Fréttablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 12
 1. desember 2006 FÖSTUDAGUR VíSinDi Hægar heilabylgjur djúpsvefns styrkja minnið. Þetta kemur fram í grein sem birtist í hinu virta fræðiriti Nature í gær, en rannsóknin er mastersverkefni Höllu Helgadóttur, diplom sálfræð- ings, sem hún vann ásamt samstarfsmönnum sínum við háskólann í Lübeck í Þýskalandi undir leiðsögn sálfræðingsins Jan Born, sem stjórnar taugainn- kirtlafræðistofnun skólans. „Rannsóknin gekk út á það að auka hægar heila- bylgjur í svefni með vægri raförvun á höfuð. Þannig má dýpka svefninn, en það hefur ekki verið gert áður með þessum hætti,“ segir Halla. Hún segir að niðurstöður minnisprófa, sem lögð voru fyrir þátttakendur rannsóknarinnar, sýndu að minni þeirra styrktist meira yfir nótt þegar þeir fengu raförvun heldur en við venjulegan svefn. „Þetta bendir til þess að hægar heilabylgjur í djúpsvefni gegni því hlut- verki að festa í minnið upplýsingar sem við höfum lært yfir daginn. Rannsóknin útskýrir með nýjum hætti mikilvægi góðs nætursvefns til að viðhalda minni og muna lengur það sem við upplifum.“ Halla er alkomin heim og vinnur nú að svefn- rannsóknum á Landspítalanum auk heilalínurits- rannsókna á Alzheimer-sjúkdómnum, ofvirkni og athyglisbresti hjá fyrirtækinu Mentis Cura. - shá Íslenskur sálfræðingur birtir fræðigrein um svefnrannsóknir í tímaritinu Nature: Góður svefn styrkir minnið Halla Helgadóttir Hið virta fræðitímarit Nature birtir í dag grein hennar um svefnrannsóknir. nAUðGAniR Hópnauðgunum á Ís- landi hefur fjölgað úr átján í tutt- ugu milli ára, þegar enn er rúmur mánuður til ársloka. Einnig hafa fleiri nauðgunarmál komið inn á borð neyðarmóttöku Landspítal- ans en í fyrra. Í lok þessa mánaðar höfðu 134 mál borist, en þau voru 130 alls í fyrra. Af þessum 134 málum hafa einungis 43 mál verið kærð til lögreglu, eða 32 prósent. Eyrún B. Jónsdóttir, deildar- stjóri á neyðarmóttökunni, segir að hlutfall kærðra hópnauðgana sé enn minna, því að einstaklingur sem lendir í því að vera nauðgað af tveimur gerendum eða fleiri upplifi sig svo niðurlægðan að sjaldan sé farið með málið lengra. Að auki komi oft fyrir að líði yfir fórnarlambið í hópnauðgunum og því geti verið erfitt að segja til um hverjir komu að máli. Til hópnauðgana teljast þau mál þar sem fleiri en einn gerandi fremur glæpinn. Einnig ber fólki skylda til að koma fórnarlambi kynferðisglæps til hjálpar og telst það því hópnauðgun þegar horft er upp á nauðgun, án beinnar þátt- töku. Hið sama á að sjálfsögðu við þegar annar gerandinn heldur fórnarlambi föstu meðan hinn kemur fram vilja sínum. - kóþ Tölur frá neyðarmóttöku nauðgana á Landspítala: Tuttugu hópnauðg- anir á árinu landspítali – HáskólasjúkraHús fréttablaðið/GVa inDlAnD Þriggja ára drengur lést þegar hópur svína réðst á hann í útjaðri höfuðborgar Indlands, Delí, og banaði honum. Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Drengurinn eigraði burt heiman frá sér meðan fjölskylda hans tók sér hádegisverðarhlé. Þegar móðir hans hóf leit að honum sá hún svín nágranna síns japlandi á einhverju og þekkti þar rifrildi úr fötum sonar síns, að sögn lögreglu. Konan henti grjóti í svínin, en þau réðust þá gegn henni. Hún æpti upp yfir sig og komu nágrannar henni þá til bjargar, en drengurinn var látinn. Eigandi svínanna hefur verið handtekinn, sakaður um manndráp af gáleysi. - smk Harmleikur á Indlandi: Hópur svína át lítinn dreng sönn fantasía Ákveðið hefur verið að þema Evr- ópusöngvakeppninnar, sem fram fer í Helsinki næsta vor, verði „sönn fantasía, eða „true fantasy“. Finnland CAJ P’S HELGARSTEIK SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 Meindl Colorado GTX Jólatilboð 17.900 kr. verð áður 19.900 kr. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 35 20 0 11 /0 6 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.