Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.12.2006, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 01.12.2006, Qupperneq 2
2 1. desember 2006 FÖSTUDAGUR FíknieFnAmál Tollgæslan á Kefla- víkurflugvelli hefur lagt hald á nánast jafn mikið af kókaíni á þessu ári og hún gerði samanlagt á tuttugu árum þar á undan, eða frá því að sérstakir starfsmenn voru settir í fíkniefnaeftirlit í flugstöðinni árið 1985. Um áttatíu prósent af því kóka- íni sem haldlagt hefur verið hér á landi á síðustu árum hefur verið tekið á Keflavíkurflugvelli. Á tímabilinu 1985 til 2005 lagði tollgæslan hald á um tíu kíló af kókaíni. Þar munar mest um árið 2004 þegar tæplega fimm kíló voru gerð upptæk, þar af 2,7 kíló í desember einum og sér. Það sem af er þessu ári hefur tollgæslan lagt hald á tæplega átta og hálft kíló af efninu, eða eilít- ið minna en tuttugu undanfarin ár saman- lagt. Kári Gunnlaugsson, aðaldeildarstjóri toll- gæslunnar á Keflavík- urflugvelli, segir þessa miklu aukningu líklega endurspegla meiri eft- irspurn eftir kókaíni á Íslandi. „Ég hef ekki trú á því að við séum ein- ungis að ná svona miklu betri árangri í eftirlitinu. Það virð- ist því vera meiri eftirspurn. En það er ekki hægt að áætla hana út frá því sem við tökum. Erlendis er oft talað um að yfirvöld séu að ná fimm til tíu prósentum af því sem reynt er að flytja inn. En þetta er of tilviljunarkennt til að áætla eft- irspurnina út frá því. Mér finnst að minnsta kosti ólíklegt, miðað við það að við tókum rúm átta hundruð grömm í fyrra en meira en tíu sinnum meira það sem af er ári, að eftirspurnin og neyslan hafi tífaldast á einu ári. Það held ég að geti ekki staðist.“ Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, tekur undir með Kára og segir mjög erfitt að áætla eftir- spurnina. „Það er bara leikur að tölum og aldrei hægt að staðfesta hvort þær séu réttar eða rangar. Það eru engin fræði á bakvið það. Ein stór haldlagning getur skekkt heildarmyndina töluvert.“ Jóhann R. Benedikts- son, sýslumaður á Kefla- víkurflugvelli, segir að þótt vert sé að gleðjast yfir afgerandi árangri fíkniefnaeftirlits toll- gæslunnar sé það áhyggjuefni að smygltilraunir á fíkniefnum virðast vera orðnar mun stórtækari en áður. „Það virð- ist einnig vera sem það sé meira af dýrum fíkniefnum eins og kóka- íni í umferð. Það er líklega skýr vísbending um að fíkniefnaneysla sé að verða almennari og ná til fleiri þjóðfélagshópa en áður. Það er mikið áhyggjuefni.“ thordur@frettabladid.is Spurning dagSinS Jafnmikið kókaín og síðastliðin 20 ár Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur lagt hald á nánast sama magn af kókaíni það sem af er árinu og hún gerði frá 1985 til 2005. Þetta bendir líklega til vax- andi eftirspurnar. Að sögn sýslumanns eru smygltilraunir að verða stórtækari. moSkvA, AP Jegor Gaidar, fyrrver- andi forsætisráðherra Rússlands, liggur veikur á sjúkrahúsi í Moskvu, þó ekki í lífshættu, en grunur leikur á að hann hafi orðið fyrir eitrun. Gaidar veiktist heift- arlega í Írlandi í síðustu viku, dag- inn eftir að Alexander Litvinenko, fyrrverandi njósnari, lést í Lond- on. Í líkama Gaidars