Fréttablaðið - 12.01.2007, Side 28
Sveinn Kjartansson í Fylgifisk-
um lætur lesendum eftirfar-
andi uppskriftir í té. Þar er
hollustan höfð í fyrirrúmi þó
ekkert sé heldur slegið af
bragðkröfunum enda sóma
réttirnir sér á hvaða veislu-
borði sem er.
Grófsaxið laxinn og setjið í skál.
Rífið piparrótina og engiferinn
saman við. Fínsaxið vorlauk og
chili og bætið í skálina ásamt
sesamolíunni, grófmuldum val-
hnetunum og grófsaxaðri perunni.
Saltið og piprið. Blandið öllu var-
lega saman. Mótið og leggið kóri-
anderinn ofan á.
Gott er að bera laxatartar fram
á salati, t.d. lárperu, baunaspírum,
gúrkum og vorlauk. Fyrir þá sem
vilja sósu með þá er wasabi-sesam
dressing frá Boyajian góð.
Maukið mangópickles í mat-
vinnsluvél og hellið sítrónuolíunni
saman við. Hellið maukinu yfir
þorskhnakkana, saltið og piprið.
Raðið þorskinum í eldfast mót.
Sneiðið hvítlauksrifið í 12 þunnar
sneiðar og setið þrjár sneiðar á
hvern þorskhnakka. Bakið við
200°C í 15 mínútur.
Gott er að bera þennan rétt
fram með brúnum hrísgrjónum og
hreinum sýrðum rjóma.
Skerið kolaflökin í tvennt eftir
endilöngu. Leggið þau á vinnu-
planka og saltið og piprið. Sigtið
safann af snjókrabbanum og setj-
ið síðan í matvinnsluvél og maukið
ásamt rjómaostinum og dukkah-.
Skiptið maukinu jafnt á kolaflökin
og rúllið flökunum upp. Smyrjið
eldfast mót með olíu og leggið
kolaflökin í mótið.
Bakið í 10 mínútur við 200 °C.
Skerið kartöfluna í litla teninga
og steikið í olíunni á pönnu. Þegar
teningarnir eru tilbúnir er spína-
tinu bætt á pönnuna og saltað og
piprað. Stráið saxaðri basilik-
unni yfir og takið af hitanum.
Sjávarfang í frísklegum
og bragðgóðum búningi
Hafðu hemil á matarlystinni og
minnkaðu sykurþðrfina.
Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem
borða egg í morgunmat eru mett-
ari næstu 36 klukkustundirnar en
þeir sem fá sér ristað brauð eða
morgunkorn. Gætið þess þó að
nota litla olíu við steikinguna og
ekki borða fleiri en sjö egg á viku.
Það virðist kannski undarlegt að
fá sér baunir í morgunmat en
kúrekarnir hafa þó eflaust haft
eitthvað fyrir sér í þeim efnum. Í
baunum er nefninega að finna
merkilegt hormón sem heitir chol-
ecystokinin en það setur náttúru-
legar hömlur á matarlystina.
Byrjaðu máltíðina á því að borða
fullan disk af salati. Gættu þess þó
að hella ekki hitaeiningaríkri sal-
atsósu yfir allt. Salat gerir þig
mettari, er fullt af næringar-
efnum og hefur jákvæð áhrif
á alla líkamsstarfsemi.
Já, greipávöxturinn er
snúinn aftur. Nýleg
rannsókn á offitusjúk-
lingum leiddi í ljós að
með því að borða hálf-
an greipávöxt fyrir
máltíð, léttist mann-
skapurinn um rúm-
lega eitt kíló á mann á
12 vikum.
Grænt te innheldur koffín
sem hraðar brennslu og örvar
efnaskipti. Það er líka vatnslos-
andi og vinnur gegn slæmum
áhrifum kólesteróls.
Fæðutegundir sem metta og grenna