Fréttablaðið - 03.02.2007, Side 39

Fréttablaðið - 03.02.2007, Side 39
Hattar og höfuðföt í mörgum stærðum og gerðum. Af mörgum æðislegum persónum í sög- unni um Lísu í Undralandi er óði hatt- arinn einna minnistæðastur. Kannski svefnmúsin líka, en hattarinn alveg sér- staklega og kannski ekki síst vegna nafns- ins (the Mad Hatter). Fyrr á tímum báru allir hatta eða höfuðföt, bæði herrar og frúr og voru þau jafnmikilvæg eign og skyrtan eða pilsið. Því er svolítið miður að sá siður skuli hafa gufað upp. Það er bæði glæsilegt og svolítið dularfullt að sjá konu með fal- legan hatt, barðastóran, eða lítinn með slöri. Eins herra- menn með ekta gamaldags spæjarahatta, pípuhatta, afahatta, svo ekki sé talað um kúrekahatta. Vönduð höf- uðföt eru ávallt prýði og þó maður þurfi ekki að ganga alla leið í framtíðarhöfuðbún- aði líkt og framúrstefnuleg- ustu tískuhönnuðirnir gerðu í nýafstöðnum sýningum sínum, er um að gera að taka óða hattarann sér til fyrir- myndar og fá sér tebolla og eitt stykki góðan hatt. Óði hattarinn Hjá Dogma fást bolir með áleitnum, fyndnum, rómantísk- um, djörfum og skemmtilegum yfirlýsingum. Verslunin Dogma opnaði á Lauga- veginum árið 2002 en hana reka þrír bræður þeir Stefán, Jón og Guðni Valberg. Bræðurnir höfðu allir lengi vel haft gaman af því að klæðast stuttermabolum með skemmtilegum áletrunum, en fannst vanta slíka verslun í Reykjavík og því réðust þeir í það að opna bolabúð. Hjá Dogma má fá boli, síð- erma, stutterma, víða og þrönga fyrir bæði stelpur og stráka á öllum aldri. Margir þeirra eru hannaðir á Íslandi, en oftar en ekki fá bræðurnir sjálfir hug- myndir að því sem þeir vilja sjá framan á bolum. Til dæmis má nefna stuttermaboli með áletrun- um eða merkjum fyrirtækja sem farin eru á hausinn, vörumerki sem hætt er að framleiða, íslensk slagorð, pólitískar yfirlýsing- ar og annað í þeim dúr. Í verslunni er einnig hægt að fá margskonar peysur með áletrunum en þær kosta frá 4500 krónum. Margir hafa gaman af því að klæðast bolum með áletrunum, enda fáar leiðir auðsóttari til að tjá persónulegar skoðanir og smekk en að ganga í bol með yfirlýsingum á borð við Fólk er fífl, How do you like Ice- land eða hreinlega Kill em all. Fólk er fífl Vogue opnar nýja ljósmyndasíðu á veraldarvefnum. Opnað hefur verið fyrir nýja Vogue-vefsíðu, þar sem hægt er að verða sér úti um ljósmyndir eftir heimsþekkta tískuljósmyndara. Síðan heitir Art on demand og er undir slóð- inni www.vogueartgroup.com. Hún hýsir mynda- söfn með ljósmyndum sem hafa einhverju sinni birst í tímaritinu Vogue og þykja nú orðið klass- ískar. Ítalska leikkonan Elsa Martinelli í umdeild- um kjól eftir Christian Dior frá árinu 1954 og fyrirsætan Jerry Hall að stinga sér til sunds í Rússlandi árið 1975 eru til að mynda á meðal við- fangsefna ljósmyndaranna Cliffords Coffin og Normans Parkinson svo dæmi séu nefnd. Hægt er að velja á milli ólíkra þema, eftir því hvort maður vill for- síðu-, lit- eða svart/hvítar ljósmyndir. Einnig er hægt að velja á milli nokkurra ljósmyndara. Myndir má vista inni á svæði sem notandi getur búið sér til. Þá er hægt að panta myndir, eftir að hafa valið áferð og stærð. Nánar á www.vogueartgroup.com. Ný síða tileinkuð tískuljósmyndum Opið í dag laugardag 10-18 Mörkinni 6, 108 Reykjavík, sími 588 5518 Opið laugardag og sunnudag Útsala 50% Áður Nú Ullarkápur 29.900 15.000 Mokkakápur 25.900 13.500 Ullarjakkar 12.900 5.900 Úlpur 12.900 5.900 Dúnkápur 22.900 11.500 Rússkinsjakkar16.900 8.500 Pelsar 26.900 13.500 Mörg góð tilboð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.