Fréttablaðið - 12.01.2007, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 12.01.2007, Blaðsíða 66
F í t o n / S Í A Fjölmiðlar eru mjög vanafastir þegar það kemur að listaumfjöllun í kringum áramót. Síðustu dagar ársins fara í það að velja það sem þótti skara fram úr á árinu sem er að kveðja og fyrstu dagarnir eftir áramótin eru notaðir til þess að spá í það hvaða nýliðar séu líklegir til að slá í gegn á nýju ári. Þetta er mjög áberandi í tónlistarheiminum, sérstaklega í Bretlandi þar sem fjölmiðlar eru ólatir við að kynna til sögunnar nýja listamenn sem eiga eftir að bjarga tónlistarlífinu og sigra heiminn. Þó að það sé misjafnt hvað mikið af þessu gengur eftir og helmingurinn af þeim sem tilnefndir eru séu einfaldlega þau nöfn sem kynningarfulltrúar plötufyrirtækjanna sjá sér hag í að hlaða lofi á hverjum tíma þá er samt alltaf gaman að skoða þessar tilnefningar. Nema hvað! Og hvaða listamenn eru svo taldir líklegastir til að meikaða á árinu 2007? Sú hljómsveit sem mest er látið með í Bretlandi er skosk og heitir The View. Hún kemur frá fátæku úthverfi Dundee-borgar og er helsta vonarstjarna plötufyrirtækisins 1965 Records sem James Endeacott, maðurinn sem uppgötvaði The Strokes og The Libertines, stofnaði. Oasis og Primal Scream eru á meðal aðdáenda. NME setti hana á forsíðu nýliðatölublaðsins síns og Guardian veðjar líka á hana. Og tónlistin? Hresst og ungæðislegt rokk, en frekar hefðbundið samt. Fyrsta platan, Hats off to the Buskers, kemur út 22. janúar. Önnur nöfn sem oft eru nefnd eru m.a. Noisettes („svar Breta við Yeah Yeah Yeahs“), Jamie T (strákur frá Wimbeldon sem blandar saman rappi og popplagasmíðum, – textarnir minna á The Streets), The Twang (fimmmenningar frá Birmingham, „hinir nýju Stone Roses“), Mika (hann er fæddur í Beirut og minnir á Scissor Sisters), Sadie Ama (breskt r&b undur), Just Jack („í sama flokki og The Streets og Lily Allen“) og Airwaves og Íslandsvinirnir í Klaxons sem blanda saman gítarrokki, elektró og danstónlist. Fyrsta stóra platan þeirra, Myths of the Near Future, kemur út í febrúar… Nýtt ár, nýjar stjörnur Bandaríska tónlistarkonan Norah Jones gefur út sína þriðju sólóplötu 29. janúar næstkomandi. Platan nefn- ist Not Too Late og hefur að geyma þrettán glæný lög. Fyrsta smáskífulag plötunnar, Thinking About You, kom út seint á síðasta ári og hefur fallið vel í kramið. Lagið er rólegt með blús- uðum djasskeim eins og Noruh er von og vísa; bæði afslappandi og fallegt. Nýja platan er sögð hennar persónulegasta til þessa og voru lögin samin annaðhvort af Noruh Jones einni eða með aðstoð bassa- leikarans Lee Alexander. Tóku þau jafnframt plötuna upp í sam- einingu í heimahljóðveri þeirra. Norah Jones fæddist í New York- borg 30. mars árið 1979 en ólst upp í Texas frá fjögurra ára aldri hjá móður sinni. Faðir hennar er indverski tónlistarmaðurinn Ravi Shankar, sem meðal annars starf- aði með Bítlunum á sínum tíma og þá aðallega George Harrison. Norah hlustaði mikið á Billie Holliday og Bill Evans á sínum yngri árum en fór ekki að hafa áhuga á að spila djass fyrr en í menntaskóla. Fljótlega fór hún að fá verðlaun fyrir frammistöðu sína og hóf að læra djasspíanó- leik í framhaldinu. Í staðinn fyrir að ljúka háskólagráðu