Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.02.2007, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 03.02.2007, Qupperneq 2
Tyrkneskir fjölmiðl- ar birtu í gær myndir sem sýndu herlögreglumenn stilla sér upp til myndatöku með unga þjóðernis- ofstækismanninum sem grunað- ur er um að hafa myrt armensk- ættaða blaðamanninn Hrant Dink. Eitt dagblaðið sagði lögreglu- mennina hafa veitt sakborningn- um „hetjumeðferð“. Myndirnar sýna hinn sautján ára gamla sakborning, Ogun Sam- ast, halda á tyrkneska þjóðfánan- um og stilla sér upp með lög- reglumönnunum, sem sumir eru í einkennisbúningum. Á bak við Samast er borði í fánalitunum, þar sem á er letruð tilvitnun í Mustafa Kemal Atatürk, föður Tyrklands nútímans: „Land þjóðarinnar er heilagt. Það má ekki ofurselja örlögunum.“ Samast er sakaður um morðið á Hrant Dink, blaðamanni af armenskum uppruna sem bakað hafði sér hatur þjóðernisofstopa- manna með því að skrifa greinar um að fjöldamorð Tyrkja á Armenum undir lok heimsstyrj- aldarinnar fyrri hefði verið þjóðarmorð. 100.000 Tyrkir fylgdu Dink til grafar til að sýna andúð sína á málstað og baráttuaðferðum þeirra sem réðu hann af dögum. Sagðir hafa veitt „hetjumeðferð“ Eyjólfur, ætti kannski frekar að tala um tölvuóleik? Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS TOYOTA COROLLA WAGON Nýskr. 03.03 - Sjálfskiptur - Ekinn 62 þús. km. - Allt að 100% lán. Verð 1.390 .000. - Hreyfanleiki við- skiptavina milli banka alls staðar í Evrópu er mjög lítill. Þetta segir í skýrslu framkvæmdastjórnar ESB. Að því er segir í tilkynningu Neytendasamtakanna hamla fjölmörg atriði samkeppni í tengslum við greiðslukort, greiðslukerfi og þjónustuþætti á borð við tékkareikninga. Verð- upplýsingar séu ógagnsæjar, erfitt sé að meta gæði þjónust- unnar, kostnaður vegna flutnings og lokun viðskiptareikninga sé hár og viðskiptavinir séu bundnir er þeim bjóðist betri lánakjör ef þeir kaupi viðbótarþjónustu. Viðskiptavinir fastir í bönkum Karlmaður á þrí- tugsaldri játaði á miðvikudags- kvöld að hafa kveikt í íbúðarhúsi í Þorlákshöfn aðfaranótt 20. janúar síðastliðins. Hann hafði áður viðurkennt að hafa brotist inn í húsið en neitaði stöðugt að hafa borið eld að því. Húsið brann til kaldra kola og eigandi þess stóð eftir með ekkert nema vinnufötin sem hann var í og það sem stolið hafði verið. Kona og tvö börn voru sofandi í samliggjandi húsi en árvökulum nágranna tókst að vekja þau og sluppu þau því ómeidd. Að sögn lögreglunnar á Selfossi sagðist maðurinn hafa ætlað sér að eyða verksummerkj- um með því að skvetta bensíni víðs vegar um húsið og kveikja í. Rannsókn hennar bendir til þess að hann hafi verið einn að verki. Maðurinn var handtekinn þegar hann reyndi að nota greiðslukort úr innbrotinu til að kaupa sér dekk á höfuðborgarsvæðinu stuttu eftir eldsvoðann. Hann hafði áður hringt í þjónustufulltrúa hjá banka eig- anda kortsins og látið flytja fé yfir á greiðslukortið. Gaf hann þær skýringar að brunnið hefði ofan af honum og heimildin á kortinu væri fullnýtt. Þjónustufulltrúinn fram- kvæmdi millifærsluna án þess að maðurinn hefði getað gefið upp leyniorð reikningsins. Grunsemdir vöknuðu skömmu síðar þegar rétt- mætur eigandi kortsins hringdi í bankann og óskaði eftir sömu fyr- irgreiðslu. Þjófurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Við handtöku mannsins fundust tveir hnífar, amfetamín, gramma- vog og ætlaður skuldalisti vegna fíkniefnakaupa í bifreið hans. Við húsleit á heimili unnustu mannsins fannst síðan þýfi úr innbrotinu og grænn bensínbrúsi. Unnustunni var sleppt í síðustu viku þar sem ekki þótti nauðsynlegt rannsókn- innar vegna að halda henni lengur. Hún er þó enn til rannsóknar vegna meðferðar á þýfinu sem fannst á heimili hennar. Bráðabirgðaniðurstöður tækni- deildar sýndu að notaður hefði verið eldfimur vökvi til að kveikja eldinn og hefur lögreglan á Sel- fossi staðfest að hann hafi komið upp á fleiri en einum stað. Maður- inn sem er í haldi hefur margsinnis áður komið við sögu lögreglu vegna ýmissa brota. Hann er af höfuð- borgarsvæðinu en dvaldist tölu- vert í