hafa læknar ekki fundið neina „eðlilega orsök eitrunarinnar og þeim hefur ekki tekist að finna neitt náttúrulegt efni sem þeir þekkja,“ sagði Val- ery Natorov, aðstoðarmaður lækn- anna í Moskvu í gær, um orsakir veikindanna. Rannsóknin á láti Litvinenkos í London heldur áfram af fullum krafti. Geislamengun hefur fundist á tólf stöðum í London og nágrenni og grunur leikur á hugsanlegri geislamengun á tólf stöðum til við- bótar í tengslum við rannsóknina á láti Alexanders Litvinenkos, að því er John Reid, innanríkisráð- herra Breta, upplýsti í gær. Leitað var að geislamengun í fjórum farþegaflugvélum og þús- undir farþega sem hafa flogið með þeim hafa verið beðnir um að láta vita ef þeir fá vísbendingu um að þeir hafi orðið fyrir geislun. - gb Fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands liggur veikur á sjúkrahúsi í Moskvu: Læknar hafa grun um eitrun Jóhann r. BenediktSSon kári gunnlaugSSon ágeir karlSSon 75.000 KR. GJAFABRÉF FRÁ SMÁRALIND FYLGIR NÚNA ÖLLUM NOTUÐUM BÍLUM FRÁ INGVARI HELGASYNI kókaín Tæplega átta og hálft kíló af kókaíni hefur fundist við eftirlit á Keflavíkurflug- velli það sem af er ári. Á tímabilinu 1985 til 2005 fundu tollverðir samanlagt um tíu kíló. STJÓRnmál Borgarfulltrúar Vinstri grænna kærðu sölu hlutar Reykja- víkurborgar í Landsvirkjun til félagsmálaráðuneytisins í gær á þeim forsendum að hún hafi verið ólögleg. Þeir krefjast þess að félagsmálaráðherra felli sam- þykkt borgarstjórnar um söluna úr gildi. Íslenska ríkið greiðir þrjá millj- arða í peningum fyrir hlutinn og 23,9 milljarða í óskráðum skulda- bréfum sem renna í Lífeyrissjóð starfsmanna Reykjavíkurborgar. Árni Þór Sigurðsson, borgar- fulltrúi Vinstri grænna, segir að salan sé ólögleg vegna þess að í lögum er kveðið á um að lífeyris- sjóður megi ekki eiga óskráð skuldabréf sem eru meira virði en tíu prósent af hreinni eign sjóðs- ins. Með sölunni munu óskráðu skuldabréfin mynda 67 prósent af hreinni eign Lífeyrissjóðs starfs- manna Reykjavíkurborgar. Til þess að salan gæti gengið í gegn þyrfti að breyta lögum, segir Árni. Árni segir að ákvæðið um hámarkseign lífeyrissjóða sé í lögum til að tryggja að lífeyris- sjóðir ávaxti fé sitt á sem hag- kvæmastan hátt því óskráð skulda- bréf, sem auk þess séu með breytilega vexti eins og í þessu til- felli, séu illseljanleg. „Lífeyris- sjóðurinn getur ekki farið með bréfin á markað og reynt að selja þau til að ná sér í hagstæðari skuldabréf. Svona bréf takmarka svigrúm lífeyrissjóða og þess vegna er slíkur eignahlutur ólög- legur,“ segir Árni. - ifv Borgarfulltrúar Vinstri grænna segja söluna á Landsvirkjun hafa verið ólöglega: Salan á Landsvirkjun kærð árni Þór SigurðSSon Segir að salan á hlut Reykjavík- urborgar hafi verið ólögleg og það sýni hversu illa ígrunduð hún var. HeilbRiGði Alþjóðlegi alnæmisdag- urinn er í dag. Af þessu tilefni verða Alnæmissamtökin með opið hús á Hverfisgötu 2 á milli klukkan 16 og 19. Átta einstakling- ar hafa greinst HIV-jákvæðir hér á landi í ár. Starfsmenn Rauða krossins lýsa yfir áhyggjum sínum af aukningu alnæmissmita meðal kvenna um allan heim. Framkvæmdastjóri RKÍ, Kristján