Fréttablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 24
 1. desember 2006 FÖSTUDAGUR24 fréttir og fróðleikur Leiðtogar Atlantshafs- bandalagsins reyndu að láta eins og fundur þeirra í Ríga hefði tekizt vel. En hann opinberaði hve djúpstæð togstreita er innan raða þess um forgangsröðun verkefna, deilingu byrða og samstöðu í reynd. Leiðtogar NATO sýndu samstöðu- vilja bandamannanna 26 með því að árétta á fundi sínum í vikunni, að þeir myndu koma hver öðrum til hjálpar í neyð hvar sem er í Afgan- istan. En skuldbindandi fyrirheit fengust ekki um að fjölga í herliði NATO í þeim héruðum landsins þar sem skæruhernaður talibana er skæðastur. Í þessu sambandi munar mestu um að evrópsku meginlandsveldin Þýzkaland, Frakkland, Ítalía og Spánn reyndust ekki reiðubúin til að senda hermenn til að berjast við hlið bandamanna frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Hol- landi í Suður- og Austur-Afganist- an. Alls eru 32.800 hermenn í fjöl- þjóðaherliðinu ISAF í Afganistan, sem NATO stýrir. En á hættuleg- ustu svæðunum í suður- og austur- hluta landsins hafa hingað til aðeins hermenn frá síðarnefndu NATO- löndunum fjórum boðið skærulið- um talíbana birginn. Í ljósi þess að talið er að í röðum talibana-skæru- liðanna séu virkir að minnsta kosti tíu þúsund herskáir heimamenn, sem fá meira en nóg af vopnum yfir fjöllin frá Pakistan og hafa til að mynda framið eitt sjálfsmorðs- sprengjutilræði á dag síðustu daga, er skiljanlegt að ráðamenn NATO- ríkjanna sem bera hitann og þung- ann af þessum átökum þrýsti á um að þeirri byrði verði deilt á fleiri herðar bandamanna. Hætta á nýrri kreppu? Sumir fréttaskýrendur taka jafn- vel svo djúpt í árinni, að í þessu felist hætta á nýrri kreppu NATO- samstarfsins. „Því þetta bandalag byggir á hugmyndinni um sam- stöðu,“ skrifar leiðarahöfundur þýzka dagblaðsins Die Welt í gær. „Ef það dregur úr þessari einingar- tilfinningu er NATO í alvarlegri hættu.“ Jaap de Hoop Scheffer, fram- kvæmdastjóri bandalagsins, segir þó slíkar áhyggjur ástæðulausar. „Það er ekki hin minnsta ástæða til svartsýni í Afganistan,“ sagði hann við lok leiðtogafundarins í Ríga. Brezki forsætisráðherrann Tony Blair reyndi líka að túlka nið- urstöðu fundarins með jákvæðari hætti. „Það hafa náðst mikilvægir áfangar í rétta átt,“ sagði Blair, en bætti við: „Höfum við fengið allt sem við báðum um? Ekki enn.“ Pólverjar munu senda 1.100 manna liðsauka til Afganistans eftir áramót. En nýjar liðsauka- skuldbindingar fengust ekki í Ríga. Ekki opinberlega, að minnsta kosti. Að sögn ónafngreindra embættis- manna hétu þrjú aðildarríki því að fjölga í sínu liði; Danmörk, Tékk- land og Kanada. Í því skyni að sýna í verki að Ísland skærist ekki úr leik í þessu erfiða verkefni NATO lýsti Geir H. Haarde forsætisráðherra því yfir á fundinum í Ríga að íslenzk stjórn- völd myndu auka framlög til end- urreisnar- og þróunarverkefna í Afganistan, auk þess að standa að flugfrakt, bæði með flugvélum íslenskra flugfélaga og erlendra, í þágu þeirra bandalagsríkja sem hafa liðsafla í sunnanverðu land- inu. Angi af víðtækari umræðu Togstreitan um það hvernig byrð- unum í Afganistan er deilt er ann- ars bara einn angi af víðtækari umræðu innan bandalagsins, sem staðið hefur yfir lengi, um breytt hlutverk NATO eftir að tvípóla ver- öld kalda stríðsins leið undir lok og aðlaga þurfti herafla bandalagsins að ógnum nútímans. Hernaðargetugjáin milli Evr- ópuríkjanna annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar er vandi sem tengist vandanum í Afganistan beint með þeim hætti, að