Fréttablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 38
[ ] Alþjóðlega hreyfingin „Slow Food“ eða hæglætishreyf- ingin er kunn meðal margra íslenskra sælkera. Þessi skemmtilega hugmynda- fræði myndaðist fyrir um tuttugu árum þegar ítölskum matreiðslumönnum ofbauð skyndibitinn og fóru að berjast fyrir varðveitingu matarmenn- ingu og -hefða. Hreyfingin gengur út á að vekja áhuga á góðu hráefni, varðveita matarmenningu þjóða og stuðla að sjálfbærri og lífrænni matar- framleiðslu. Það eru yfir 80.000 meðlimir í hreyfingunni um allan heim, bæði matreiðslufólk og almenn- ingur, sem hittast reglulega til að borða saman. En líka til að fræð- ast og fræða aðra. Hugmyndafræðin um hæglæt- ið hefur breitt anga sína víðar eins og til dæmis kemur fram í bókinni Lifum lífinu hægar eftir Carl Honoré, sem kom út fyrr á þessu ári í íslenskri þýðingu. Þar eru hugmyndir um hæglæti í hávegum hafðar, ekki bara í kringum mat, heldur líka í barna- uppeldi, frístundum, ástarsam- böndum, atvinnulífi og daglegu lífi almennt. Mikil breyting hefur orðið á mataræði Íslendinga og mun fleiri hafa áhuga á góðu hráefni og matargerð. Skyndibita- aðdáendum fer fækkandi og fleiri eru farnir að lifa í anda kenninga hæglætishreyfingarinnar, en þó oft án þess að vera meðvitaðir um það. Hæglætiskenningin snýst þó ekki alltaf um að allt eigi að gerast hægt, því það er hægt að framkvæma hratt með hæg- læti í huga. Hreyfingin hefur hvatt mat- reiðslufólk til að nýta árstíðabund- ið hráefni úr sínu nánasta umhverfi með verkefninu „Ark of taste“ sem styrkir innlenda matarframleiðslu á sama tíma og reynt er að koma í veg fyrir að ýmsar matvinnslu- aðferðir falli í gleymsku. Hug- myndin er að hvetja matreiðslu- fólk og almenning til árvekni um hráefnið sem við erum með í hönd- unum hverju sinni, reyna að þekkja upprunann og tengjast betur eigin matarmenningu. Einn- ig að elda með „ást“ og gefa sér tíma í eldhúsinu. En síðast en ekki síst að gefa komandi kynslóðum góða og skemmtilega matarhefð sem getur lifað áfram um ókomna tíð.  rh@frettabladid.is Makindaleg matarmenning Góðir hlutir gerast hægt og matur er þar engin undantekning. Til hnífs og skeiðar Guðrún Jóhannsdóttir Ef ódáinsfæða er til þá hlýtur þessi réttur að teljast þar með. tómatarnir bústnir af andoxunarefnum og fiskurinn og eggin rík af uppbyggjandi próteinum og olíum. Ekki sakar að rétturinn er ljúffengur og matreiðslan einföld. Fiskfars 700 gr fiskhakk 2 egg 1 skarlottulaukur (fínt saxaður) 2 kartöflur (rifnar með fínu rifjárni) salt og pipar Sósa 1 hvítlauksgeiri (fínt saxaður) 2 msk. ólífuolía 1 dós teningaðir tómatar með hvítlauk 1 tsk. þurrkaðar jurtir frá Provence (blanda af basiliku,steinselju, óreganói og rósmaríni) 1 msk. balsamedik 1 lúka fersk basilika 1. útbúið fiskfarsið í matvinnsluvél eða hrærivél. hrærið allt saman þar til farsið er samfellt. 2. Myndið bollur með skeið og steikið þær á pönnu í ólífuolíu um 2 mín. á hvorri hlið eða þangað til þær eru gullinbrúnar og fallegar. setjið bollurnar til hliðar og haldið þeim heitum á meðan sósan er útbúin. 3. steikið hvítlauk og Provence-jurtirnar í ólífuolíu þar til olían ilmar vel. setjið þá tómatana út í og látið sósuna malla svolitla stund. Bætið balsamediki og hakkaðri basiliku út í að lokum. Berið fram með soðnum kartöflum. Gott er að rífa parmesanost yfir. Fiskibollur frá Miðjarðarhafsströndum Gróft brauð með eggjum og grænmeti er gott og getur orðið ennþá betra ef stráð er örlitlu af salti og pipar yfir það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.