Fréttablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 94
 1. desember 2006 FÖSTUDAGUR54 tonlist@frettabladid.is tónninn gefinn Steinþór Helgi Arnsteinsson Ein af þeim nýju rokk- sveitum sem hafa vakið athygli undanfarna mánuði er brasilíska sveitin CSS sem er skipuð fimm stelp- um og einum strák. Lögin Let’s Make Love and Listen to Death From Above og Meeting Paris Hilton hafa farið eins og eldur um sinu um netið og fyrsta platan þeirra Cansei de Ser Sexy er nýkomin út hjá Sub Pop útgáfunni. Trausti Júlíus- son lagði við hlustir. Brasilíska hljómsveitin CSS er ein af uppgötvunum ársins í tónlistar- heiminum. Fyrsta platan hennar, Cansei de Ser Sexy hefur fengið frábæra dóma og sveitin hefur verið að spila grimmt bæði í Bandaríkjunum og Evrópu undan- farið og þykir frábær á tónleikum. Hún stal t.d. senunni á CMJ tón- listarhátíðinni í New York um dag- inn, en CMJ er ein aðalhátíðin vestanhafs. Stofnuð gegn leiðindum Sagan af því hvernig hljómsveitin CSS varð til er tilbrigði við klass- ískt stef úr rokksögunni. Fyrir þremur árum ákváðu nokkrar vin- konur í São Paulo í Brasilíu að stofna hljómsveit af því að þeim leiddist flestar þær hljómsveitir sem voru að spila á tónleikum í Brasilíu. „Allir þessir strákar með gítarana sína, bassana og trommu- settin voru svo alvarlegir og virt- ust taka hljóðfærin sín svo alvar- lega,“ rifjar Luiza Sá, ein af stelpunum fimm í CSS, upp í nýlegu viðtali. „Það vantaði sár- lega hvatvísi, litadýrð og húmor í þetta.“ Þar sem vinkonurnar kunnu ekki mikið á hljóðfæri þá byrjuðu þær á því að æfa sig í kjallaranum heima hjá einni þeirra, en fóru svo að koma fram í litlum klúbbum í borginni. Eftir nokkurn tíma var þetta orðin sex manna sveit, skipuð fimm stelpum og einum strák. Lovefoxxx syng- ur, Carolina Parra spilar á gítar og trommur, Ana Rezende spilar á gítar og munnhörpu, Luiza Sá spil- ar á gítar, trommur og hljómborð, Iracema Trevizan spilar á bassa og strákurinn Adriano Cintra spil- ar á trommur og gítar og syngur. Vöktu fyrst athygli á netinu Meðlimir CSS eiga það sameigin- legt að vera eða hafa verið í list- námi. Lovefoxxx er hönnuður, Ana er nemi í kvikmyndagerð, Ira er fatahönnuður, Carolina er grafísk- ur hönnuður og Luiza er í mynd- list. Nafnið CSS er skammstöfun fyrir Cansei de Ser Sexy, en það þýðir „þreytt á því að vera sexí“. Þetta er tilvitnun í viðtal við Bey- oncé sem stelpurnar rákust á í tímariti. Þær voru þá að leita að „heimskulegasta nafninu sem þær gætu fundið“. CSS vakti fyrst athygli á net- inu, en meðlimirnir eru duglegir að blogga og í fyrstu settu þær bara myndir af æfingum á netið. Það vakti athygli á sveitinni áður en þær höfðu svo mikið sem tekið upp eitt lag. Seinna fóru lögin Let’s Make Love and Listen to Death From Above og Meeting Paris Hilton að ganga manna á milli á netinu og á endanum rataði tón- listin til bandarísku útgáfunnar Sub Pop sem gerði sveitinni tilboð um útgáfusamning. Sub Pop er gamalgróin gæðaútgáfa sem er enn í dag þekktust fyrir að hafa uppgötvað Nirvana. Devendra Banhart harður aðdá- andi Tónlist CSS er sambland af gítar- rokki, elektró-tónlist og poppi. Þetta er mjög fersk og flott blanda sem hefur stundum verið líkt við sveitir eins og Le Tigre og jafnvel Blonde Redhead, en minnir líka á gamlar post-pönk sveitir eins og The Slits og Blondie. Textarnir minna sumir á hina kanadísku Peaches (í laginu Artbitch syngja þær „Suck Suck Suck My Art Tit, Lick Lick Lick My Art Hole“…), en nöfn laganna segja mikið um innihaldið: Music Is My Hot Hot Sex, Alcohol, Fuck Off Is Not The Only Thing You Have To Show… Eins og áður segir hefur CSS spilað mikið á tónleikum á árinu og þ.