Fréttablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 111

Fréttablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 111
 1. desember 2006 FÖSTUDAGUR70 Hrósið … Sýningar á Jóladagatali Sjón- varpsins, sem að þessu sinni er sagan um stjörnustrákinn Bláma og Ísafoldu eftir Sigrúnu Eldjárn, hefjast í dag. Þættirnir, sem Kári Halldór leikstýrði, voru frum- sýndir fyrir fimmtán árum og endursýndir árið 1998. Aðalleikar- arnir voru þá allir nýkomnir inn í leiklistarbransann. Fréttablaðið athugaði hvar þau eru stödd í dag. „Ég er að leikstýra jólasýningu hjá Stopp leikhópnum og kenni við Háskólann í Reykjavík,“ sagði Sig- urþór A. Heimisson, sem hefur haldið sig innan leiklistargeirans. Hann heldur að þættirnir standist tímans tönn með prýði. „Þetta er líka tekið upp úti um borg og bæ, það er gaman að sjá hvernig borg- in hefur breyst,“ sagði Sigurþór, sem aftók ekki að hann myndi fylgjast með dagatalinu í ár. „Ég á sex ára strák sem mun fylgjast spenntur með. Ég kann líka ákaf- lega vel við stjörnustrákinn Bláma,“ sagði hann. Kristjana Pálsdóttir, sem fór með hlutverk Ísafoldar, er búsett fyrir norðan þar sem hún hefur kennt leiklist og sett upp sýningar með nálægum grunnskólum. „Ég hef komið að einhverju leiklistar- tengdu á hverju ári frá því að ég útskrifaðist,“ sagði Kristjana, en hlutverk Ísafoldar var eitt fyrsta hlutverk hennar. „Þó ég segi sjálf frá finnst mér þetta nú vera með skemmtilegri jóladagatölunum,“ sagði Kristjana. „Ég hef þá trú að þetta sé ekkert leiðinlegra núna.“ Guðfinna Rúnarsdótt- ir fór með þriðja aðalhlutverkið í þáttunum, sem hún kallar sjálf Fruntalegu kell- inguna. „Þetta var algjört draumahlutverk, hún var alltaf að þykjast vera eitthvað annað en hún var, svo ég fékk ótal gervi,“ sagði Guðfinna, en Fruntalega kellingin var fyrsta stóra hlutverk hennar. Guðfinna einbeitir sér nú að þýðingum og heldur námskeið í upplestri og framsögu fyrir nem- endur í 7. bekk. Guð- finna segir börnum hennar finnast býsna skemmtilegt að fá að sjá dagatalið aftur. „Sonur minn hafði nú einhverjar áhyggj- ur af því að honum myndi finnast mamma hans eitthvað hallærisleg núna, enda var þetta mjög ýkt per- sóna,“ sagði Guðfinna hlæjandi. „Ég vona bara að fólk hafi gaman af þessu, en ég vildi helst að það væru framleidd ný jóladagatöl á hverju ári,“ bætti hún við. sunna@frettabladid.is 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁrÉTT 2 viðbót 6 ung 8 tvöfalt 9 heiður 11 til 12 stjörnuár 14 hirsla 16 tveir eins 17 blekking 18 umfram 20 óreiða 21 gefa frá sér reiðihljóð. LóðrÉTT 1 hvæs 3 berist til 4 ógæt- inn 5 tímabil 7 dröfnóttur 10 fæða 13 kærleikur 15 vingjarnleiki 16 efni 19 íþróttafélag. LAUSN LÁrÉTT: 2 ábót, 6 ný, 8 tví, 9 æra, 11 að, 12 sólár, 14 taska, 16 tt, 17 tál, 18 auk, 20 rú, 21 urra. LóðrÉTT: 1 fnæs, 3 bt, 4 óvarkár, 5 tíð, 7 ýróttur, 10 ala, 13 ást, 15 alúð, 16 tau, 19 kr. stjörnustrákur: jóladagatal sjónvarpsins endursýnt á ný Stenst tímans tönn sTjörnusTrÁkur Á skjÁinn Á ný jóladagatal sjónvarpsins er nú endursýnt í annað skiptið, en það var framleitt árið 1991. Trúir Á sTjörnu- sTrÁk kristjönu Páls- dóttur finnst þetta vera eitt skemmti- legasta jóla- dagatalið. frÁbærT fyrsTa HLuTverk Guðfinna rúnarsdóttir var hæstánægð með Fruntalegu kerlinguna, sem var fyrsta stóra hlutverk hennar. Fréttablaðið/rósa „Þetta er samstarf sjálfstæðu leikhúsanna og alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar, markmiðið er að reka þarna leikhús og bíóhús saman,“ segir Gunnar Gunnsteinsson, framkvæmdastjóri bandalags sjálfstæðra leikhúsa. Nú stendur til að efla starfsemi Tjarnarbíós, bæta og breyta húsnæðinu á ýmsan hátt. Gera á betri aðstöðu fyrir leikhópa baksviðs, og í skýrslu um fram- tíðarsýn á húsinu kemur fram að gera eigi það, „tæknilega fullbúið fyrir leik-, dans- og kvik- myndasýningar“. „Við köllum þetta Masterplan,” segir Gunn- ar, en ekki er enn búið að fullfjármagna fram- kvæmdirnar. „Við fengum smá pening frá rík- inu og núna erum við í umræðum við Menningar- og ferðamálaráð.