Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.02.2007, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 03.02.2007, Qupperneq 12
[Hlutabréf] Jón Diðrik Jónsson hefur verið skipaður forstjóri Glitnis á Íslandi. Þetta var meðal þeirra breytinga á skipulagi Glitnis sem kynntar voru í gær. Er þeim ætlað að efla starfsemi bankans á Íslandi og laga skipulagið að þeim breytingum sem orðið hafa á bankanum með hröðum vexti á erlendum mörkuðum. Jafnframt var tilkynnt um opnun skrifstofu í New York sem ætlað er að styðja við frekari vöxt bankans í Norður-Ameríku. Nýtt skipulag Glitnis greinist í þrennt; þjónustusvið, landsvæði og stoðsvið. Þjónustusviðin skipt- ast í markaðsviðskipti, fjárfest- ingabankasvið, fyrirtækjasvið og eignastýringasvið. Land- fræðilega mun starfsemin grein- ast í landsvæðin Ísland, Norður- lönd, Evrópu og Alþjóðasvið. Stoðsviðin eru sem fyrr fjár- málasvið, rekstrarsvið og þróunarsvið. Í fréttatilkynningu er haft eftir Bjarna Ármannssyni, for- stjóra Glitnis, að markmið skipu- lagsbreytinganna sé að tryggja markvissa og arðsama samþætt- ingu allra rekstrareininga bank- ans og undirbúa jarðveginn fyrir frekari vöxt. Jón Diðrik nýr for- stjóri Glitnis á Íslandi Þremur stærstu bönkum Íslands hefur orðið „vel ágengt“ eftir að hafa fjölgað fjármögnunarleiðum og bætt lausafjárstöðu sína í kjöl- far vangaveltna fjárfesta um stöðu þeirra, að mati Moody‘s Investor Service. Í viðtali við fréttaveitu Bloomberg bendir Lynn Valkenaar, sérfræðingur fyrirtækisins á að allir séu bank- arnir nú í þeirri stöðu að geta í 12 mánuði látið hjá líða að sækja sér fjármagn. Moody‘s bendir á að uppgjör bankanna hafi verið góð og hagn- aður aukist mikið hjá þeim öllum. „Við höfum séð getu þeirra til að skila góðri niðurstöðu þrátt fyrir að markaðir hafi haft áhyggjur af íslensku efnahagslífi og skulda- stöðu þjóðarbúsins,“ segir Lynn Valkenaar. Bankarnir fá hrós Moody‘s segir bönkunum hafa orðið „vel ágengt“. Skattlagning söluhagn- aðar fyrirtækja af hluta- bréfum er umdeild. Fjármálaráðuneytið hefur framkvæmdina til skoðunar. Fjármálaráðuneytið hefur í skoðun skattalagabreytingar sem meðal annars gætu falið í sér niðurfell- ingu skatta af söluhagnaði fyrir- tækja á hlutafé. Skattur þessi er reyndar lítið innheimtur þar sem fyrirtæki geta frestað honum með endurfjárfestingu. Þannig frestaði Straumur- Burðarás Fjárfestingabanki tíu milljarða króna skatt- greiðslu með því að fjár- festa í dótturfélagi sínu. Þar sem ekki stendur til að selja þann hlut á ný þarf bankinn ekki að taka skattaskuldbinding- una fram í ársuppgjöri sem fegrast að sama skapi. Eins og lögum er háttað hverfur þó ekki skuldbind- ingin kæmi til þess að bankinn myndi selja á ný. „Almennt séð gildir varðandi söluhagnað félaga af hlutabréfum að þeim er heimilt að fresta sölu- hagnaðinum með kaupum á öðrum hlutabréfum,“ segir Birkir Leós- son, yfirmaður skatta- og lögfræði- sviðs Deloitte, og bætir við að í því sambandi skipti í raun engu máli í hvaða félagi sé keypt, í hverra eigu það sé eða hvers lenskt. Þá bætir hann við að skattanefnd Félags lög- giltra endurskoðenda hafi lagt til við fjármálaráðuneytið að skatt- skylda söluhagnaðar af hlutabréf- um yrði felld niður. „Eins og raunin er víðast hvar í nágrannalöndum okkar, í það minnsta að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þetta er svipað og með arðinn sem er skattfrjáls á milli tveggja félaga, á endanum borgar hlut- hafinn fjármagnstekjuskattinn þegar hann fær arðinn til sín. Sama myndi gilda um söluhagn- aðinn af hlutabréfunum.“ Baldur Guðlaugsson, ráðu- neytisstjóri fjármálaráðuneyt- isins, segir skattamál í stöðugri skoðun í ráðuneytinu. „En í skýrslu nefndar um alþjóðlega fjármála- starfsemi á Íslandi voru reifaðar ýmsar hugmyndir, þar á meðal að breyting yrði gerð á skattalegri meðferð söluhagnaðar hjá lögaðil- um. Yfir það er verið að fara, ásamt ýmsum öðrum hugmyndum sem settar voru fram í þessari skýrslu.“ Baldur segir vinnuna enn ekki komna á það stig að farið sé að huga að smíði lagafrumvarps. „Og þótt komið hafi upp í fréttaflutningi til- færslur á félögum til Hollands þá breytir það ekki því að hugmyndin um breytingu á skattalegri með- ferð lögaðila hér var þegar komin upp á borðið og er til skoðunar.“ Peningaskápurinn...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.