Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.02.2007, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 03.02.2007, Qupperneq 24
UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,, Ásta R. Jóhannesdóttir Samfylkingunni segir að bankarnir eigi að lækka vexti og þjónustugjöld í ljósi góðrar afkomu. Ög- mundur Jónasson VG segir ríkisbankana hafa nánast verið gefna. Sæunni Stef- ánsdóttur Framsóknar- flokki finnst bönkunum bera siðferðisleg skylda til bjóða upp á eins hagstæð kjör og þeir geta. „Að sjálfsögðu eiga þeir að lækka vextina og þjónustugjöldin, þessi afkoma segir allt um það,“ segir Ásta, enda séu gjöld íslensku bank- anna hærri en í öðrum löndum. Hún kveðst vona innilega að bank- arnir endurskoði gjaldskrár sínar en þorir ekki að segja til um hvort ástæða sé til bjartsýni. Sæunn Stefánsdóttir Framsókn- arflokki gleðst yfir þessari góðu afkomu og bendir á að hún skili sér í ríkiskassann sem stendur undir velferðar- og menntakerfi þjóðar- innar. „En óneitanlega reikar hug- urinn til neytendanna og þó Seðla- bankinn spili stórt hlutverk finnst mér bönkunum bera siðferðisleg skylda til að bjóða upp á eins hag- stæð kjör og þeir geta og þeir hljóta að leita allra leiða til þess.“ „Tvímælalaust,“ svarar Valdi- mar L. Friðriksson Frjálslynda flokknum, spurður hvort hann telji lag til lækkunar vaxta og gjalda. „Það er talað um að þessi afkoma byggist mikið til á erlendum við- skiptum en bankarnir væru ekki til ef þjóðin væri ekki til og mér finnst að þeir eigi að skila einhverju til baka.“ Valdimar segir bankana bera bæði belti og axlabönd með verðtryggingunni og því sé þeim í lófa lagið að lækka vextina. Arnbjörgu Sveinsdóttur Sjálf- stæðisflokki sýnist vera lag til til lækkunar en tekur fram að hún sé ekki of vel að sér í rekstri bank- anna. Hún hafi þó alla tíð litið þannig á að með samkeppni á bankamarkaði hlyti að koma að því að vextir og þjónustugjöld myndu lækka. „En á það ber að líta að hagnaðurinn nú er mikið til af starfsemi annars staðar og það er auðvitað mikill kostur fyrir ríkis- sjóð að bankarnir hagnist í útlönd- um.“ Ögmundur Jónasson VG segir að sú krafa hljóti að vera reist á bankana að þeir endurskoði stefn- una í vaxtamálum og þjónustu- gjöldum. „Mér finnst það liggja á borðinu og nú verður ekki undan því vikist. Það er kominn tími til að þeir hætti að seilast ofan í vasa við- skiptavina í þeim mæli sem þeir gera.“ Hann segir um helming hagnaðarins fenginn af viðskiptum á Íslandi og hann komi að stórum hluta af háum vaxtakostnaði og þjónustugjöldum. Því sé lag. Þingmennirnir hafa ólíkar skoð- anir á hvort ríkið hafi selt bankana sína of lágu verði á sínum tíma miðað við hagnaðinn sem nú fæst af starfsemi þeirra. Ögmundur kveður fastast að orði í þeim efnum. „Það hefur alltaf legið fyrir að bankarnir voru nánast gefnir.“ Ásta segist alltaf hafa haft grun um að lægra verð hafi fengist fyrir þá en efni stóðu til og fullyrðir að sala þeirra hafi verið hluti af helm- ingaskiptareglu ríkisstjórnarinnar á þeim tíma. Valdimar tekur í sama streng, verðið hafi verið of lágt og kaupendurnir valdir út frá pólit- ískum forsendum. Arnbjörg er á öndverðri skoðun og telur að mark- aðsvirði þess tíma hafi fengist fyrir ríkisbankana. „Það var ekki hægt með miklum rökum að sýna fram á að duglegir og framsýnir menn kæmu inn í þetta og næðu þessum árangri sem við sjáum núna,“ segir hún og kveðst þess fullviss að væru bankarnir áfram í ríkiseigu væri hagnaður þeirra allt annar og minni en raunin er. Sæunn minnir á að ríkið borgaði með við- skiptabönkunum sínum en í dag standi skatttekjur af þeim undir öllu háskólastigi landsins. „Pening- arnir hafa verið settir í vinnu sem skilar arði,“ segir hún og minnir jafnframt á að ekki var hæsta til- boði tekið í annan bankann. Það sé staðreynd sem menn verði að horfast í augu við og læra af. Sæunn, Arnbjörg og Valdimar segja að rétt hafi verið að selja rík- isbankana en Ögmundur áréttar þá skoðun sína að heppilegt væri að hafa einn öflugan ríkisbanka sem kjölfestu í íslensku fjármálalífi enda sé viðskiptaheimurinn fall- valtur þó vel ári nú. Ásta svarar hvorki af né á en segist sjá svolítið eftir bönkunum úr ríkiseigu, þó sér í lagi listaverkasöfnum þeirra. Gamall kunningi dúkkar upp „Ég bið hæstvirta þingmenn að hugsa um fleira en Suðurlandsveg- inn.“ „Og nú er ég, hæstvirtur forseti, að hugsa um að labba til vinar míns og fá mér í nefið.“ Pólitíkin færist til ímyndarfræðinga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.