Fréttablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 58
Helgu ÓlafsdÓttur tískumolar Nýir tímar í gömlum heimi. Síðan 1950 hefur Kína ekki viljað samþykkja Tíbet sem sjálfstætt ríki. Einn af stóru draumum Tíbetbúa hefur verið að eignast sitt eigið landslið í fótbolta. Það var danska fyrirtækið Hummel sem reið á vaðið og sendi í leiðinni sterk skilaboð til íþróttaheimsins þegar fyrirtækið ákvað að styrkja landslið Tíbeta. Hummel hannaði einstaka fótboltatreyju sem á enga sér líka og er aðeins seld í velvöldum tískuvöruverslunum víða um heiminn. Þeir sem ekki vilja ganga í fótboltatreyjum en fíla Hummel í Tíbet, geta nálgast geggjaðar hettupeysur, buxur, boli og aukahluti með tíbetskum innblæstri í Magazin du Nord í Kaup- mannahöfn eða í síma 5530700 hjá Hummel Sport Ísland. Að lokum mæli ég með því að við tökum landslið Tíbet til fyrirmyndar því liðsmenn fara sínar eigin leiðir til að skapa menningarlegan karakter og jafnvægi á milli hins andlega og veraldlega heims. Hummel í tíbet Fyrir stuttu opnaði Birna Concept shop dyr sínar á Skólavörðustig 2. Birna er ungur íslenskur hönnuður sem hefur lengi verið búsett í Danmörku. Árið 2000 setti hún á laggirnar sitt eigið fatamerki í Danaveldi. Núna selur Birna fötin sínu í fjölmörgum löndum og flíkur hennar hafa prýtt síður danskra tískutímarita margoft. Hvernig væri að rölta niður í bæ og kíkja á Birnu? birna Concept shop Athugið, allir góðir drengir sem ekki kunnið að strauja skyrtur eða binda bindishnút. Hægt er að læra hvort tveggja á heimasíðunni www.saevarkarl.is. Núna eru engar afsakanir teknar gildar, stilltu tölvunni á borð fyrir framan straubrettið, safnaðu saman öllum óstraujuðu skyrtunum þínum, kveiktu á sýnikennslunni og eftir tvær til tíu skyrtur er þetta komið. Þú hefur sparað svo mikinn hreinsunarpening með straueríinu að þú getur farið og keypt þér flott bindi fyrir sparaða aurinn. Og enn eitt mjög mikilvægt atriði, konan á heimilinu verður sérlega ánægð með framtakið. sannir karlmenn strauja skyrturnar Mér var vinsamlega bent á það að „skórnir sem ég er ástfangin af“ eru sko heldur betur fáanlegir á landinu góða Íslandi. Hinir forkunnarfögru Pedro García fást hjá Sævari Karli. Hvernig er hægt að láta ástina framhjá sér fara á þennan hátt? Ég á ekki til orð. Ég hugga mig við það að hjá Sævari Karli hefur Pedro García verið í góðum félagsskap með ítölsku vinkonunum Prada og Miu Miu. Sjáumst í Bankastrætinu! Sævar Karl selur skóna sem ég elska! Pedro Garcia Dökkbrúnir ökklaskór úr rúskinni, dökkbrúnir satín hælaskór með Swarovski-spennu og millibrúnir hælaskór með leðurskreytingu. Allir skórnir eru frá PEDRO GARCIA. Svart rúskinn Svartir rúskinn Miu Miu skór með uppfyltum hæl og æðislega lillabláir að innan og Peeptoe svört Miu Miu taska. Brúnt og blátt Brún ökklastígvél með háum hæl, ljósbrúnir skór með stórum Swarovski-steinum og bláir hælaskór með hæl alsettum Swarovski- steinum. Allir skórnir eru frá Miu Miu. SirKuS01.12.06 10 tíska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.