Fréttablaðið - 12.01.2007, Page 32
Harpa Hrund Pálsdóttir
kaffibarþjónn segist tengjast
ótrúlegustu hlutum tilfinninga-
böndum.
Á síðasta ári festu Harpa og ást-
maður hennar kaup á íbúð í Norður-
mýrinni. Það segir hún að hafi verið
bestu kaup ævi sinnar. „Við erum
búin að vera lengi að koma okkur
fyrir enda margt sem þurfti að laga
í íbúðinni og enn fleira sem við vild-
um breyta,“ segir Harpa. „En íbúð-
in er orðin nokkuð hugguleg núna
og vonandi fer framkvæmdum að
ljúka.“
Þegar Harpa flutti var mikið af
dóti sem hvarf á haugana. „Ég teng-
ist ótrúlegustu hlutum, fötum til
dæmis, tilfinningaböndum. Ég tek
upp bol og man þá eitthvað sem
gerðist daginn efir að ég keypti hann
eða eitthvað álíka. Þó svo ég sé löngu
hætt að nota flíkina hef ég það ekki í
mér að henda henni og því safnast
draslið upp,“ segir Harpa og hlær.
Harpa segist einnig hafa það á
samviskunni að hafa keypt föt sem
hún hefur aðeins notað einu sinni og
jafnvel aldrei. „Þetta eru fleira en
ein eða tvær flíkur skal ég segja
þér,“ segir Harpa.
Ekki liggja öll fötin hennar
Hörpu ónotuð í neðstu skúffu skápa.
„Ég á gullskó sem ég er búin að nota
svo mikið að tvisvar hef ég þurft að
kaupa innlegg í þá því ég hef gengið
botninn niður,“ segir Harpa sem
enn notar skóna þó svo gat sé komið
á sólana. „Ég verð bara að passa
mig í rigningunni,“ bætir hún við og
greinilegt er að tilfinningaböndin
er sterk gagnvart þessum götóttu
gullskóm.
Föt sem aldrei eru notuð
Rope Yoga
stúdíó
Ármúla 44
Skráning í gangi
Kennari: Emma Bjarnadóttir
Uppl.: s. 860 2173 - info@egER.is - www.egER.is
Skautaholl.is
Opið frá kl. 13 00 allar helgar