Fréttablaðið - 12.01.2007, Page 62
ÞAR SEM ALLT SNÝST
UM FÓTBOLTA!
NÝTT
Á GR
AS.IS
Fréttir og Íþróttir Leikir Skemmtun
NÚ FÆRÐU GRAS.IS
FÉTTIR Í SÍMANN!
Þegar ég var lítil
langaði mig til
þess að vita allt
og vonaði að einn
daginn kæmi að
því. Núna er ég
hins vegar, mér
til mikilla von-
brigða, ekki
komin lengra en það að ég veit það
eitt að ég veit ekki neitt, eins og
Sókrates sagði.
Löngunin til þess að vita sem
mest um heiminn sem við lifum í og
umhverfi okkar er eðlileg og heil-
brigð og þar sem algert áhugaleysi
er ekki gott er forvitni ákjósanleg
svo framarlega sem hún beinist í
réttan farveg. Forvitni getur hins
vegar bæði verið jákvæð og... ja,
ekki eins jákvæð, því misjafnt er
hvaða þáttum umhverfisins við
höfum áhuga á.
Á meðan sumir hafa mestan
áhuga á einkalífi nágranna sinna og
fína og fræga fólksins, brýst for-
vitni annarra út sem hreinn þekk-
ingarþorsti og löngun til þess að
fræðast um önnur menningarsam-
félög, nýjar hugmyndir og óþekkt-
ar stærðir.
Ég á ömmu í litlum bæ úti á landi
sem veit allt í heiminum. Þá meina
ég bókstaflega allt í heiminum því
hún er endalaus uppspretta alls
konar fróðleiks. Það skiptir engu
máli hvort mig vantar upplýsingar
um gengi íslenskra unglingahljóm-
sveita á erlendri grundu eða útskýr-
ingar á ástandinu í Miðausturlönd-
um því allt veit hún og getur miðlað
af þekkingu sinni til okkar barna-
barnanna. Með því að hafa áhuga á
því að vita meira, lesa allt sem hún
kemst í og fylgjast með fjölmiðlum
hefur hún tileinkað sér yfirgrips-
mikla þekkingu á öllum sviðum
mannlífsins. Það eina sem hún veit
ekkert um er hvað er að gerast í
næstu húsum við hana, sem skiptir
líka engu máli.
Mig langar ennþá til þess að
verða svona einhvern daginn og
ætla því að halda áfram að vera
forvitin um lífið, framtíðina og
umhverfi mitt í stærra samhengi.
Mér er hins vegar alveg sama af
hverju eitthvert par úti í bæ ákvað
að slíta samvistum, enda kemur
mér það ekki við frekar en öðrum.