum við Vífils- staði og jafnvel alla leið að Smára- lind fram í miðjan desember. Hugs- anlegt er að ekki rætist almennilega úr fyrr en næsta vor þegar fram- kvæmdum verður að mestu lokið. Jónas Snæbjörnsson, sviðsstjóri hjá Vegagerðinni, segir að Reykja- nesbrautin frá Hafnarfirði í Kópa- vog verði fjórar akreinar þann 1. júlí á næsta ári. Verkið sé nú hálfn- að. Eftir sé að tvöfalda veginn frá IKEA að Smáralind gegnum Vífils- staðaveg og Álftanesveginn og verði þau gatnamót áfram ljósa- gatnamót. Framkvæmdirnar kosti rúmlega einn milljarð króna. Jónas segir að í dag sé Reykja- nesbrautin frá Kaplakrika í Kópa- voginn umferðarmesti tveggja akreina vegur á landinu. Hann segir að um þennan veg fari 23-25 þúsund bílar á dag. Umferðarteppa sé á Reykjanesbrautinni meira eða minna allan daginn en verstu tím- arnir séu á morgnana og síðdegis. „Þetta lagast ekki fyrr en þessi framkvæmd verður tekin í notkun sem er í síðasta lagi næsta sumar. Vonir stóðu til að það yrði fyrir jólin en dvínandi líkur eru á því, það er erfitt að malbika þegar frystir,“ segir hann og hvetur fólk til þolinmæði. Sigþór Ari Sigþórsson, fram- kvæmdastjóri Klæðningar, segir að hugmyndin hafi upprunalega verið að opna alla brautina um miðjan desember og eiga þá frá- gang eftir. Flýtigreiðslur hafi mið- ast við þetta. „Við erum í kapp- hlaupi við tímann og veðrið. Það verður að koma í ljós hvort við opnum alla brautina eða skiljum eftir eins og hálfs kílómetra kafla. Við verðum að klára steinhlaðna hljóðmön vegna beiðna frá íbúum við Hnoðraholt áður en við opnum fyrir umferðina og það setur líka strik í reikninginn,“ segir hann. Ef ekki næst að opna veginn framhjá Hnoðraholti í desember verður umferðinni beint um hjá- leiðir í samráði við Vegagerð og lögreglu. Sigþór bendir á að hvað varðar umferðartækni sé ákjósan- legt að gera það við umferðarljósin við Vífilsstaði. „Eitthvað af umferðinni skilar sér inn í aðliggjandi hverfi en við erum samt ekki búnir að gefast upp. Við stefnum ótrauðir á að opna 15. desember.“ Eftir áramót verður útboð á tvennum mislægum gatnamótum á Reykjanesbraut, við Vífilsstaðaveg og Arnarnesveg. Umferðar- teppa verður fram til jóla Umferðaröngþveiti verður á Reykjanesbraut frá Kaplakrika að Fífuhvammsvegi fram í miðjan desember og jafnvel langt fram á næsta ár. Veður og hljóðmön við Hnoðraholt tefja framkvæmdir. Verktakinn er ekki búinn að gefast upp. Bílaumboðið Saga Malarhöfða 2a • 110 Reykjavík Sími 570 9900 • www.fiat.is Fiat Grande Punto Númer 1 í Evrópu ævintýraferð til Veróna Þú gætir unnið Mest seldi bíllinn í Evrópu 2006* • Stíll. Hannaður í anda Maserati af Giorgetto Giugiaro. • Eyðsla. Aðeins 6 lítrar á hverja 100 km í blönduðum akstri. • Öryggi. 5 stjörnur í Euro Ncap. 6 loftpúðar. • Eiginleikar. Hlaut Gullna stýrið 2005. *Opinber skráning bifreiða fyrir janúar – apríl 2006 í 15 löndum: Belgíu, Finnlandi, Þýskalandi, Bretlandi, Grikklandi, Írlandi, Ítalíu, Lúxemborg, Noregi, Portúgal, Spáni og Svíþjóð. Þeir sem koma og reynsluaka Fiat Punto í nóvember geta átt von á því að vinna flugferð fyrir tvo til ævintýraborgarinnar Veróna á Ítalíu með Úrvali Útsýn. Opið: virka daga frá 8–18 laugardaga frá 12–16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.