Þorlákshöfn á heimili unn- ustu sinnar. Gæsluvarðhald yfir honum var í gær framlengt til 9. mars og verður málið sent ríkis- saksóknara þegar rannsókn þess lýkur, en hún er að sögn lögreglu vel á veg komin. Játar að hafa kveikt í íbúð í Þorlákshöfn Karlmaður á þrítugsaldri hefur játað að hafa brotist inn og kveikt í íbúðarhúsi í Þorlákshöfn í síðustu viku. Bensínbrúsi og þýfi úr innbrotinu fannst á heimili unnustu hans. Vopn og fíkniefni voru gerð upptæk við handtöku mannsins. Stúlka sem reyndi að smygla 85 grömmum af kókaíni til landsins í mars hefur verið dæmd í Héraðsdómi Norðurlands eystra í þriggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi. Hún var átján ára þegar hún framdi brot sitt. Stúlkan flutti efnið hingað til lands frá Amsterdam og hafði falið það í líkama sínum. Hún var handtekin eftir komu til Keflavík- urflugvallar og lagði lögreglan hald á efnið síðar sama dag. Dómurinn gerði stúlkunni að greiða á fjórða hundrað þúsund krónur í sakarkostnað og sæta upptöku kókaínsins. Átján ára í kókaínsmygli Eitt ungmenni á dansleik framhaldsskólanema í fyrrakvöld var svo illa haldið af áfengisdrykkju að því var ekið á slysadeild, að sögn lögreglu. Nokkur ölvun var á tveimur skólaböllum framhaldsskólanema sem haldin voru í borginni í fyrrakvöld. Alls var haft sam- band við foreldra um fimmtíu unglinga og þeir beðnir að sækja börn sín. Mörg ungmennanna höfðu drukkið ótæpilega en þess ber að geta að bæði böllin áttu að sjálfsögðu að vera áfengislaus. Á slysadeild eftir ofdrykkju „Við finnum fyrir miklum hlýhug og erum öllum þakklát,“ segir Hrefna Björk Sigurðardóttir. Börnin hennar Svandís Þula og Nóni Sær lentu í alvarlegu bílslysi 2. desember síðastliðinn. Svandís Þula, fimm ára gömul, lét lífið í slysinu en Nóni Sær lamaðist fyrir neðan mitti. Faðir systkinanna lenti einnig í slysinu en slapp án alvarlegra meiðsla. Eftir hið hörmulega slys tóku nokkur fyrirtæki og listamenn sig saman, undir forystu Leones Tinganelli, og gáfu út geisladisk til minningar um litlu stúlkuna. Diskurinn sem ber titilinn Svandís Þula – minning hefur selst vel. Á tveimur vikum hafa um þrjú þúsund eintök selst og nemur ágóðinn um þremur milljónum króna sem renna óskiptar til Nóna Sæs. „Lömunin er óbreytt en þetta horfir allt í rétta átt. Nóni hefur verið með meltingartruflanir og er enn innskrifaður á spítalann en getur sofið heima um nætur. Hann fer í endurhæfingu og í skólann á hverjum degi,“ segir Hrefna. Hún vill nota tækifær- ið og skila þakklæti til starfsfólks og nemenda í Norðlingaskóla þar sem Nóni stundar nám. „Við höfum það eins gott og hægt er miðað við aðstæður og erum einstaklega þakklát fyrir allt það sem fólk hefur gert fyrir okkur,“ segir Hrefna. Fjárstyrkinn segir hún verða lagðan inn á framtíðarreikning Nóna og vonast hún til að féð muni hjálpa honum í framtíðinni. Nýtist Nóna Sæ í framtíðinni Fornleifaræn- ingjar eru enn stórtækir í Afganistan, þar sem ofstækis- stjórn talíbana eyddi á sínum tíma skipulega stórum hluta þeirra fornmuna sem til voru í landinu. Alþjóðaráð minjasafna hóf í gær aðgerðir sem miða að því að stemma stigu við ólögleg- um viðskiptum með fornmuni frá Afganistan. Ráðið birti í gær válista yfir horfna afganska fornmuni í von um að einkasafnarar, fornmuna- salar og umboðsmenn safna verði vakandi fyrir því ef slíkir munir, sem kunna að vera þjófstolnir, koma upp á yfirborðið. Fornleifarán valda áhyggjum Fíkniefnasmygl það sem lögreglan í Árnessýslu rannsakar nú varð með þeim hætti að efnið var sent til landsins með pósti, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Magn fíkniefnanna er það mikið að allar líkur benda til þess að þau hafi verið ætluð til dreifingar og sölu. Það var í fyrrakvöld sem Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði tvo menn í gæsluvarð- hald vegna málsins. Þeir eru báðir á á þrítugsaldri. Annar mannanna var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. febrúar og hinn til 6. febrúar, að kröfu lögreglunnar í Árnessýslu. Fíkniefni tekin í póstsendingu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.