Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.02.2007, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 03.02.2007, Qupperneq 36
Fjallaskíðamennska er óðum að ryðja sér til rúms á Íslandi þar sem bæði eru farnar skemmtiferðir á hálendinu ásamt því að keppnir eru haldnar reglulega. Í vetur standa íslenskir fjallaleiðsögu- menn fyrir námskeiðum þar sem allir geta lært tæknina og kynnt sér almenna fjalla- mennsku. „Íslendingar hafa virkilega tekið við sér og uppgötvað fjalla- og tele- markskíði. Fjallaskíðin eru þó mun vinsælli og við förum í mjög marg- ar ferðir á hálendið, bæði með Íslendinga og erlenda gesti,“ segir Friðjón Þórleifsson fjallaleiðsögu- maður. Hann skipuleggur skíðaferðir á hálendinu á vegum Íslenskra fjallaleiðsögumanna ásamt því að vera skíðakennari í Kanada mest- an part vetrar. Víða um Evrópu hafa fjallaskíð- in verið stunduð í áraraðir en á Íslandi hófst þessi hefð með fjalla- fólki sem notuðu skíðin til að kom- ast ferða sinna á hálendinu. „Skíða- menn hafa uppgötvað fjallaskíðin og möguleikana á hálendinu en einnig almenningur sem vill gott færi og skemmtilega upplifun,“ segir Friðjón. Víða um Evrópu er einnig keppt í íþróttinni en nýlega kom þó í ljós að ekki verður keppt í henni á vetrarólympíuleikunum árið 2014 en miklar vonir bundnar við þá næstu, árið 2018. Skíðin líkjast gönguskíðum að því leyti að skórinn er laus í bind- ingunni á meðan gengið er yfir flatlendi eða upp brekkur. Undir skíðinu er síðan skinn með miklu gripi. Upphaflega var selskinn notað undir skíðin en nú er hins vegar notað gerviefni sem gerir sama gagn. Skórinn er festur í bindinguna og skinnið tekið undan skíðunum þegar þeyst er af stað niður brekkur. Skórnir eru í líkingu við svigskíðaklossa en þó léttari og mýkri. Næsta námskeið í fjallaskíða- mennsku fer fram á vegum Íslenskra fjallaleiðsögumanna 7. og 10.mars og þurfa þátttakendur ekki að búa yfir neinni fjalla- reynslu, aðeins að geta skíðað. „Markmiðið með námskeiðinu er að kynna fjallaskíðamennsku fyrir fólk svo það geti ferðast af öryggi og kunnáttu um fjalllendi og rennt sér utan brauta. Einnig er farið lauslega í möguleika á viðeigandi búnaði svo sem fjallaskíðum, fjallaskíðabindingum og fjalla- skíðaskóm,“ segir Friðjón Íslenskir fjallaleiðsögumenn bjóða árlega upp á fjallaskíðaferð- ir bæði á Íslandi og erlendis, auk fjallamennsku og snjóflóðanám- skeiðs fyrir skíðamenn á hverjum vetri. Allar nánari upplýsingar er að finna: www.mountainguide.is/is Á fjallaskíðum um hálendi Íslands Golfferðir til Túnis hafa áunnið sér fastan sess í vitund íslenskra golfara, því auk góðra golfvalla og þægilegs loftslags við Miðjarðar- hafsströndina, býður Túnis upp á margbrotna sögu og menningu. Túnis er höfuðborg Túnis sem stendur við Túnisflóa. Á 12. – 16. öld var Túnis talin ein merkasta og ríkasta borg í hinum íslamska heimi. Margar merkar minjar er að finna í Túnis frá fyrri öldum og má þar nefna rústir Karþagó og Medínan, sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Að þessu sinni bjóðum við tvær 11 daga golfferðir til Túnis, þar sem ekkert er til sparað til að gera ánægjulega og eftirminnilega ferð. Gist er 5 nætur í Port El Kantoui við borgina Sousse og 5 nætur í Hammamet á 4* hótelum. Leikið verður á golfvöllum eins og Les Oliviers og La Forêt à Citrus, sem eru meðal eftirsóttra golfvalla á Citrus. Fararstjóri: Sigurður Pétursson golfkennari Verð: 171.000 kr. 23. mars - 2. apríl Sp ör - R ag nh ei ðu r In gu nn Á gú st sd ót tir TúnisGolf í s: 570 2790 www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Fljótasiglingar - Klettaklifur Hestasýningar - Gönguferðir - Gisting Veitingar - Ratleikir - Hestaleiga Hafið samband og við gerum tilboð Verið velkomin! bakkaflot@islandia.is Sími 453-8245 & 899-8245 • Ferðaþjónustan Bakkaflöt 560 Varmahlíð, Skagafirði – www.bakkaflot.is Skólahópar!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.