Fréttablaðið - 12.01.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 12.01.2007, Blaðsíða 24
[Hlutabréf] Fyrirtæki sem gera vilja upp í erlendri mynt þurfa að sækja um það til ársreikningaskrár. Frá árinu 2002 hafa 167 fyrirtæki fengið slíka heimild, tæp 60 prósent í Bandaríkjadölum og tæpur þriðjungur í evr- um. Fyrir ári var tæpur fjórðungur í evrum. Um áramót höfðu 167 fyrirtæki fengið heimild til að færa bókhald sitt í erlendri mynt. Í lögum um ársreikninga er kveðið á um hvaða skilmála fyrirtæki þurfa að upp- fylla til að fá heimild til að breyta uppgjöri sínu á þann veg og hve- nær umsókn um slíkt þarf að ber- ast. „Umsókn um heimild til færslu bókhalds og samningar ársreikn- ings í erlendum gjaldmiðli skal berast ársreikningaskrá tveimur mánuðum fyrir upphaf viðkom- andi reikningsárs,“ segir þar meðal annars. Guðmundur Guðbjarnarson, forstöðumaður ársreikningaskrár hjá Ríkisskattstjóra, segir að heimild sé veitt til að færa upp- gjörið í erlenda mynt uppfylli félög skilmála laganna. „Tíma- mörkin eru svo sett til þess að tryggja að ekki sé um neina skyndiákvörðun að ræða hjá fyr- irtækjunum, heldur sé þetta gert að vel athuguðu máli.“ Til dæmis nægir félögum að sýna fram á að þau séu með meg- instarfsemi sína erlendis eða séu hluti erlendrar samstæðu þar sem starfrækslugjaldmiðillinn er annar en króna. Þá geta einnig fengið slíka heimild félög sem eiga erlend dótturfélög, eða hafa meginstarfsemi hér en eru með verulegan hluta tekna sinna erlendis frá í öðrum gjaldmiðli en krónum. Eins geta fengið heimild til að gera upp í erlendri mynt félög sem hafa verulegan hluta fjárfestinga sinna í erlendum fjárfestingarvörum og skuldir þeim tengdar í erlendum gjald- miðlum. „Svo er spurningin bara hvernig fyrirtækin leggja þetta fram í sinni umsókn, hvort þau uppfylli þessi skilyrði,“ segir Guðmundur, en umsóknum er hafnað geri þau það ekki. Guðmundur segir að af þeim félögum sem fengið hafa heimild geri flest, 98 eða 58,7 prósent, upp í Bandaríkjadal. Þar á eftir kemur 51 fyrirtæki sem gerir upp í evru, eða 30,5 prósent. Þetta er nokkur breyting frá árslokum 2005 þegar 65 prósent fyrirtækja gerðu upp í Bandaríkjadal og 24 prósent í evrum. Í þriðja sæti um algengustu erlendu uppgjörsmyntina er svo enskt pund, en níu fyrirtæki gera upp í því, eða 5,3 prósent. Meðal annarra gjaldmiðla sem félög gera upp í eru norsk og dönsk króna og japanskt jen. Þá segir Guðmundur að þó nokkur einka- hlutafélög hafi fengið heimild til að færa hlutafé í erlendri mynt, en um það gildi nokkuð önnur lög- mál en um skráð félög, þar sem hlutaféð sé ekki gefið út og gangi ekki kaupum og sölum með hefð- bundnum hætti. Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunn- laugssynir hafa selt hlut sinn í Hanza-hópnum ehf. til Merlu ehf. Merla er félag í eigu Róberts Melax. Hanza-hópurinn hefur verið áberandi á fasteigna- markaðnum síðustu misser- in, meðal annars byggt fjög- ur lyftuhús á svokölluðum „Rafha-reit“ í Hafnarfirði, að því er fram kemur í til- kynningu. „Þá stendur hóp- urinn að endurbyggingu DV-hússins í Þverholti og nýbygg- ingu verslunar- og íbúðarhúss í miðbæ Hafnarfjarðar. Fyrirtækið er einnig að reisa 335 íbúðir í Arn- arneshæð og þróa nýtt íbúðarhverfi á Kársnesinu í Kópavogi.“ Róbert er kunnur úr ís- lensku viðskiptalífi. Hann er stofnandi Lyfju, fyrrum eigandi Dags Group og er forstjóri Open Hand í Lond- on. Bræðurnir Arnar og Bjarki eru sagðir hafa snúið sér að eigin fjárfestingum auk þess sem þeir spila báðir með FH í fótboltanum á næsta tímabili. Breyttur Hanza-hópur Orkuveita Reykjavíkur hefur fengið lánshæfiseinkunnina Aa2 frá matsfyrirtækinu Moody´s og eru framtíðarhorfur fyrirtækisins sagðar stöðugar. Fram kemur að lítil eða óveruleg áhætta er í rekstri OR og vægi tekna félags- ins af samkeppnisrekstri muni aukast sem dragi úr áhættu. „Orkuveitan er að búa sig undir framtíðina. Það eru mikar fjár- festingar hjá okkur á næstu sex til sjö árum og fyrirtækið vill hafa alla möguleika á fjármögnun. Við teljum gott að gera það núna þannig að við höfum rúman tíma fyrir okkur,“ segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR, en unnið hefur verið að matinu undanfarna tíu mánuði. Hann bendir á að þetta gefi fyrirtækinu færi á að fara út á alþjóðlegan skuldabréfamarkað til að leita bestu lánskjara. Moody´s telur jafnframt að OR sé sterkt fyrirtæki og ekki dragi úr styrk þess að Reykjavíkurborg skuli vera stærsti eigandinn. Einkunnin er sú þriðja besta sem íslenskt fyrirtæki fær. Fyrir ofan OR eru Íbúðalánasjóður og Landsvirkjun, sem njóta ríkis- ábyrgðar, en viðskiptabankarnir þrír og Straumur-Burðarás bera lægri einkunnir en OR. OR fær lánshæfis- einkunn frá Moodý s Sportvörukeðjan JJB Sports skil-aði ágætri jólasölu og auknum hagnaði miðað við sama tíma árið áður, þökk sé mikilli sölu á fótboltatreyj- um vinsælustu félagsliðanna í ensku úrvals- deildinni. Mesta salan liggur í treyj- um Manchest- er Utd. en mikil ásókn hefur enn fremur verið í treyjur Liver- pool. Helstu samkeppnisaðilar JJB Sports eru stórmarkaðir og Sports- world sem er önnur stór sportvöru- verslanakeðja. Líkur eru á því að fyrirtækið verði tekið yfir af breskum fjárfestingasjóðum og þá hefur einnig nafn Baugs verið nefnt til sögunnar sem áhugasam- ur kaupandi. Fótboltatreyjur gefa gott spark Englandsbanki kom á óvart í gær þegar hann ákvað að hækka stýrivexti í Bretlandi um 25 punkta í 5,25 prósent að loknum tveggja daga fundi peninga- málanefndar bankans. Evrópski seðlabankinn ákvað hins vegar að halda stýrivöxtum óbreytt- um í 3,5 prósentum. Almennt var reiknað með að Englandsbanki myndi halda vöxtum óbreyttum. Greinendur nú eru sagðir rýna í ummæli Jean-Claude Trichet, banka- stjóra evrópska seðlabankans, til að sjá hvort hann ætli að fylgja fordæminu. Óvænt stýrivaxtahækkun Peningaskápurinn ... GRAND PARMA ÞURRVERKAÐ GRÍSAKJÖT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.