Fréttablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 4
4 1. desember 2006 FÖSTUDAGUR GenGið 30.11.2006 Gjaldmiðlar kaup sala Heimild: seðlabanki Íslands 122,7957 GenGisvísitala krónunnar 67,97 68,29 132,96 133,60 89,64 90,14 12,023 12,093 10,938 11,002 9,887 9,945 0,5843 0,5877 102,42 103,04 Bandaríkjadalur sterlingspund evra dönsk króna Norsk króna sænsk króna japanskt jen sdr DÓMSMÁL Tveir sakborninga í einu stærsta fíkniefnamáli sem komið hefur upp hér á landi báru fyrir dómi í gær, að þeir hefðu verið svo sljóir af bensínvímu að þeir hefðu ekki áttað sig á því að þeir væru að losa ríflega 25 kíló af fíkniefnum úr bensíntanki bif- reiðar. Málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fjórir menn eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnabrot, þar sem reynt var að smygla inn ríflega fimmtán kílóum af amfetamíni og rúmum tíu kílóum af hassi í bensíntanki BMW-bifreiðar. Þrír þeirra, Hollendingurinn Johan H. Engelsman, Ársæll Snorrason og Ólafur Ágúst Hraundal, voru handteknir 13. apríl í iðnaðar- húsnæði á Krókhálsi, þar sem þeir voru að fjarlægja efnin úr bifreiðinni. Fjórði sakborningurinn, Hörð- ur Eyjólfur Hilmarsson, kvaðst hafa farið að undirlagi Herbjörns Sigmarssonar til Belgíu til að kaupa bíl. Herbjörn neitaði því fyrir dómi í gær, en kvaðst hins vegar hafa sent Herði peninga til Belgíu sem hann hefði skuldað honum. Hollendingurinn kvaðst hafa aðstoðað Hörð við að fylla út pappíra varðandi bílinn erlendis. Hann kvaðst hafa vitað að það hefði átt að flytja efni í bílnum til Íslands, sagðist hafa verið að vinna fyrir menn erlendis, en gæti ekki sagt meira, því „það væri of hættulegt fyrir sig“. Hann hefði átt að hjálpa til við að taka efnin úr bílnum og vigta þau. Þeir Ársæll hefðu þekkst síðan 1997. Ársæl hafi hann hitt við komuna hingað. Hann hafi rétt honum miða með númeri sem hann átti að hringja í. Það hafi reynst vera símanúmer Herbjörns, en Ársæll hefði ekki hringt í hann heldur í Ólaf Ágúst. Ársæll kvaðst hafa boðið Hollendingnum að hjálpa honum að gera við bílinn, sem hefði ekki farið í gang, í iðnaðarhúsnæði að Krókhálsi sem hann hefði til umráða. Hann hefði skotist frá til að sækja bensíndælu og keypt svarta plastpoka í leiðinni, því „lengi hefði staðið til að taka til“ í húsnæðinu. Þegar hann hefði komið til baka hefði hann séð ein- hverja brúsa á gólfinu, en hann hefði farið „í mikla vímu“ af bensínlyktinni í húsnæðinu. Ólafur Ágúst kvaðst hafa verið að tappa bensíni af bílnum. Vísað var til hljóðupptöku úr BMW- inum í húsnæðinu, þar sem hann heyrðist segja að hassið væri alla- vega ónýtt, en það þýddi ekki að svekkja sig á því. Spurður um þessi ummæli sagðist hann hafa sagt að „plastið undir sætinu“ væri ónýtt. Jafnframt var vísað til þess að þremenningarnir hefðu heyrst vera að telja eitthvað. Ólafur Ágúst kvaðst ekkert vita hvað þeir hefðu verið að telja vegna bensínvímunnar. Þá var upptakan leikin fyrir hann í dóms- sal, en hann neitaði allri sök. Í lok upptökunnar mátti heyra þegar lögreglan réðst til inngöngu í hús- næðið og gómaði þremenningana við verknaðinn. jss@frettabladid.is Smyglarar báru við athyglis- bresti vegna bensínvímu Fjórir menn sem ákærðir eru fyrir stórfellt fíkniefnabrot mættu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Þeim er gefið að sök að hafa ætlað að smygla og koma í dreifingu rúmlega 25 kílóum af hassi og amfetamíni. MálflutninGurinn Hollendingurinn johan Hendrik engelsman í dómssal, ásamt túlki. Hann sagði aftursætið hafa verið tekið úr bílnum til að komast að bensíntanknum. með því að fjarlægja kringlótta lúgu hafi verið hægt að stinga hendinni ofan í tankinn. Til vinstri eru verjendur