Fréttablaðið - 12.01.2007, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.01.2007, Blaðsíða 28
 Sveinn Kjartansson í Fylgifisk- um lætur lesendum eftirfar- andi uppskriftir í té. Þar er hollustan höfð í fyrirrúmi þó ekkert sé heldur slegið af bragðkröfunum enda sóma réttirnir sér á hvaða veislu- borði sem er. Grófsaxið laxinn og setjið í skál. Rífið piparrótina og engiferinn saman við. Fínsaxið vorlauk og chili og bætið í skálina ásamt sesamolíunni, grófmuldum val- hnetunum og grófsaxaðri perunni. Saltið og piprið. Blandið öllu var- lega saman. Mótið og leggið kóri- anderinn ofan á. Gott er að bera laxatartar fram á salati, t.d. lárperu, baunaspírum, gúrkum og vorlauk. Fyrir þá sem vilja sósu með þá er wasabi-sesam dressing frá Boyajian góð. Maukið mangópickles í mat- vinnsluvél og hellið sítrónuolíunni saman við. Hellið maukinu yfir þorskhnakkana, saltið og piprið. Raðið þorskinum í eldfast mót. Sneiðið hvítlauksrifið í 12 þunnar sneiðar og setið þrjár sneiðar á hvern þorskhnakka. Bakið við 200°C í 15 mínútur. Gott er að bera þennan rétt fram með brúnum hrísgrjónum og hreinum sýrðum rjóma. Skerið kolaflökin í tvennt eftir endilöngu. Leggið þau á vinnu- planka og saltið og piprið. Sigtið safann af snjókrabbanum og setj- ið síðan í matvinnsluvél og maukið ásamt rjómaostinum og dukkah-. Skiptið maukinu jafnt á kolaflökin og rúllið flökunum upp. Smyrjið eldfast mót með olíu og leggið kolaflökin í mótið. Bakið í 10 mínútur við 200 °C. Skerið kartöfluna í litla teninga og steikið í olíunni á pönnu. Þegar teningarnir eru tilbúnir er spína- tinu bætt á pönnuna og saltað og piprað. Stráið saxaðri basilik- unni yfir og takið af hitanum. Sjávarfang í frísklegum og bragðgóðum búningi Hafðu hemil á matarlystinni og minnkaðu sykurþðrfina. Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem borða egg í morgunmat eru mett- ari næstu 36 klukkustundirnar en þeir sem fá sér ristað brauð eða morgunkorn. Gætið þess þó að nota litla olíu við steikinguna og ekki borða fleiri en sjö egg á viku. Það virðist kannski undarlegt að fá sér baunir í morgunmat en kúrekarnir hafa þó eflaust haft eitthvað fyrir sér í þeim efnum. Í baunum er nefninega að finna merkilegt hormón sem heitir chol- ecystokinin en það setur náttúru- legar hömlur á matarlystina. Byrjaðu máltíðina á því að borða fullan disk af salati. Gættu þess þó að hella ekki hitaeiningaríkri sal- atsósu yfir allt. Salat gerir þig mettari, er fullt af næringar- efnum og hefur jákvæð áhrif á alla líkamsstarfsemi. Já, greipávöxturinn er snúinn aftur. Nýleg rannsókn á offitusjúk- lingum leiddi í ljós að með því að borða hálf- an greipávöxt fyrir máltíð, léttist mann- skapurinn um rúm- lega eitt kíló á mann á 12 vikum. Grænt te innheldur koffín sem hraðar brennslu og örvar efnaskipti. Það er líka vatnslos- andi og vinnur gegn slæmum áhrifum kólesteróls. Fæðutegundir sem metta og grenna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.