Fréttablaðið - 03.02.2007, Síða 6

Fréttablaðið - 03.02.2007, Síða 6
Ert þú með yfirdrátt? Finnst þér að orkufyrirtækin eigi að greiða auðlindagjald fyrir nýtingu á náttúruauðlind- um? Leynd hvílir yfir þeim fjórum tilboðum sem bárust Reykjavíkurborg í húseignina Frí- kirkjuveg 11. „Það er borgarráð sem ákveður að selja og þess vegna er ekki óeðlilegt að það sé farið eftir því sem var gefið upp í upphafi, að það sé farið með tilboð sem trún- aðarmál,“ segir Björn Ingi Hrafns- son, fulltrúi Framsóknarflokks í borgarráði. Fresturinn til að skila inn til- boðum Fríkirkjuveg 11 rann út klukkan þrjú í gær. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er Björgólfur Thor Björgólfsson einn fjögurra sem buðu í húsið. Óli Jón Hertervig hjá fram- kvæmdasviði borgarinnar segir að í samræmi við skilmála sem borgarráð ákvað verði ekkert gefið upp um nöfn tilboðsgjafanna eða innihald tilboðanna. Aðeins verði greint frá því tilboði sem kunni að verða tekið. Björn Ingi segir ástæðu þess að skilmáli var settur um trúnað vera viðskiptahagsmuni bæði kaup- anda og seljanda. Tilboðin verði sennilega til umræðu á fundi borg- arráðs á fimmtudag. „Ég er afskaplega ánægður með tilboðin. Þau eru að vísu misgóð. Sum þeirra eru mjög ítarleg og það tekur meira en nokkrar mínútur að meta þau. Það lá fyrir í skilmál- um borgarráðs að það yrði ekki bara farið eftir verðinu heldur einnig sögu hússins og fleiru,“ segir Björn Ingi. Ekkert gefið upp um tilboðin NLP Námskeið Neuro - Linguistic - Programming - Er sjálfstraustið í ólagi? - Langar þig í betri líðan? - Finnst þér að fáir skilji þig? - Er eitthvað í fari þínu sem þú vilt vinna bug á? - Finnst þér að öðrum gangi betur í lífinu en þér? - Gengur illa að klára verkefni sem þú byrjar á? - Finnst þér erfitt að höndla gagnrýni? Með NLP aðferðum getur þú auðveldlega breytt lífi þínu og skapað þína eigin framtíð. NLP er notað af fólki um allan heim sem hefur náð frábærum árangri í lífinu. NLP Námskeið verður haldið 9.-11. og 16.-18. febrúar. Leiðbeinandi: Kári Eyþórsson MPNLP. Upplýsingar í síma: 894-2992 Netfang: kari@ckari.com Nánari upplýsingar um NLP má finna á: www.ckari.com Niðurstöður nýrrar skýrslu sérfræðinganefndar Sam- einuðu þjóðanna um loftslags- breytingar eru skýrar: hlýnun loftslagskerfisins er ótvíræð, orsökin er mjög líklega af manna- völdum og ógnin sem af þessu stafar mun vera til staðar um komandi aldir. Samkvæmt skýrslunni, sem var kynnt í gær, má kenna losun mannsins á gróðurhúsaloftteg- undum út í andrúmsloftið um færri kalda daga, heitari nætur, mannskæðar hitabylgjur, flóð og úrhellisrigningar, hrikalega þurrka, aukna tíðni fellibylja og aukinn styrk hitabeltisstorma. Skýrslan, sem á þriðja þúsund vísindamanna frá 113 ríkjum unnu, lýsir einungis ástandi og þróun loftslagsmála í heiminum og bendir ekki á nein úrræði. Skýrsluhöfundar beina því þó til stjórnvalda í heiminum að hætta öllum vífilengjum og grípa til aðgerða. Seinna á þessu ári mun nefndin skila annarri skýrslu þar sem fjallað verður um áhrifarík- ustu leiðir til að hægja á hlýnun lofthjúps jarðar. Ráðamenn víða um heim lýstu í gær yfir áhyggjum af þeirri dökku mynd sem dregin er upp í skýrslunni. „Við erum á söguleg- um þröskuldi hins óafturkræfa,“ sagði Jacques Chirac, forseti Frakklands, sem kallaði eftir efnahagslegri og pólitískri bylt- ingu til að bjarga jörðinni. „Á meðan loftslagsbreytingar verða á hlaupahraða hérans eru stjórn- málin á hraða snigils, annað hvort aukum við hraðann eða við hætt- um á stórslys,“ sagði umhverfis- ráðherra Ítalíu, Alfonso Pecoraro Scanio. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, sem losa mest allra þjóða af gróð- urhúsalofttegundum út í and- rúmsloftið, gáfu út yfirlýsingu í gær þar sem þau ítrekuðu and- stöðu sína við reglur um leyfilega losun gróðurhúsalofttegunda sem margar þjóðir hafa lýst sig fylgj- andi. Tvímæli um hlýnun tekin af í skýrslu SÞ Hlýnun jarðar er mjög líklega af mannavöldum samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Skýrsluhöfundar hvetja stjórnvöld til að grípa til aðgerða. Bandarísk stjórnvöld ítreka andstöðu sína við reglur um losun gróðurhúsalofttegunda. „Alþjóðasamfélagið, sem við Íslendingar erum hluti af, þarf að taka þessa spá alvarlega og bregðast við,“ segir Jónína Bjartmarz umhverfisráð- herra um skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Á næstu vikum verður kynnt ný stefnu- mörkun ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreyting- um. „Stefnan gengur annars vegar út á aðgerðir til að draga úr losun og hins vegar aðlögun að loftslagsbreytingum.“ Jónína segir spár um hækkun sjávar- máls og að Norður-Íshaf verði íslaust að sumarlagi um miðja öldina sérstaklega snúa að Íslandi. „Hækkun sjávarborðs skiptir máli fyrir hvers konar hafnarmannvirki. Þá þurfum við að bregðast við auknum og breyttum siglingaleiðum í Norður-Íshafi.“ Ráðamenn í Írak munu eiga mjög á brattann að sækja í tilraunum sínum til að koma á pólitískum sáttum í landinu á næstu tólf til átján mánuðum. Að þessari niðurstöðu er komist í nýrri samantektar- skýrslu sextán leyniþjónustu- stofnana Bandaríkjanna um ástand og horfur í Írak. Í hinni nýju „Þjóðaröryggis- matsskýrslu“ segir enn fremur að vaxandi klofningur milli stríðandi fylkinga í Írak, van- máttugar öryggissveitir og tilhneiging til ofbeldis skapi eldfima blöndu sem ekki gefi tilefni til bjartsýni. Mjög á bratt- ann að sækja
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.