Fréttablaðið - 03.02.2007, Page 33
Björgvin Steinarsson hjá Litlu-
Bónstöðinni, segir bryngljáa
góða lakkvörn.
„Ein sterkasta lakkvörn sem völ er
á er svokallaður bryngljái,“ segir
Björgvin Steinarsson, eigandi
Litlu-Bónstöðvarinnar. „Efnið
hefur verið framleitt í Evrópu til
fjölda ára og hefur þróast mikið á
þeim tíma, enda prófað við ýmsar
aðstæður.“
Að sögn Björgvins hefur bryn-
gljáinn verið notaður hérlendis í
tíu til fimmtán ár og gefið góða
raun. Veðurskilyrði séu algjört
aukaatriði. Einu gildi hvort það er
glampandi sól eða rok og slydda.
Þá sé engin hætta á að tjöru- eða
olíuhreinsir éti bryngljáann af
lakkinu.
„Það tekur ekki nema dag að
setja efnið á bílinn,“ segir Björg-
vin. „Ef komið er með bílinn að
morgni til, er þurrhreinsir fyrst
borinn á hann. Svo er hann sápu-
þveginn með svömpum en ekki
kústum, svo lakkið rispist ekki. Því
næst er bryngljáinn borinn á hann
og látinn þorna næstu fjóra til sex
klukkutímana. Að þeim tíma liðn-
um er afgangsefnið þurrkað af
lakkinu. Bíllinn ætti því að vera til-
búinn rétt fyrir lokun.
Upphaflega var þetta filma en
er nú húð sem sett er á bílinn og
flagnar ekki af. Húðin sjálf getur
enst í þrjú til fimm ár. Mælt er
með að bíllinn sé bónaður sex mán-
uðum eftir að hún er sett á til að
viðhalda henni. Það auðveldar öll
þrif.“
Björgvin mælir eindregið með
að bryngljái sé notaður á bíla, eink-
um og sér í lagi á nýrri tegundir
þar sem lakkið á þeim sé oft
umhverfisvænt og þar af leiðandi
ögn viðkvæmara en annað bílalakk.
Hentar vel við íslenskar aðstæður