Fréttablaðið - 03.02.2007, Side 22

Fréttablaðið - 03.02.2007, Side 22
Ekki virðist þekking á bankaviðskiptum íþyngja viðskipta- ráðherranum okkar. Nú síðast er það eftir honum haft að það sé erfitt að afnema verð- tryggingu vegna verðtryggðra lána sem þegar eru í kerfinu og verða það næstu 40 árin. Út úr hvaða hól steig þessi vesalings maður? Ég hélt að hvert mannsbarn vissi að í öllum bönkum standa til boða bæði verðtryggð lán og óverðtryggð svo að engin hætta er á að við þurfum að sitja uppi með verðtryggingu til eilífðar. Við þurfum bara að rogast með verð- trygginguna þar til okkur hefur tekist að koma stjórnmálamönn- um í skilning um að þeirra frum- skyldur eru við almenning í land- inu en ekki við bankana. Verðtrygging var heimskuleg bráðabirgðaráðstöfun – sem við höfum nú þurft að dragnast með í meira en 20 ár og mál er að linni. Ég skal glaður kjósa þann stjórnmálaflokk sem léttir þessari martröð af fólki. Ég lofaði hinum ágæta sjónvarps- manni Agli Helga- syni að koma í Silf- ur Egils og mætti þar í hádeginu. Það var fyrir- taksfólk með mér í þættinum: Oddný Sturludóttir, Ill- ugi Gunnarsson og Garðar Sverris- son. Það var gaman að spjalla við þau. Stundum hef ég í Silfrinu lent í því að karpa við einhverja pólit- íska einnarbókarmenn en þeir fengu frí í dag. Eftir að ég var farinn skilst mér að hafi dregið til tíðinda. Þá mætti Jón Baldvin og ku hafa húð- skammað bæði Samfylkinguna og Ingibjörgu Sólrúnu. Ekki lái ég honum það. Verst að hafa misst af þessu. Þetta minnir á ákveðinn forn- kappa sem var orðinn of aldraður til að berjast og lét sig dreyma um að dreifa silfri sínu yfir Alþingi og geta þar með altént komið öðrum til að berjast. Skítaveður! Það er ekki fallegt orð – en það er eina orðið sem dugir til að lýsa veðráttunni. Mér er það óskilj- anlegt af hverju ég fæ rukkun frá Stöð 2 um þessi mánaðamót. Kannski í von um að ég borgi reikninginn í misgripum? En ástæðulaus innheimta varðar við lög. Ég keypti áskrift yfir hátíðarn- ar og það var hið besta mál, nema hvað sendingin barst aðeins í annað af tveimur sjónvarpstækjum á heimilinu. Þess vegna hætti ég í janúar. Það gefur augaleið að ef öll fyrirtæki á landinu sendu manni innheimtuseðla um hver mánaðamót í von um að maður borgaði þeim í misgripum þá væri fullt starf að fara yfir innheimtu- seðlana. Svo að þetta er síðasta aðvör- un... Strákarnir okkar og ég vorum að spila við Dani á heims- meistaramótinu í handknattleik. 41:42! !##%#$Q!”#!!! Við búum hérna við einhverja tröllasögu um að íslenska þjóð- in sé laus við stétta- skiptingu frá nátt- úrunnar hendi, hafi alltaf verið stéttlaus og verði alltaf. Sagan – og við þurfum ekki að leita langt aftur – segir okkur allt annað. Hér voru landeigendur yfir- stétt og höfðu landlausa fólkið fyrir vinnuhjú en svo reið yfir þjóðfélagsbreyting með tækni- væðingu og þéttbýli sem skildi landeigendurna eftir eins og álfa út úr hól. Sigur samvinnu- og jafnaðar- hugsjóna við uppbyggingu nútíma velferðarþjóðfélags gerði það að verkum að við sem nú erum full- orðin urðum þeirrar gæfu aðnjót- andi að fæðast inn í þjóðfélag sem lagði áherslu á að tryggja öllum jafnan aðgang að menntun og tækifærum til að nýta krafta sína. Ekki nóg með það heldur ríkti hér samkomulag um að allar mann- eskjur ættu sama rétt til hinnar bestu