herafli flestra evrópsku NATO-ríkjanna er enn miðaður að mestu við hefð- bundnar landvarnir gegn innrás erlends hers. Aðeins örlítill hluti allra þeirra tveggja milljóna her- manna sem skipa raðir NATO-herja Evrópu er í stakk búinn að vera sendur í verkefni á borð við það sem nú er við að etja í Afganistan. Robert Gates, verðandi varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, lagði á það áherzlu í skriflegu svari sem hann veitti í gær við spurningum varnarmálanefndar Bandaríkja- þings, að hann hefði trú á framtíð NATO-samstarfsins, en að banda- lagið þyrfti á auknu fé og hreyfan- legum mannafla og búnaði að halda ef það ætti að geta staðið undir þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem nú er ætlazt til af því. Evrópsku NATO-ríkin verja að vísu til varnarmála yfir helmingi þess sem Bandaríkin gera, en fyrir þau útgjöld fæst aðeins um fimmt- án prósent af útreiknaðri hernaðar- getu Bandaríkjahers. NATO og Bandaríkin þrýsta því á evrópsku bandamennina að taka til hver í sínum ranni; breyta upp- byggingu herafla síns úr stað- bundnu landvarnahlutverki kalda- stríðstímans og fjárfesta þess í stað í þjálfuðum sveitum atvinnuher- manna og hergögnum sem gera þær hreyfanlegri og betur í stakk búnar að mæta með skilvirkum hætti ógnum á borð við hryðjuverk eða upplausnarástand í fjarlægu ríki. Viðbragðssveitir mikilvægur áfangi Mikilvægur áfangi á þessari braut er stofnun hinna svonefndu við- bragðssveita NATO, sem de Hoop Scheffer tilkynnti með stolti að yrðu komnar á laggirnar í byrjun næsta árs, eftir fjögurra ára undir- búning. Í þeim á að vera 25.000 manna lið, sem á að vera hægt að senda með fimm daga fyrirvara í verkefni svo til hvar sem er í heim- inum og að halda því þar úti í minnst þrjátíu daga. En þetta er þó aðeins áfangi, eins og heyra mátti á máli verðandi varnarmálaráðherrans í Washing- ton. „Bandaríkin geta hjálpað með því að beita NATO til að fást við flóknar ógnir nútímans, og með því að gera bandamönnum sínum ljóst að við ætlumst til þess að þeir axli jafnan skerf af byrðunum,“ segir Robert Gates í þingsvörum sínum. Að sínu mati væri meginvandi NATO fólginn í óvilja margra aðild- arríkjanna til að verja því til varn- armála sem nauðsyn krefði. NATO ætlast til þess að aðildarríkin leitist við að verja minnst tveimur pró- sentum af landsframleiðslu sinni til málaflokksins, en útgjöld flestra Evrópuríkjanna eru á bilinu 1,2-2 prósent. Einnig þrýst á Ísland Eystrasaltsríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen, hafa sett sér að ná tveggja prósenta markinu eftir nokkur ár, þrátt fyrir að þröngt sé í búi þar eystra. Að NATO skuli sjá þeim fyrir lofthelgiseftir- liti, að miklu leyti á kostnað „útgerð- arríkja“ þotnanna sem sinna því hverju sinni, hefur aukið þrýsting- inn á þau að standa sig í að uppfylla óskir NATO að þessu leyti. Eins og bent var á í upphafs- grein greinaflokks um varnarmál Íslands í Fréttablaðinu 9. nóvem- ber veldur þetta því að íslenzka ríkið á nú erfiðara með að komast upp með að spara sér að mestu þennan útgjaldalið. Geir H. Haarde forsætisráðherra finnur greinilega fyrir því að þessi þrýstingur NATO beinist líka að Íslendingum. „Auð- vitað getum við ekki lengur ætlazt til þess, eins og við höfum gert ára- tugum saman, að aðrir standi straum af öllum okkar vörnum,“ hefur Morgunblaðið eftir honum í gær. Það sé ekki eðlileg krafa leng- ur og því séu íslenzk stjórnvöld „til- búin að verja í þessi mál heilmikl- um peningum.