Fréttablaðið - 12.01.2007, Side 43

Fréttablaðið - 12.01.2007, Side 43
Los Angeles og töluðu margir um að Magni hefði eflst allur við heimsókn- ina. Áhorfendur heima á Íslandi fylgdust spenntir með þessum fagnaðarfundum og ekki minnkuðu vinsældir þáttanna hér heima. Í gömlu viðtali DV við Magna sagðist hann hafa fundið hluta af sér þegar hann kynntist Eyrúnu Huld, að hún væri allt það sem hann gæti hugsað sér í lífsförunaut. Eyrún hefur að sama skapi átt auðvelt með að hrósa honum og hefur bæði kallað hann yndislegan föður og unnusta. „Hann er opinn, skilningsríkur og traustur. Þeir Marínó eru mjög nánir og ást Magna leynir sér aldrei þegar þeir eru tveir saman. Hann er duglegur, heiðarlegur og umfram allt góður vinur, sagði Eyrún Huld í viðtali og stolt hennar leyndi sér ekki. Lífið er ekki rokk og ról Á meðan á raunveruleikaþættinum stóð fékk Magni að hringja heim í hverri viku. Í viðtali við DV sagði Eyrún að Magni hefði aðallega verið að fá fréttir að heiman og hún að heyra hvernig honum liði en lítið hafi verið spjallað um keppnina sjálfa. Í viðtölum sagði Magni að fjarveran frá fjölskyldunni væri honum erfiðust í keppninni. „Ég er orðinn nógu gamall til að vita hvað skiptir máli í lífinu og það er ekki rokk og ról. Rokk og ról er í öðru sæti. Ef ég fengi ekki að heyra í konunni myndi ég ekki fara út. Ég segi það af fullri alvöru. Ef mér yrði tilkynnt að ég mætti ekki tala við hana myndi ég bara segja þeim að fara norður og niður,” sagði Magni áður en hann hélt út til að freista gæfunnar. Fjölskyldan í fyrsta sæti Magni gekk í heimavistarskólann á Eiðum á unglingsaldri þar sem hann sökkti sér ofan í tónlistina og stofnaði meðal annars hljómsveitina Shape sem gaf út eina plötu. Líf hans tók hins vegar breytingum þegar hann gekk til liðs við Á móti sól árið 1999. Hljóm- sveitin hefur gefið út sex plötur og er ein af þekktustu sveitaballahljóm- sveitum landsins auk þess sem frægð sveitarinnar hér á landi hefur aukist eftir velgengi Magna í Rockstar- ævintýrinu. Tónlist hefur alltaf átt allan hug Magna sem kemur úr mikilli tónlistarfjölskyldu. Þeir sem þekkja hann best segja hins vegar að fjölskyldan skipi stærstan sess í hans hjarta og að hann reyni að komast austur eins oft og hann getur. Á milli þess sem Magni spilar tónlistina hefur hann starfað við að smíða úr plexígleri hjá fyrirtækinu Akron. Stolt af íslensku þjóðinni Eyrún Huld lauk B.A. prófi í íslensku vorið 2004 frá Háskóla Íslands og hefur meðal annars starfað hjá flutningafyrirtækinu Flytjanda. Eyrún þykir hafa staðið sig vel í öllu því fjölmiðlafári sem myndast hefur í kringum þetta ævintýri Magna og flestir eru því sammála að hún hafi greinilega bein í nefinu. Þegar í ljós kom að Magni gæti endað sem sigurvegari Rockstar-keppninnar sagðist Eyrún alveg geta hugsað sér að flytja til Bandaríkjanna á meðan Magni myndi elta draum um frægð og frama. Fjölskyldan yrði einfaldlega að aðlagast nýjum aðstæðum. „Ég gæti vel hugsað mér að flytja út, það er allt opið enda væri bara gaman að prófa að búa í Bandaríkjun- um í einhvern tíma,” sagði Eyrún á sínum tíma í viðtali við DV og bætti við hversu ánægð hún væri með íslensku þjóðina og hversu þétt hún stæði við bak Magna. „Hvernig sem fer er hann sigur- vegari. Hann hefur fengið alveg frábæra lífsreynslu út úr þessu, fengið að kynnast þessum heimi, þessum tónlistarmönnum og spila með þessu húsbandi sem er víst að hans mati eitt besta bandið sem hann hefur heyrt spila.“ Á leið í tónleikaferðalag Magni og Eyrún hafa haldið sig utan við sviðsljós fjölmiðlanna síðan fréttir af slitum samvista þeirra bárust landsmönnum. Eyrún neitaði Sirkus viðtali þegar eftir því var leitað en í viðtali við Fréttablaðið sagðist Magni vera á leið út til Ameríku í sjö vikna tónleikaferðalag með félögum sínum úr Rockstar, þeim Toby Rand og Dilönu auk þess sem hljómsveit Dave Navarro, The Panic Channel, muni einnig spila á tónleikum. „Þetta er svolítið öðruvísi en að troða upp í Hreðavatnsskála, bæði verður rútan mun flottari og svo erum við að spila á tónleikastöðum sem hýsa tugi þúsundir áhorfenda,“ segir Magni léttur í bragði. Í viðtali við Morgunblaðið sagðist Magni hafa sótt um sem gítarleikari í húsbandinu fræga enda oft lýst yfir aðdáun sinni á hæfileika hljómsveitarmeðlima. Hins vegar sagðist hann ekki hættur með Á móti sól. Sú hljómsveit væri og yrði áfram hljómsveitin hans. Álagið varð of mikið Það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með Magna á síðastliðnu ári. Margir segja að hann hafi loksins fengið þá athygli sem hann ætti skilið enda hafa margir viðurkennt að hafa ekki fattað hversu góður söngvari Magni væri fyrr en Kaninn kenndi okkur að meta hann. Við fylgdumst ekki aðeins með Magna heldur fengum við líka að kynnast fjölskyldu hans og margir tóku það afar nærri sér þegar fréttir af skilnaði hans og Eyrúnu bárust. Íslendingar ætluðu að springa úr stolti yfir frammistöðu Magna í Rockstar, bæði vegna söngsins og framkomu hans og þess hvernig honum tókst að halda sér niðri á jörðinni þrátt fyrir velgengni sína. Það er hins vegar ekkert grín að viðhalda ástinni frammi fyrir alþjóð eins og Hollywood-stjörnurnar hafa oft sannað. Álagið verður á köflum of mikið. Magni hefur blásið á allar kjaftasögur og sagði í viðtali við Morgunblaðið að svo framarlega sem hans nánasta fjölskylda og vinir vissu sannleikann þá væri honum sama hvað aðrir héldu. „Fyrsta reglan ef maður ætlar að verða eitthvað þekktur eða frægur, eða hvað sem maður vill kalla það, er að vita að það þýðir ekkert að berjast við kjaftasögur, það gerir hlutina bara helmingi verri.” nærmynd sirkus Magni Ásgeirsson Magni fékk bæði viðurnefnið Magni „okkar“ og Magnificent og þótti standa sig frábærlega í Rockstar Supernova raunveruleikaþættinum þar sem hann endaði í fjórða sæti. 12. JANÚAR 2007 | sirkus | BLS. 11

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.