Fréttablaðið - 03.02.2007, Page 44
{ Kópavogur } 4
Kópavogur dregur nafn sitt af vog-
inum sunnan Kársness og sam-
nefndu býli sem stóð norðan Þing-
hóls en þar var annar af tveimur
þingstöðum í heimalandi Kópa-
vogsbæjar.
Upphaf byggðar var í landi jarð-
anna Kópavogs og Digraness sem
voru í eigu ríkisins en búskap á
þeim var hætt skömmu eftir 1930. Í
sveitarstjórnarkosningum sumarið
1946 náðu íbúar Kópavogs meiri-
hluta í hreppsnefnd Seltjarnarnes-
hrepps og öll stjórnsýsla fluttist til
Kópavogs. Skipting sveitarfélagsins
fór fram um áramótin 1947-48 og
efnt var til kosninga í hinum nýja
Kópavogshreppi í janúar 1948.
Sama ár var reytum Seltjarnarnes-
hrepps skipt. Jarðirnar Kópavogur,
Digranes, Hvammkot (Fífuhvamm-
ur), Vatnsendi, Geirland, Gunnars-
hólmi og Lögberg (Lækjarbotnar)
voru lagðar undir Kópavogshrepp.
Fyrri hluta árs 1955 var Kópavogs-
hreppur gerður að kaupstað.
Um þjóðsögur og sagnir, sem
eiga rætur í Kópavogi, hefur lítið
verið ritað. Þó eru þær nokkrar í
bókinni Þjóðsögur og sagnir úr
Kópavogi. Segir þar meðal annars
frá Kársnesorminum sem átti að
hafa búið í skeri skammt undan
ysta odda Kársness. Lá ormurinn
þar á gulli og beit í sporðinn á
sér. Hélt ormurinn til í hellisskúta
einum sem kallaður var kór. Sagt
er að nesið allt hafi verið kennt við
kór þennan. Hafi það því ekki alltaf
verið nefnt Kársnes heldur kallað
Kórsnes. Þá var oftar en ekki talað
um kórinn í nesinu.
Upplýsingar af http://www.
ismennt.is/not/ggg/kopavogur.htm
Á rölti í
Vesturbænum
Vesturbær Kópavogs er elsti hluti bæjarins. Þar leynast
gömul og stæðileg hús milli hárra trjáa og krúttlegir
kofar í skærum litum.