Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.12.2006, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 01.12.2006, Qupperneq 88
 1. desember 2006 FÖSTUDAGUR48 Forsala á þrjá af stærstu viðburð- um Listahátíðar í Reykjavík 2007 hefst næstkomandi mánudag en hátíðin fer fram 10.-26. maí. Við- burðirnir sem hér um ræðir eru sýningar San Francisco-ballettsins undir stjórn Helga Tómassonar í Borgarleikhúsinu, sem verða sjö talsins og hefjast 16. maí, og tón- leikar Dmitri Hvorostovsky 20. maí og Bryn Terfel 21. maí sem báðir verða í Háskólabíói. Er þetta í fyrsta sinn sem Listahátíð hefur miðasölu á völdum viðburðum í desember. Kynning á heildardag- skrá hátíðarinnar verður eftir ára- mót. San Francisco-ballettinn þarf vart að kynna fyrir Íslendingum eftir komu hans hingað til lands á Listahátíð árið 2000. Nú, sjö árum síðar, hefur Helgi Tómasson sett saman sýningu sérstaklega fyrir Íslendinga sem byggir á ballettum sem hann hefur samið fyrir flokk- inn. Er hér um að ræða mörg glæsi- legustu verk Helga sem öll sýna afburðahæfni fremstu dansara hópsins. Dmitri Hvorostovsky vann á sínum tíma Bryn Terfel í keppn- inni Cardiff BBC singer of the world árið 1989, en síðan hafa þeir verið taldir tveir fremstu barítón- ar heims. Á Listahátíð í Reykjavík gefst einstakt tækifæri til þess að hlýða á báða þessa stórsöngvara. Fræg er tónleikaför Hvorostov- sky um Rússland í boði Pútíns for- seta þegar hann söng fyrir mörg hundruð þúsund áhorfendur til minningar um rússneska hermenn sem börðust í seinni heimsstyrj- öldinni. Þekktastur er hann fyrir hlutverk Onegin í óperu Tchaikov- sky Eugene Onegin og er stundum talað um að það hlutverk sé eins og skapað fyrir hann. Það mun varla ofsögum sagt að Bryn Terfel sé einn dáðasti söngvari samtímans. Miðasalan fer fram á vef hátíðar- innar www.listahatid.is og í síma 552-8588 alla virka daga frá kl. 10- 16. - khh Stórviðburðir Listahátíðar Í dag kl. 17 geta borgarbúar sótt í Ráðhúsið sitt og hlustað á KaSa hópinn flytja ljúfa klassíska kammertónlist. Á efnisskránni verða verk eftir Mozart, Beet- hoven, Schubert, Poulenc, Villa- Lobos og Jón Nordal. Hljóðfæra- leikararnir í þessari ágætu kammersveit eru Auður Hafsteins- dóttir fiðluleikari, Áshildur Har- aldsdóttir flautuleikari, Helga Þór- arinsdóttir víóluleikari, Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari, Sigurður Bjarki Gunnarsson sell- óleikari og Sigurgeir Agnarsson sellóleikari. Dagskrána kalla þau „Klassísk Reykjavík“ og verður hún á óformlegum nótum með spjalli um tónskáldin og verkin til kynningar. Í lokin verður svo leik- inn jólasálmur Mozarts, Í dag er glatt. KaSa-hópurinn var tilnefndur annar tveggja tónlistarhópa Reykjavíkurborgar 2006 og hefur af því tilefni komið fram á árinu á Vetrarhátíð, í Norræna húsinu og nú síðast á tónleikum þann 1. okt- óber síðastliðinn í menningarmið- stöðinni Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn við góðar undir- tektir. Tónleikarnir sem helgaðir voru íslenskri kammertónlist í sögulegu samhengi voru hljóðrit- aðir og sendir út af danska ríkisút- varpinu, einnig stendur til að hljóð- rita verkin á geisladisk til útgáfu á næsta ári. Enn fremur mun KaSa hópur- inn flytja tónlistarkynningar í Menntaskólanum í Reykjavík, í Borgarholtsskóla og á hjúkrunar- heimilinu Skjóli á næstunni. KaSa-tónlistarhópurinn hefur hlotið styrki til tónlistarverkefna frá eftirtöldum aðilum: Mennta- málaráðuneytið/Tónlistarsjóður, viðskipta- og iðnaðarráðuneytið, Skandinavia-Japan Sasakawa sjóð- urinn, Reykjavík-Loftbrú, Menn- ingarsjóður Íslandsbanka & Sjó- vár-Almennra, Tíbrá, Nýsköpunarsjóður tónlistar Musi- ca Nova, Fitur, Samstarfssjóður Nuuk-Reykjavíkur-Þórshafnar, Minningarsjóður Margrétar Björg- ólfsdóttur, Þróunarsjóður Leik- skóla, Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar og Tónskálda- sjóður RÚV. Það er því í boði þess- ara aðila sem áhorfendur geta notið ljúfra tóna í Ráðhúsinu í dag. - pbb KaSa í Ráðhúsinu Kasa-TónlisTarhópurinn Í björtu veðri við Reykjavíkurhöfn á dögunum. Lúðrasveitin Svanur heldur árlega jólatónleika sína á sunnu- daginn. Efnisskráin er fjölbreytt að vanda og munu tónleikagestir fá að heyra allt frá rússneskum polka yfir í íslensk dægurlög. Rúmlega þrjátíu hljóðfæraleik- arar munu taka þátt í tónleikun- um sem verða með hátíðarbrag en Einar Jónsson trompetleikari mun leika með sveitinni. „Einar leikur með okkur lag eftir Sæbjörn Jónsson, einn af heiðursfélögum Svansins, sem lést á þessu ári. „Lagið „Stars in a Velvet Sky“ er eftir Sæbjörn sem lék á trompet með sveitinni um árabil,“ segir Guðný Jóns- dóttir hljóðfæraleikari. Guðný bendir einnig á að sveitin sé einkar samstillt en félagar úr henni fóru á lúðra- sveitamót í Þýskalandi fyrir skömmu og er Svanurinn því í toppformi. Stjórnandi lúðrasveit- arinnar er Rúnar Óskarsson. Tónleikarnir fara fram í sal í sal SÁÁ, Efstaleiti 7 í Reykjavík og hefjast þeir kl. 17 á sunnudag- inn. Jólatónleikar Svansins lúðrasveiTin svanur Blæs til jólatón- leika á sunnudaginn. fRéttaBlaðið/heiða sÉrsaMið FYrir ÍslanDsheiM- sóKn San francisco-ballettinn flytur verk sem helgi tómasson hefur sett saman.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.