Fréttablaðið - 12.01.2007, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 12.01.2007, Blaðsíða 36
Ármann með settið úr Indiana Jones-mynd N okkuð hefur verið rætt og ritað um áramóta-partí bankamannsins Ármanns Þorvaldssonar í Hampden Court Palace í London um síðustu helgi. Partíið vakti mikla athygli enda meiru kostað til en venja er þegar Íslendingar bjóða til veislu. Fram hefur komið að hljómsveitin Duran Duran spilaði nokkur lög í risatjaldi sem reist var í garði hallarinnar fyrir þetta eina tilefni. Það vakti þó jafnvel meiri athygli viðstaddra þegar inn í tjaldið komið að sviðið og barinn var fengið úr leikmynd stórmyndarinnar Indiana Jones and the Temple of Doom sem kom út árið 1984 og skartaði að sjálfsögðu Íslandsvin- inum Harrison Ford í hlutverki fornleifafræð- ingsins geðþekka. Gestir Ármanns kunnu vel við sig í kunnuglegu umhverfi myndarinnar og drukku og borðuðu eins og þeir gátu í sig látið af fínustu veigum og kræsingum. Heyrst hefur fréttir Þ ú segir nokkuð. Þetta er nú bara fyndið,“ sagði athafna-maðurinn Pálmi Haraldsson í Fons í samtali við Sirkus þegar honum var bent á að allir stjórnarmenn 365, sem er útgefandi Sirkuss, nema hann hefðu fjárfest í glænýjum Porsche- sportbílum á undanförnum mánuðum. Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður 365 og forstjóri Baugs, Þorsteinn M. Jónsson, forstjóri Vífilsfells og athafnamennirnir Magnús Ármann og Árni Hauksson keyptu sér allir stórglæsilega Porsche 911 Turbo bíla, sérsmíðaða í Þýskalandi og er áætlað að hver bíll hafi ekki kostað undir 20 milljónum. Þeir sitja allir í stjórn fjölmiðlafyrirtækisins 365 ásamt hinum Porsche-lausa Pálma. „Það stendur ekki til hjá mér að endurnýja,“ segir Pálmi og hlær. „Bílar hafa ekkert að segja í mínu lífi. Ef ég fengi mér nýjan þá myndi ég kaupa Volvo XC 90. Það er flottur bíll,“ segir Pálmi en hann gerir þó síður ráð fyrir því að endurnýja bíllinn sinn á þessu ári. „Þetta er fínt eins og það er,“ segir Pálmi sem ekur um bæinn á Range Rover. Bílakostur stjórnarmanna 365 fyrir utan þessa Porsche-bíla er heldur ekki af verri endanum. Jón Ásgeir Jóhannesson er þekktur bílasafnari og er talið að bílar í hans eigu slagi hátt í þrjátíu. Magnús Ármann á tvo nýja Range Rover sem kosta báðir yfir tíu milljónir og Þorsteinn M. Jónsson á sömuleiðis Range Rover. Bílaáhugamenn gætu því gert margt verra við tímann en að skoða bílaflota stjórnar 365 þegar hún kemur saman. - óhþ AKA ALLIR UM Á GLÆNÝJUM Ekkert að gerast á Fjölnisvegi Ríkasti maður Íslands, Björgólfur Thor Björgólfsson, og sambýliskona hans Kristín Ólafsdóttir fjárfestu í 150 millljóna króna glæsivillu við Fjölnisveg síðasta sumar. Þau fengu eignina afhenta í byrjun september en hafa ekki enn hafist handa við breytingar. Húsið stendur eins og draugahús á meðan Björgólfur Thor og Kristín leigja einbýlishús í Fossvoginum, fjarri skarkala miðbæjarins. Hebbi semur lag fyrir DV Það er mikill hugur í liðsmönnum hins nýja DV sem ætla í stórsókn undir stjórn nýs ritstjóra Sigurjóns M. Egilsson- ar. Annað helgarblað hinnar nýju áhafnar lítur dagsins ljós í dag en ekki mun líða á löngu þar til blaðið fer í daglega útgáfu. Söngvarinn góðkunni Herbert Guðmundsson hefur trú á þessu verkefni því hann labbaði upp á skrifstofu ritstjóra DV með kass- ettutæki og spilaði fyrir hann nýtt DV- lag sem hann hafði samið. Ekki fer neinum sögum af viðbrögðum ritstjórans. Áttu 200 milljónir? Ef þú ert í fasteignahugleiðingum og átt nóg af peningum þá gæti verið sniðugt að skoða rúmlega 600 fermetra glæsivillu sem tískudrottningin Íris Björk Jónsdóttir í GK hefur sett á sölu á Sunnuflöt í Garðabænum. Húsið er ekki enn risið en verður eitt hið glæsilegasta sem sést hefur á höfuðborgar- svæðinu. Og verðið? Kunnugir segja það vera PORSCHE NEMA PÁLMI Árni Hauksson Mikill fagurkeri sem elskar hraðskreiða bíla. Magnús Ármann Hann og Þorsteinn eru bestu vinir og fluttu inn Porsche- bílana sína saman. Pálmi Haraldsson Á ekki Porsche og er alveg sama. Þorsteinn M. Jónsson Flutti inn sérsmíðaðan Porsche frá Þýskalandi. Jón Ásgeir Jóhannesson Stjórnarformaðurinn bætti Porsche í safnið. STJÓRN 365 SAMTAKA Í BÍLAKAUPUM Á SÍÐASTA ÁRI Indiana Jones Vinsæl Indiana Jones and the Temple of Doom var gífurlega vinsæl mynd þegar hún kom út fyrir 22 árum og vann ein Óskarsverðlaun. Ármann Þorvaldsson Bauð ekki bara upp á Duran Duran heldur líka leikmyndina úr Indiana Jones-mynd, þá leikmynd sem birtist í upphafsatriði myndarinnar Indiana Jones and the Temple of Doom. BLS. 4 | sirkus | 12. JANÚAR 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.