sakborninga. edda.is BESTA MYNDABÓKIN Amma og Óli lenda í æsispennandi eltingarleik við vasaþjófa í fríinu sínu. Sólrík saga fyrir upprennandi leynilöggur. STjÓRnMÁL Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, ítrekaði þá skoðun sína á Alþingi í gær að stuðningsyfirlýsing íslenskra stjórnvalda við innrás- ina í Írak í mars 2003 hafi verið lögmæt. Fyrir því lægi lögfræði- leg athugun. Sagði hann ummæli sín um Íraksmál á laugardag hafa fallið í framsöguræðu á flokks- fundi þar sem verið var að undir- búa sérstakt málefnaflokksþing. Ögmundur Jónasson, þingmað- ur vinstri grænna, spurði Jón hvort Framsóknarflokkurinn hygðist styðja tillögu stjórnarand- stöðunnar um að sérstök nefnd rannsakaði málið en fékk ekki skýrt svar. Ögmundur kvaðst enn- fremur vona að með ræðunni hafi Jón ekki verið að reyna að klóra yfir málið til að kaupa frið kjós- enda. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði sérkennilegt að Jón teldi að þetta væri mál sem hann þyrfti aðeins að eiga við flokk sinn og kvað það ekki bara snúast um lög- mæti heldur siðferði. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, sagði Jón vera að reyna að þvo málið af flokknum. Geir H. Haarde forsætis- ráðherra sagði það furðuleg stærilæti að halda að afstaða Íslands hefði skipt einhverju máli í alþjóðasamhengi. - bþs stjórnarandstaðan deildi hart á Jón sigurðsson vegna ummælanna um írak: Jón inntur eftir skýringum forMaður fraMsóknarflokksins Íraksyfirlýsing jóns sigurðssonar var til umræðu á alþingi í gær. LíkAMSÁRÁS Lögreglan í Bethnal Green á Englandi segir ákveðna framvindu hafa orðið í máli Haraldar Hannesar Guðmunds- sonar og að hún muni rannsaka nýjar vísbendingar um helgina. Ekkert er gefið upp nánar, til að spilla ekki fyrir rannsókninni. Tólf dagar eru síðan ráðist var á Harald, en líðan hans er óbreytt og honum er haldið sofandi. Nú hafa hátt í hundrað manns styrkt Harald og aðstandendur hans með fjárframlögum í SPRON og vilja aðstandendur koma á framfæri kæru þakklæti þeirra. - kóþ líkamsárásin í london: Rannsaka nýjar vísbendingar ReykjAvíkURboRG Fulltrúar Samfylkingarinnar segjast afar ósáttir við þá ákvörðun borgaryfir- valda að una úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta og greiða Kjartani Gunnarssyni 208 milljónir króna fyrir fjóra hektara á Norðlinga- holti. Eftir að úrskurðurinn lá fyrir var lögð fram í borgarráði í apríl sú stefna að leita til dómstóla til að knýja fram lægra verð. Í yfirlýs- ingu frá skrifstofu borgarstjóra segir að í sumar hafi nýlegt útboð á lóðum raskað fyrri forsendum og að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri hafi farið að þeim ráðum að una úrskurði eignar- námsnefndarinar. Með því væri verið að gæta hagsmuna Reykjavíkurborgar í hvívetna. - gar eignarnám í norðlingaholti: Hagsmuna Reykjavíkur- borgar gætt STjÓRnMÁL Fylgi Frjálslynda flokksins eykst til muna sam- kvæmt nýrri könnun Gallups og mælist nú ellefu prósent. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkis- sjónvarpsins í gær. Í síðustu könnun, sem gerð var í október, mældist flokkurinn með fjögurra prósenta fylgi. Þetta er fjórum prósentum yfir kjörfylgi flokksins. Fylgisaukningin er á kostnað Sjálfstæðisflokksins, en fylgi hans hrapar um sex prósentustig frá síðustu könnun, fer frá 43 prósent- um niður í 37 prósent. Samfylking- in mælist með 25 prósenta fylgi, VG með nítján prósenta og Framsóknarflokkurinn með átta prósenta fylgi. Liðlega átján prósent tóku ekki afstöðu eða neituðu að svara í könnuninni, úrtak var 4019 manns og svarhlut- fall 61 prósent. - ifv Frjálslyndi flokkurinn: Mælist með 11 prósenta fylgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.