Sturluson, líkir útbreiðslu alnæmis í sunnanverðri Afríku við neyðarástand, en þar eru allt að 40 prósent íbúa smitaðir. Því hefur Alþjóða Rauði krossinn sent frá sér neyðarbeiðni um 21 milljarð króna. - kóþ Alþjóðlegur alnæmisdagur: Átta Íslending- ar greinst í ár Jón Trausti, kom einhvern tímann til greina að nefna tímaritið Eldgamla Ísafold? Nei, en það kom til greina að nefna það Ástkæra fósturmold. Því var hins vegar hafnað. Blaðamaður tímaritsins Ísafold villti á sér heimildir og réð sig á elliheimilið Grund í viku og skrifaði svo grein um aðbúnað- inn þar. Jón Trausti Reynisson er annar tveggja ritstjóra tímaritsins. STJÓRnmál Báðir þingmenn Framsóknarflokksins í Reykjavík- urkjördæmi norður, Guðjón Ólafur Jónsson og Sæunn Stefáns- dóttir, sækjast eftir öðru sæti á lista flokksins í kjördæminu. Jón Sigurðsson formaður hefur lýst áhuga á að skipa fyrsta sætið. Guðjón Ólafur skipaði þriðja sæti listans í síðustu kosningum og Sæunn það fjórða. Þau urðu þingmenn þegar Árni Magnússon og Halldór Ásgríms- son hættu í pólitík. Kjörstjórn stillir upp á listann. - bþs Framsókn í Reykjavík norður: Guðjón Ólafur og Sæunn vilja sama sætið DÓmSmál Karlmaður var dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamstjón af gáleysi í Hæstarétti á fimmtudag. Dómurinn var staðfesting á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 14. febrúar. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa ekið gegn rauðu ljósi á gatnamótum Suðurlandsbrautar, Laugavegar og Kringlumýrar- brautar í ágúst á síðasta ári, með þeim afleiðingum að hann lenti í harkalegum árekstri við strætis- vagn. Bílstjóri strætisvagnsins kastaðist út úr honum og hlaut áverka á fótum svo að taka varð þá báða af neðan við hné. - ifv Sextíu daga fangelsi: Missti fæturna neðan við hné SAmkomA Kveikt verður á Hamborgartrénu á Miðbakka Reykjavíkurhafnar kl. 17.00 á morgun. Þetta er í fertugasta og fyrsta sinn sem Hamborgarhöfn sendir Reykjavíkurhöfn jólatré en það er þakklætisvottur til íslenskra sjómanna fyrir matargjafir til barna í Hamborg eftir síðari heimsstyrjöldina. - hs Jólatré á Miðbakka: Kveikt á trénu á morgun kveikt á Jólatré Kveikt verður á jóla- trénu á Miðbakka á morgun. BerJaSt um Sæti Guðjón Ólafur og Sæunn sækjast eftir sama sætinu. koRTAviðSkiPTi Ekki verður lengur hægt að sjá upplýsingar um kortanúmer og gildistíma á kvittunum frá og með lokum nóvember að nokkrum þjónustu- aðilum undanskildum sem hafa fengið frest að sögn Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda, sem gaf út tilmæli í ágúst um að látið yrði af birtingu greiðslukortaupplýsinga á kvittunum. „Undanfarin ár hefur verið hægt að sjá upplýsingar um kortanúmer á kvittunum sem til dæmis hefur verið hent og þær upplýsingar notaðar í kaupum gegnum net eða síma.“ Gísli segir töluvert margar verslanir hafa enn verið með þetta kerfi og embættinu hafi borist nokkrar ábendingar um þetta. - sdg Tekið á kortamisnotkun: Kvittanir ekki með númerum Jegor gaídar Hann gegndi stöðu forsætisráðherra um hríð á meðan Boris Jeltsín stjórnaði Rússlandi. fRéTTaBlaðið/afP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.