á m. á mörgum tónlistarhátíð- um. Á meðal tónlistarmanna sem hafa verið að hrósa sveitinni í há- stert má nefna Devendra Banhart og bandarísku sveitina Spank Rock. Röðin komin að Brasilíu Wu tAng ClAn - enter tHe Wu tAng „Einfaldlega besta plata sem gerð hefur verið. Tölu- vert betri en allar Bítlaplöturnar til dæmis. Árið var 1993 og hiphop var það heitasta sem var í gangi í New York-borg. Wu Tang spruttu fram á sjónarsviðið átta eða níu saman og gerðu allt tryllt. Þeir tóku þetta Kung fu-konsept og hlaupa algjörlega með það, allir meðlimirnir til dæmis með kung fu-nöfn. Á Þessum árum hófst gullöld hiphops-ins og þeir standa algjörlega upp úr. Allir kunna til dæmis lagið Wu Tang clan ain‘t nuthin to fuck wit. Kynslóðin mín ætti að vera kölluð Wu tang-kynslóðin.“ gHoStfACe KillAH - fiSHSCAle Til marks um hvað Wu Tang eru góðir, þá á einn rappari hljómsveitarinnar, Ghostface Killah, plötu ársins skuld- laust. Nú eru 13 ár liðin og Ghostface er enn þá geðveikur. Að mínu mati er lagið Kilo best á disknum, það fjallar um kókaín og byrjar á sog- hljóðum og orð- unum, „I can‘t feel my face“. Ghostface er líka abstrakt rappari, nær artí-genginu í efnis- tökum og yrkjun en þeir sem eru í hans nánasta umhverfi. Hann er o r ð i n n að költi. Marga netverja rak í rogastans þegar þeir sáu nafn Atla Bollasonar skrifað undir umfjöllun um tónleika Sufjan Stevens í Frí- kirkjunni á heimasíðunni Pitchforkmedia. com, sem er einhver sú virtasta í bransan- um. „Ég og Leó Stefánsson félagi minn rák- umst á útsendara Pitchfork á Airwaves og það fór bara nokkuð vel á með okkur. Við bentum honum á áhugaverð bönd og Leó endaði á því að taka myndir fyrir hátíðina sem birtust á Pitchfork. Síðan hefur rit- stjórnin verið í sambandi þegar eitthvað spennandi gerist hér á landi og við höfum reynt að liðsinna þeim eftir fremsta megni,“ segir Atli. „Jákvæð umfjöllun á Pitchfork þýðir að bandið þitt er orðið að stórstjörnu í indí-heiminum. Bönd eins og Arcade Fire og Interpol væru varla neitt án síðunnar,“ segir Atli um vinsældir og vægi síðunnar en tekur það líka fram að mörgum þyki Pitchfork vera hroka- og fordómafullur miðill. Atli, sem viðurkennir að vera mikill aðdáandi síðunnar, segist ekki viss um hvort hann muni skrifa meira, þótt hann sé vissulega til. „Það er dálítið spennandi að hundrað þús- und manns hér og þar um heiminn muni taka mark á því sem mér fannst, einhver völd sem fylgja því.“ Atli segir að próf- örk Pitchfork hafi þó lítillega poppað upp á enskukunn- áttu sína í grein- inni, „Ég veit ekki einu sinni hvað „aust- ere“ þýðir.