heilbrigðisþjónustu sem samfélagið gæti veitt. Og að lokum var samkomulag um að gera öllum Íslendingum kleift að ganga með reisn til móts við sólsetrið að ævilokum. Nú er þetta að breytast. Nýrík stétt manna sem sumpart hafa dottið í lukkupottinn og sumpart hagnast af eigin verðleikum kann sér ekki læti og sannar fyrir okkur hinum að siðfágun fylgir ekki endilega peningum, enda verður græðgi seint talin til mannasiða. Það fylgjast fleiri en ég með þeirri óheillaþróun sem nú er hafin og miðar að því að hér hefjist stétta- skipting á nýjan leik. Landeig- enda- aðall- inn er að sönnu útdauður en hinn nýi aðall tekur forverum sínum langt fram að útsjónarsemi og hefur nú þegar lagt undir sig bæði landið og miðin. Mín vegna má hver sem er sóa ævi sinni í að sanka að sér meiri pening- um en hann eða hún hefur nokkra þörf fyrir – svo lengi sem þjóðfélagið tryggir öllum börnum jöfn tæki- færi til að komast til þroska; svo lengi sem allir þjóðfélagsþegnar njóta sömu réttinda og hafa sömu skyldur; svo lengi sem manngildi er metið ofar auðgildi. Þjóðfélag sem aðskilur hjón sem hafa þolað saman súrt og sætt í meira en sex áratugi og eru komin á tíræðisaldur er ekki þjóð- félag sem ég get verið stoltur af að hafa tekið þátt í að byggja. Það er kominn tími til að við stöldrum við og hugsum okkar gang. Hver erum við og hvert ætlum við að stefna? Spurningin snýst ekki um hvort maður er með eða móti stóriðju, spurningin er hvort við viljum vera mennsk eða ekki. Halldór Blöndal hefur löngum verið kjósendum sínum og Alþingi til sóma. Núna er hann formaður utanríkis- málanefndar. Sem slíkur vill hann kalla á sinn fund fulltrúa forseta Íslands til að yfir- heyra hann um þann virðingarvott sem Indverjar sýndu forsetanum okkar þegar þeir buðu honum að taka sæti í þróunar- ráði Indlands. Maður hefði haldið að frekar en að abbast upp á forsetann fyrir að afla sér og þjóð sinni virð- ingar erlendis stæði það utanríkismálanefnd nær að komast til botns í því hvernig íslenska þjóðin að sjálfri sér og þingi sínu for- spurðu komst allt í einu á lista yfir hinar vígfúsu þjóð- ir sem bera ábyrgð á blóðbaðinu í Írak – sem ekki sér fyrir endann á. Ég er ekki for- fallinn blaðales- andi en ef ég sé að prófessor Þorvaldur Gylfa- son stingur niður penna set ég á mig lesgler- augun. Mögnuð grein eftir hann í Fréttablaðinu í dag um málið sem enginn þorir að ræða í alvöru, það er að segja hvort við eigum að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu eður ei. Þorvaldur þorir að hafa skoð- un: „Við þurfum einmitt á ESB- aðild að halda til að brjótast undan ofríki innlendra sérhagsmuna, sem halda matarverði, vöxtum og verðbólgu langt fyrir ofan viðun- andi velsæmismörk.“ Þetta kalla ég að hitta naglann á höfuðið. „...að brjótast undan ofríki innlendra sérhagsmuna...“ Glerfínar gluggafilmur – aukin vellíðan á vinnustað R V 62 09 3M glu ggafilm ur fyrir skóla, s júkrahú s, skrifs tofur, verslani r og að ra vinnu staði Fagme nn frá RV sjá um uppset ningu Í Dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað um hús- bændur og hjú og stéttaskiptingu á Íslandi. Þá er vikið að verðtryggingu, handknattleik, fáfróðum viðskipta- ráðherra, silfri Jóns Baldvins og sóma Alþingis. Kæra Dagbók Þráinn Bertelsson skrifar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.