Fréttablaðið - 03.02.2007, Page 42

Fréttablaðið - 03.02.2007, Page 42
2 „Það verður sett met í framkvæmd- um þetta ár,“ sagði Gunnar Birg- isson þegar Fréttablaðið heimsótti hann í vikunni. Mest fer í íþrótta- málin eða um 1,7 milljarður. Við munum halda Landsmót ung- mennafélaganna og eru töluverðar framkvæmdir við það. Stúka mun rísa við Kópavogsvöll, það átti að byggja hana hvort sem var en fram- kvæmdum var flýtt.“ Stærsta íþróttamannvirki lands- ins mun rísa fyrir næsta haust að Vallakór 14 í Kópavogi. „Það verður fjölnota hús, bæði fyrir knattspyrnu og frjálsar íþróttir og einnig hægt að nota fyrir tónleika. Við leigjum Knattspyrnuakademíu Íslands það hús og landsliðunum, þarna verða tveir grasvellir og einn gervigras- völlur. Ég sagði við Eggert Magn- ússon að hann hefði byggt aðstöðu KSÍ á vitlausum stað, hún hefði frekar átt að vera þarna en í Laug- ardalnum,“ sagði Gunnar. Árangur íþróttafélaganna í Kópavogi verður meiri samhliða aukinni aðstöðu. HK er í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta og í fótboltanum mun Kópavogur eiga tvö lið í efstu deild á komandi sumri. „Okkur þótti það mjög hart á tímabili þegar við áttum ekkert lið í efstu deild því það er vel búið að þeim. Við byggðum Fífuna og félögin hafa hana nánast eingöngu fyrir sig í dag. Svo verða komin tvö hús í haust. Ef við horfum í kringum okkur er Reykjavík aðeins með eitt knattspyrnuhús, Garðabær hefur ekkert og Hafnarfjörður er með Ris- ann sem er ekki í fullri stærð,“ sagði Gunnar. „Við viljum búa til rammann og ef við höfum mannvirkin þá er ekki vandamál að fylla þau af ungmenn- um. Þetta er ein besta forvörnin sem hægt er að finna. Við erum stolt af því að á fáum stöðum er jafn vel búið að íþróttafólki eins og hér. Svo erum við að fara að bæta við sund- laugum í bænum og nýtt íþróttahús mun rísa fyrir HK í Fossvogsdal,“ sagði Gunnar. Einnig mun fjármunum vera varið í uppbyggingu á skólahús- næði og leikskólahúsnæði auk gatnagerðar. „Við munum breikka Nýbýlaveg og setja hringtorg. Þetta eru framkvæmdir sem við ætluðum að vera löngu farin í. Við munum breikka Smiðjuveg og Skemmuveg og svo verður mikið að gera í fram- kvæmdum í nýju hverfunum.“ Gunnar segist vera stoltur af mörgu sem sé að gerast í Kópavogi en nefnir sérstaklega að bærinn hefur farið aðrar leiðir í listum og menningu. „Menningarhús fyrir ungt fólk tekur til starfa í haust og Tón- minjasafnið fyrr. Þessar byggingar eru ekki reistar í hagnaðarskyni. Þá leggjum við mikla áherslu á umhverfismál og að skapa góð útivistarsvæði. Það er hvergi betra göngustígakerfi á landinu en hér og lögð áhersla að leggja göngu- stígana strax í nýjum hverfum,“ sagði Gunnar en bærinn gerði fyrir skömmu nýjan samning við Skóg- ræktarfélagið. Þá er vinna vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í Kársnesinu í full- um gangi. „Íbúar hafa skilað inn athugasemdum og verið er að moða úr því. Reynt er að gera sem flest- um til geðs. Á undanförnum árum hefur íbúum á Kársnesinu fækkað en við viljum snúa því við. Þarna verður m.a. bryggjuhverfi byggt og gamlar byggingar verða rifnar. Svo er stefnt að því að byggja upp nýtt atvinnusvæði,“ sagði Gunnar Birg- isson. - egm Þetta ár verður metár í framkvæmdum Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir að árið sem nú er hafið verði metár hvað varðar framkvæmdir í bænum. Mest fer í íþróttamálin en stærsta íþróttamann- virki landsins mun rísa við Vallakór. Skipulagsnefnd Kópavogsbæjar kynnti í desembermánuði hugmynd- ir um uppbyggingu á Kársnesinu á næstu 15-20 árum. Fyrirhugað er að byggja höfn á nýrri landfyllingu, 230 íbúðir við Kársneshæli og 240 íbúðir í bryggjuhverfi á næstu fimm árum. Ef þessar hugmyndir ganga í gegn verður talverð breyting á umhverfi Kársnessins. Á heimasíðu Kópavogsbæjar er kynning á þessum hugmyndum en þar kemur fram að Kársnesið sé vannýtt í dag, þar séu hús í nið- urníðslu og umhverfið ósnyrtilegt. Samkvæmt þessum nýju hugmynd- um er áætluð fjölgun íbúa 2.500- 3.000. Heildarfjöldi íbúða verður rúmlega þúsund en þar á meðal eru 160 hugsaðar fyrir eldri borgara. Á Kársnesinu er meðal annars gert ráð fyrir átta hæða hóteli með ýmsa þjónustu. 54.000 fermetra svæði er hugs- að undir atvinnustarfsemi. Talið er að með þessum breytingum verði fjölgun grunnskólabarna um 300 og leikskólabarna um 150 í hverf- inu. Pláss er fyrir viðbyggingar á lóðum Kársnesskóla og í þeim við- byggingum munu rúmast öll þau grunnskóla- og leikskólapláss sem þörf er fyrir samkvæmt upplýsing- um á heimasíðu Kópavogs. Umferð á Kársnesi mun auk- ast vegna uppbyggingar en mest umferðaraukning verður á Kárs- nesbraut. Skapa á fallegt göngu- og útivistarsvæði og er reiknað með að söluverðmæti eigna í vesturbæ Kópavogs muni aukast um leið og ímyndin batnar. Lokað var fyrir ábendingar og tillögur síðasta fimmtudag, Upplýsingar af Kópavogur.is Framtíðarskipulag Kársness Bæjarstjórn Kópavogs er með áætlanir um miklar breyt- ingar á Kársnesinu en þær voru kynntar á fundi í Saln- um um miðjan desember. { Kópavogur }
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.