“ Fái áætlunin að ganga eftir má með sanni segja að menningar- líf borgarinnar eflist til muna. Ekki hefur verið rekið grasrótar kvikmyndahús í Reykjavík síðan Fjalarkötturinn var og hét og með til- komu betri aðstöðu mun gatan fyrir sjálfstæða leikhópa aldrei hafa verið jafn greið. „Þetta er svona um það bil, næstum því að detta inn,“ segir Gunnar að lokum en ekki hefur endanleg ákvörðun verið tekin hjá eiganda hússins, en það er Reykjavíkurborg. - hal Nýtt og betra Tjarnarbíó í bígerð breyTir Tjarnarbíói Gunnar segir breytingarnar, „um það bil næstum því að detta inn“. Tjarnarbíó til stendur að gera húsið „tæknilega full- búið fyrir leik-, dans- og kvikmyndasýningar”. „Ég byrjaði nú ferilinn þarna, þannig mér líður eins og ég sé að snúa aftur heim,“ segir Kristján Kristjánsson hárgreiðslumaður sem hefur keypt hlut Baldurs Rafns Gylfasonar í hárgreiðslustofunni Mojo. Kristján hefur unnið á Rauðhettu og úlfinum undanfarin sex ár og fannst orðið tímabært að söðla um. „Þetta er auðvitað allt í góðu, þetta er frábær vinnustaður. Mér fannst bara kominn tími til að breyta til.“ Baldur Rafn mun hafa ákveðið að selja sinn hlut í stof- unni til að geta einbeitt sér að heildsölu hárvara. „Ég var að vinna á Mojo frá 1992 til 1996 og hef þekkt Guðmund Hallgríms- son, meðeiganda Baldurs, síðan þá. Hann bauð mér að kaupa þegar Baldur ákvað að selja sinn hlut í stofunni, og mér fannst það of gott tilboð til að hafna. Við Gummi munum því reka stofuna saman og ég hlakka til að vinna með honum aftur.“ Mojo er ein vinsælasta hárgreiðslustofa landsins og þykja eigendaskiptin nokkuð stór tíðindi í heimi hártískunnar hér á landi. Kristján vinnur út annasamasta mánuð ársins hjá Rauðhettu og úlfinum en hefur störf á Mojo strax á nýju ári. Hann segir að nýjum eigendum fylgi alltaf einhverjar breytingar en vill ekki úttala sig um þær að svo stöddu. „Það kemur í ljós þegar þar að kemur.“ Kristján kaupir hlut Baldurs í Mojo baLdur rafn selur sinn hlut í stofunni og ætlar að einbeita sér að heildsölu. krisTjÁn krisTjÁnsson byrjaði feril sinn á Mojo og líður eins og hann sé að fara aftur heim. sÁTTur við bLÁma sigurþór Heimisson kann enn ákaflega vel við stjörnustrákinn bláma og mun fylgj- ast með framvindu mála ásamt syni sínum. Fréttablaðið/ Hörður …fær Daníel Alvin Haralds- son, sem bar höfuð og herðar yfir jafnaldra sína í nýaf- staðinni rímnaflæðikeppni Miðbergs og hlaut fyrsta sætið að launum. Ekkert lát er á umfjöllun breskra fjölmiðla um Eggert Magnússon og kaup hans á West Ham. breska blaðið the Guardian birti í fyrradag ummæli talskonu Eggerts um ástæður þess að hann keypti West Ham. tilvist þessarar talskonu kom mörgum í opna skjöldu því Eggert hefur hingað til ekki kippt sér upp við að svara sínum síma sjálfur og fyrir mál sín. Þegar Fréttablaðið hafði samband við Eggert kom hann enda af fjöllum, sagðist enga talskonu hafa á sínum snærum og bætti því við að þetta sýndi hversu mikið væri að marka breska fjölmiðla, þeir væru farnir að skálda upp persónur. Jón Viðar Jónsson, leiklistargagnrýnandinn grimmi, „is back and he’s angry”. Í dómi sem birtist í tímaritinu Ísafold um amadeus í borgarleik- húsinu hjólar hann með slíkum ósköpum í leikstjórann Stefán Baldursson að varla eru nema rjúkandi rústir einar eftir. segir að sem betur fer sé hans „alltof, allt of löngu valdatíð” í Þjóðleikhús- inu lokið þar sem hann misnot- aði aðstöðu sína og setti upp flatneskjulegar stjörnusýningar. Guðjón Pedersen, sem telur sig nútímamann í leikhúsi, hlýtur ákúr- ur frá jóni Viðari, fyrir að hleypa hinu ófrjóa stjörnuleikhúsi stefáns afturgengnu í borgarleikhúsið og Hilmir Snær, ætti, vilji hann ávaxta sitt pund sem leikari, að svipast um eftir öðrum leikstjóra en stefáni baldurssyni. - fgg/jbg frÉTTir af fóLki 59.900 kr. Trier er elsta borg Þýskalands og þar er nóg um að vera á aðventunni. Borgin er böðuð ljósum og skreytingum og allt iðar þar af mannlífi. Tilvalið er að klára jólainnkaupin á skemmtilegum jólamörkuðum í ekta þýskri hátíðarstemningu. Gist verður á þriggja stjörnu hóteli í hjarta borgarinnar. Innifalið í verði er flug, gisting í þrjár nætur, morgunverður, rúta og spennandi skoðunarferðir. AÐVENTUFERÐ TIL TRIER Verð: PAKKAFERÐIR VIÐ ALLRA HÆFI Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100 8.–11. des. 64.900 kr. Nú er Kylie Minogue mætt aftur en hún hóf tónleikaferð sína í Ástralíu á dögunum. Kylie verður í Manchester 19. janúar og auðvitað verða Express Ferðir á svæðinu. Gist verður á þriggja stjörnu hóteli, miðsvæðis í Manchester. Innifalið er flug, gisting og miði á tónleika Kylie Minogue. TÓNLEIKAR MEÐ KYLIE MINOUGE 19–21. janúar Verð frá: 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.