“ Anne-Grete Strøm-Erichsen, varnarmálaráðherra Noregs, tjáði Fréttablaðinu í vikunni að Norð- menn væntu þess að Íslendingar sýndu vilja til að taka þátt í kostn- aði af því samstarfi, sem um kynni að semjast milli þjóðanna um öryggis- og varnarmál. Geir sagði hins vegar Ríkisútvarpinu í gær að það væri ótímabært að velta því fyrir sér hver sá kostnaður gæti orðið. Deiling byrða og samstaða í reynd Svona erum við 1999 2001 2003 2005 fréttaskýring Auðunn Arnórsson audunn@frettabladid.is reykjavíkurborg hefur greitt 208 milljónir fyrir fjóra hektara lands í norðlingaholti. Upphæðin er í sam- ræmi við úrskurð matsnefndar eign- arnámsbóta sem borgarráð ákvað í vor að skjóta til dómstóla. Deilur standa nú yfir um hvort of hátt verð hafi verið greitt fyrir landið. Hvað ákvarðar verð eigna? „Það umhverfi sem eignin stendur á og það hvað megi gera við landið, almenna reglan er sú að því minna sem má hrófla við landinu því minna virði er það. staðsetningin skiptir líka máli og þær eignir sem eru í nálægð þéttbýlis eru meira virði.“ Eru 208 milljónir of hátt verð fyrir fjóra hektara? „ég hef ekki kynnt mér þetta mál sérstaklega en ég geri ráð fyrir að ef matsnefnd hefur farið yfir málið sé þetta markaðsvirði landsins og því sú upphæð sem seljandi á rétt á að fá fyrir það.“ Hefur áhugi fólks á jaðarbyggðum aukist? „Já, bæði lönd í jaðri þéttbýla og einnig landakaup á landsbyggðinni. Það er misjafnt hvernig fólk notar þá landskika sem það kaupir, sumir nýta þá til ræktunar, aðrir undir sumarhús og enn aðrir kaupa jarðir til að búa á þeim.“ SpURT & SvARAð UmHVErfi ákVArðAr VErðið Jaðarbyggðir vinsælar mAgnúS lEópoldSSon Löggiltur fasteignasali. > fjöldi gæsluvarðhaldsúrskurða Heimild: Hagstofa Íslands 185 209 174 221 JAAp dE Hoop ScHEffEr Þrátt fyrir þennan áhyggjusvip sagði framkvæmdastjóri natO svartsýni ástæðulausa. fréttabLaðið/ap Látum ekki fylgifiska skammdegisins leggja okkur í rúmið. Styrkjum mótstöðuaflið, höldum heilbrigði og hreysti með varnarefnum náttúrunnar. Láttu sérhæft starfsfólk okkar aðstoða þig við val á vítamínum. kókaín hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga. Í fréttum á miðvikudaginn var greint frá því að tollverðir á keflavíkurflugvelli hefðu lagt hald á þrjú kíló af kókaíni í fórum Íslendings í Leifs- stöð í síðustu viku og daginn eftir var sagt frá því að fjöldi kókaínfíkla á Íslandi hafi tuttugufaldast á nokkrum árum. Þetta bendir til að kókaínneysla Íslendinga hafi aldrei verið meiri. Hefur maðurinn notað kókaín lengi? kókaín er unnið úr laufum kókaplönt- unnar sem vex í mörgum heimshlut- um. fornleifarannsóknir í Ekvador benda til að maðurinn hafi notað það í meira en fimm þúsund ár. indíánaættbálkar í suður-ameríku sögðu að kókajurtin væri komin frá guðunum og að neysla hennar bæri vott um góða stöðu í samfélag- inu. Í gegnum tíðina hafa menn aðallega tuggið lauf plöntunnar og tíðkast það enn víða í suður-ameríku. Vesturlandabúar þekkja hins vegar aðallega unnið kókaín sem er hvítt efni í duftformi. Hvaðan kemur kókaín? Megnið af því kókaíni sem notað er í heimin- um kemur frá kólumbíu, um níutíu prósent, en alþjóðleg glæpasamtök smygla því þaðan og til bandaríkjanna og Evrópu, aðallega sjóleiðina. nýlega birtust fréttir í fjölmiðlum um að glæpamenn séu í auknum mæli farnir að smygla kókaíni með heimatilbúnum kafbát- um. Á dögunum lögðu yfirvöld á kosta ríka hald á 2,7 tonn af kókaíni í einum slíkum fjögurra manna kafbáti úti fyrir ströndum landsins. söluverðmæti efnisins var talið vera um 47 milljónir dala. fBl-grEining: kókaÍn Kókaínneysla í árþúsundir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.