“ - hal Skrifar fyrir virt vefrit > Plata vikunnar Ampop - Sail to the Moon HHHH „Sannfærandi framhald af My Delusions. Það er greinilega enginn hörgull á góðum hug- myndum og flottum lagasmíð- um hjá Ampop. Ein af plötum ársins.” TJ Í SpilARAnUm the Mountain goats - Get Lonely Snoop Dogg - Tha Blue Carpet Treatment Swan lake - Beast Moans Jónas Sigurðsson - Þar sem malbikið svífur mun ég dansa tokyo Police Club - A Lesson in Crime SnooP Dogg JónAS SigurðSSon fyrSt og SíðASt ágúSt Bent CSS Hinar raunverulegu “Brazilian Girls” og strákurinn Adriano Cintra. Staðreyndin sem blasir við íslenska poppheiminum í dag er einfaldlega sú að hann er gjörsamlega staðnaður og hefur hljómað nær alveg eins í rúm tíu ár. Þetta er sorgleg staðreynd en engu að síður sönn. Ef einhver getur bent mér á íslenska popphljómsveit sem komið hefur fram á síð- ustu tíu árum og breytt íslensku tónlistarlandslagi þá má sá og hinn sami endilega gera það. Þessari gagnrýni vil ég sérstaklega beina að Senu, gömlu Skífunni, sem er langstærsti útgefandi íslenskrar tónlist- ar. Sena fær hins vegar lof fyrir eitt, útgáfan er alltaf gríðarlega stór og í raun ótrúlegt hvað kemur mikið út af íslenskri tónlist á ári hverju. Hins vegar hefur Sena með þessari stóru útgáfu sinni náð að kæfa aðra aðila á markaðnum og íhaldssemin sem ríkir á þeim bænum er til hábor- innar skammar. Hugmyndafátæktin er algjör og ekkert virðist í kortun- um sem bendir til þess að eitthvað sé að fara að breytast. Hvenær ætla menn til dæmis að hætta að gefa út tónlist þar sem textarnir fjalla um „ástir í djúpum dölum“ og fólk sem „sakna andlits þíns á kodda mínum“? Fáir nýliðar hafa komið inn í bransann en í staðinn hefur verið leitað til eldri jaxla á borð við Stebba Hilmars, Jóns Ólafs, Gunna Þórðar og Sigurðar Bjólu svo fáeinir séu nefndir. Spurning hvort við fáum ekki að heyra gullmola aftur á borð við „Síðan liðu árin hratt/ Það kom bleiu- þvottur, kvöldvinna og Kiwanis/ Og Parket á gólf“ sem hljómuðu á plötu Sléttuúlfanna, Undir bláum mána. Nýliðaleysið má að mestu eða öllu leyti skýra út frá þeirri staðreynd að hæfileikaríkir tónlistarmenn á Íslandi hafa einfaldlega ekki áhuga á að skapa tónlist eins og þá sem hefur verið fjöldaframleidd undanfarin ár. Um það á tónlistarbransinn einmitt að snúast, sköpun, en ekki að græða peninga. Idol-, ábreiðu- og safnplötur fyrir „miðaldra fólk á öllum aldri“ (eins og var sagt í nýlegum plötudómi) eru hreinlegar orðnar þreyttar og íslensk popptónlist er einfaldlega orðin alltof einsleit. Eitthvað þarf að aðhafast í þessum málum. Við getum ekki sífellt verið að gorta okkur af því að hér sé eitt gróskumesta tónlistarlíf heimsins og neita þessum tón- listarmönnum um færi á að njóta sín til fulls í stað þess að hjakka alltaf í sama farinu. Niðurlæging íslensks popps Vin nin ga r v er ða af he nd ir h já BT Sm ár ali nd . K óp av og i. M eð þv í a ð t ak a þ át t e rtu ko m inn í S M S k lúb b. 14 9 k r/s ke yt ið. 9. HVERVINNUR! KEMUR Í VERSLAN IR 4. DES! OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ EINTAK! SENDU SMS BTC MDF Á NÚMERIÐ 1900 Vinningar eru Met allica the best of v ideos • Aðrir DVD með Metallica Geislplötur með M etallica • Aðrar ge islaplötur • DVD m yndir og margt fle ira
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.