í píanó- leiknum ákvað hún að einbeita sér að lagasmíðum. Norah gerði plötusamning við djassfyrirtækið Blue Note Rec- ords snemma á árinu 2001 og fór í kjölfarið að vinna að sinni fyrstu plötu, Come Away With Me. Platan kom út snemma árs 2002 og sló umsvifalaust í gegn. Auk fallegrar tónlistarinnar vakti Norah athygli fyrir fegurð sína og fyrir að vera dóttir Ravi Shank- ar. Töldu margir hana einungis vera enn einn snoppufríða tónlist- armanninn sem ætti að eftir að hverfa í gleymskunnar dá. Almenningur var ekki á sama máli og hefur platan selst í átján milljónum eintaka úti um allan heim. Vann Jones jafnframt átta Grammy-verðlaun fyrir plötuna. Árið 2004 gaf Jones út sína aðra sólóplötu, Feels Like Home, þar sem hún blandaði enn á ný saman blús og djassi, auk þess sem kán- tríáhrifin voru meira áberandi en áður. Platan fékk góðar viðtökur eins og sú fyrri. Árið áður byrjaði Norah að spila með hljómsveitinni The Little Willies, sem lék lög eftir þekkta bandaríska sveitasöngvara á borð við Hank Williams og Willie Nel- son. Sveitin fékk góðar viðtökur og fljótlega fóru Norah og félag- ar að semja eigin lög. Má útkom- una finna á plötunni Little Willies sem kom út á síðasta ári. Á sama tíma var Jones í óða önn að semja lög á næstu sólóplötu sína sem brátt lítur dagsins ljós og margir hafa beðið spenntir eftir. Auk þess að gefa út sína þriðju sólóplötu mun Norah Jones sjást á hvíta tjaldinu í fyrsta sinn í kvikmyndinni My Blueberry Nights. Þar fer hún með eitt aðal- hlutverkanna á móti þekktum nöfnum á borð við Jude Law, Natalie Portman og Tim Roth. Verður gaman að sjá hvort leik- listin sé eitthvað sem hún muni einbeita sér í auknum mæli að í framtíðinni. Næsta plata bresku hljómsveitar- innar Kaiser Chiefs mun heita Yours Truly, Angry Mob og er hún væntanleg 26. febrúar. Hún mun fylgja eftir plötunni Employment sem kom út 2005 og hefur selst í tæplega tveimur milljónum eintaka í Bretlandi. Innihélt hún meðal annars lögin Oh My God, I Predict a Riot og Everyday I Love You Less and Less. Fyrsta smáskífulag nýju plöt- unnar nefnist Ruby og kemur það út 19. febrúar. Kaiser Chiefs mun síðan fara í tónleikaferð um Bret- land í febrúar og mars til að fylgja plötunni eftir. Nafn komið á nýja plötu Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, eða Mugison eins og hann er jafnan kallaður, hefur bryddað upp á skemmtilegri nýjung á heimasíðu sinni, Mugison.com. Þar hefur kappinn tekið upp gítarkennslu fyrir aðdá- endur sína. Mugison skrifar að aðdáendur hans óski oft eftir upplýsingum um hvaða grip hann noti í hverju lagi og hann hafi ákveðið að bæta úr skorti á þessum upplýsingum. „Ég er svo glataður í nöfnum á þess- um gripum … þannig að ég ætla að taka upp nokkur vídeó með þeim lögum sem þið eruð að biðja um,“ skrifar Mugison sem þegar hefur sett inn myndband af sér að spila lagið 2 Birds. Leiðbeiningar með því eru á ensku því það var danskur aðdáandi sem bað tónlistarmanninn um það lag. Mugison er hins vegar boð- inn og búinn að setja inn myndbönd með leiðbein- ingum á íslensku fyrir hérlenda aðdáendur. Hægt er að senda honum tölvupóst á net- fangið mugison@ gmail.com. Kennir aðdáendum að spila lögin sín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.